Hvatningarverðlaun, kosningar og aðalfundur

Stjórn markaðsstofunnar kom saman á fundi í byrjun mánaðarins.

Megin málefni fundarins voru hvatningarverðlaunahátíðin okkar, komandi sveitarstjórnarkosningar og aðalfundur.

Hvatningarverðlaunahátíð

Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu mála varðandi skipulagningu hvatningaverðlaunahátíðar, hvað tilbúið og hvaða verkefni eru útistandandi. Búist er við góðri mætingu en ákveðið hefur verið að leggja áherslu á gleðina á þessum stærsta og skemmtilegasta viðburði okkar á hverju ári.

Sveitastjórnarkosningar

Varaformaður lagði til að skrifað yrði bréf til oddvita flokkanna til að kanna hug þeirra um starfsemi markaðsstofunnar. Jafnframt var ákveðið að bjóða flokkunum að fá kynningu á starfsemi okkar, hverjar okkur áherslur eru sem og framtíðarpælingar.

Aðalfundur

Aðalfundur markaðsstofunnar verður haldinn í maí og vildu stjórnarmenn helst að hann yrði haldinn eftir sveitarstjórnarkosningar. Umræða skapaðist um umboð núverandi pólitískra fulltrúa í kjölfar kosninga og framkvæmdastjóra falið að fá ráðleggingar frá bæjarlögmanni varðandi það. Kjósa þarf um tvo stjórnarmenn á fundinum og bráðlega má auglýsa eftir framboðum. Núverandi stjórnarmenn hafa ekki allir gert upp hug sinn varðandi áframhaldandi stjórnarsetu.