13 hafnfirskar jólagjafahugmyndir - þriðja árið í röð
Þriðja árið í röð tökum við saman 13 hugmyndir að hafnfirskri jólagjöf.
Við skorum á Hafnfirðinga sem og aðra að gera jólainnkaupin í Hafnarfirði. Hér er allt til alls þegar kemur að verslun og þjónustu og ákaflega notalegt og jólalegt að spássera um bæinn, kaupa jólagjafir og fá sér ef til vill eitthvað góðgæti í kjölfarið.
Þá má enn nýta hugmyndalista síðastliðinna tveggja ára - 2020 listinn & 2021 listinn.
Ræktunarljós í nokkrum útgáfum og aðrar hentugar vörur í plöntuuppeldi fyrir þá sem eru með græna fingur.
Garðaflóra,
Suðurgötu 70
Ætlar þú að gleðja fjórfætling um jólin? Leikföng, klórustaurar, sælgæti, bæli og fleira í þessari hafnfirsku vefverslun.
Dýrafóður.is
Hafnarfirði
Fallegar keramikvörur, skartgripir, myndlist og fleira spennandi í skapandi heimi Íshússins.
Íshús Hafnarfjarðar,
Strandgötu 90
Fjölbreytt úrval af sérvöldum og smart hönnunarvörum. Sokkar, töskur, ullarteppi, skartgripir, kerti, listaverk ofl.
Litla Hönnunar Búðin,
Strandgötu 19
Dýrindis jólakaffi sem er malað og brennt hér í Hafnarfirði, nú eða bragðgott jólate. Fæst í netverslun en einnig í flestum matvöruverslunum.
Te & kaffi,
Stapahrauni 4
Fjölbreytt verkfæri, höfuðljós, tröppur, tjakkar, heyrnarhlífar og fleira sem alla handlagna dreymir um.
Verkfærasalan,
Dalshrauni 13