Í stjórn markaðsstofunnar sitja fjórir aðilar frá aðildarfyrirtækjum stofunnar og þrír fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar, auk tveggja varamanna
Á næsta aðalfundi okkar, þann 13. apríl næstkomandi, verður kosið um tvö sæti í stjórn auk varamanns. Þessir aðilar taka sæti fyrir hönd aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar
Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að taka sæti í stjórn að láta framkvæmdastjóra vita en hún veitir jafnframt nánari upplýsingar. Hægt er að senda póst á msh@msh.is eða hringja í síma 840 0464.