Stjórn markaðsstofunnar kom saman á fundi þann 1. september síðastliðinn. Meðal efni fundarins voru nýjar áherslur í samningaviðræðum og pælingar í tengslum við félagaform stofunnar, fjölda fyrirtækja ofl.
Samningaviðræður
Samningur okkar við Hafnarfjarðarbæ rennur út um áramótin og við viljum hefja samningaviðræður sem fyrst. Stjórnin ræddi hvaða áherslur við viljum setja í þær viðræður, bæði nýjar og eldri hugmyndir dregnar fram og ræddar. Fyrsta skrefið er að fá fund með formanni bæjarráðs og munu formaður og framkvæmdastjóri senda út bréf þess efnis sem allra fyrst.
Þá barst fyrirspurn um félagaform stofunnar sem er sjálfseignarstofnun og forsaga þess því reifuð af formanni.
Önnur mál var m.a. umræða um fjölda fyrirtækja í Hafnarfirði og framkvæmdastjóra falið að athuga hvort hægt sé að kaupa heilstæðan lista yfir þau. Þá spruttu einnig upp vangaveltur um hver sérstaða Hafnarfjarðar sé og hvað það sé sem dragi fyrirtæki hingað. Umræða sem við viljum gjarnan taka lengra og vinna með.
Næsti fundur
Næsti fundur verður haldinn þann 6. október næstkomandi kl. 9:00.