Oddvitar í heimsókn

Síðustu tvær vikurnar hefur verið gestkvæmt hjá okkur á Linnetstígnum.

Í lok apríl sendum við öllum oddvitum stjórnmálaflokkana bréf þar sem við fórum yfir stöðu markaðsstofunnar og óskuðum eftir afstöðu hvers flokks til áframhaldandi uppbyggingar og starfsemi stofunnar. Í bréfinu buðum við jafnframt upp á að forráðamenn stofunnar hitti fulltrúa flokksins til að kynna starfsemina og þá möguleika sem stjórn og starfsmaður sjá.

Framtíðarhugmyndir

Við fengum afar góðar viðtökur við bréfinu og margir af oddvitum framboða mættu í heimsókn ásamt öðrum frambjóðendum viðkomandi flokks. Við fórum þá yfir starf markaðsstofunnar og hvaða tækifæri við sjáum í framtíðinni en óhætt er að segja að við séum með fullt af hugmyndum sem við viljum gjarnan koma í framkvæmd. Þá var ákaflega gefandi og gagnlegt að heyra þeirra sýn á starfið og við hlustuðum með athygli og fengum ýmsar hugmyndir og ráðleggingar.

Lengri samningur

Það sem liggur okkur helst á hjarta er að markaðsstofan fái lengri samning við Hafnarfjarðarbæ en núverandi samningur gildir einungis til eins árs. Þá viljum við gjarnan fá hækkun á fjárframlagi, til samræmis við það sem áður var, þá sérstaklega til að geta aukið starfshlutfall framkvæmdastjóra til að geta látið allir hugmyndirnar verða að veruleika. Í dag er framkvæmdastjóri í 50% starfi.

Skemmst er frá því að segja að við fundum fyrir stuðningi frá öllum flokkum sem komu í heimsókn og horfum því bjartari augum til framtíðar.