Römpum upp Hafnarfjörð

Verkefnið „Römpum upp Ísland“ er með það markmið að koma upp 1000 nýjum römpum um allt Ísland á næstu fjórum árum. Verkefnið og forsvarsmenn þess hafa einsett sér að gera 1000 veitingastaði og verslanir í einkaeigu, þar sem aðgengi er ábótavant, aðgengilegar hreyfihömluðum fyrir 10. mars 2026. Þetta verður allt saman gert í góðri samvinnu við sveitarfélög, húseigendur og íbúa viðkomandi sveitarfélaga.

Römpum upp Hafnarfjörð

Við hvetjum hafnfirska veitingastaði og verslanir til að huga vel að aðgengismálum og mögulega nýta til þess verkefnið „Römpum upp Ísland“ með því að senda inn umsókn. Á rampur.is má finna allar nauðsynlegar upplýsingar, verklagsreglur og sækja um í sjóðinn. Auðvelt er að sækja um styrkinn og aðgengissjóðurinn kostar samþykkt verkefni.