Spennandi námskeið með Gerði í Blush sem hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir skemmtilegt og árangursríkt markaðsstarf en hún var valin markaðsmanneskja ársins 2021 af ÍMARK, samtökum marks- og auglýsingafólks. Þá var fyrirtækið hennar Blush tilnefnt sem eitt af fimm markaðsfyrirtækjum ársins í desember síðastliðnum af ÍMARK.
Á námskeiðinu fer Gerður aðallega yfir þessi fjögur atriði:
Leiðir til að byggja upp sjálfstraust í starfi
Hvaðan koma hugmyndir og tækifæri
Ómælanlegar herferðir
Hvernig setjum við upp einfalt markaðsplan og stefnu til að auðvelda okkur vinnuna
Gerður segist hafa bilaða ástríðu fyrir markaðsmálum, og það sem henni þykir allra skemmtilegast er að notast við einfaldar og ódýrar aðferðir til að ná athygli og árangri i markaðstarfi.
Hver
Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi Blush og markaðsmanneskja ársins 2021 hjá ÍMARK
Hvenær og hvar
Fimmtudaginn 26. janúar kl. 9:00-11:00 í Apótekinu í Hafnarborg.
Skráning
Skráningarfrestur er til og með 20. janúar.
Það geta hámark tveir komið frá hverju aðildarfyrirtæki.