Heimsókn til Arctic Theory

Tölvuleikjagerðarfyrirtækið Arctic Theory sem staðsett er á Strandgötu 29 býður okkur í heimsókn. Gísli Konráðsson, einn af stofnendum og eigendum fyrirtækisins tekur á móti okkur ásamt Ólöfu Svölu Magnúsdóttur sem hefur starfað hjá Arctic Theory frá stofnun. Þau kynna starfsemina og sýna frá tölvuleik í þróun og við fáum innsýn í þær aðferðir og verkfæri sem fyrirtækið er að nýta sér. Þá fáum við líka að heyra þeirra sögu og kynnast aðeins tölvuleikjageiranum almennt.

Bakgrunnur Arctic Theory

Stofnendur Arctic Theory hafa tekið þátt í uppbyggingu stærstu tölvuleikjafyritækja á Íslandi í gegnum árin. Má þar nefna CCP Games, Parity Creative House og Directive Games North. Þessi fyrirtæki eiga það öll sameiginlegt að hafa auðgað umhverfið en þessi nýi iðnaður er byggður á fólki, fyrst og fremst vel menntuðum og skapandi einstaklingum.

Vilja efla Hafnarfjörðinn

Það er trú eigenda Arctic Theory að með veru sinni í Hafnarfirði muni fræjum vera sáð sem gæti orðið öðrum innblástur að svipaðri framtakssemi þar sem menntun, hátækni og hugmyndaauðgi verði að einhverri nýrri hugmynd og samvinnu sem samfélagið getur orðið stolt af.

Hvenær: Miðvikudaginn 18. janúar kl. 9:00

Fyrir hverja: Starfsfólk aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar

Skráningarfrestur: Til og með 16. janúar