Fyrirtækjaheimsókn í Umbúðagerðina

Umbúðagerðin á Reykjavíkurveginum býður starfsfólki aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar í heimsókn miðvikudaginn 12. október kl. 9:00.

Eigendurnir Sigrún Edda Eðvarðsdóttir og Eyþór Páll Hauksson taka á móti okkur og kynna starfsemina.
Umbúðagerðin hefur verið starfandi frá árinu 2014 og leggur áherslu á framleiðslu umbúðalausna úr bylgju. Þau hafa sett upp sérútbúna verksmiðju á Reykjavíkurvegi 70 til að mæta þörfum innlendra fyrirtækja sem einstaklinga með sérframleiðslu kassa sem henta þeirra vörum, jafnt og þétt yfir árið.

Skráning

Við hlökkum til að sjá sem flesta. Nauðsynlegt er að skrá sig með því að senda póst á msh@msh.is - skráningarfrestur er til og með 10. október.