Afhending Hvatningarverðlauna markaðsstofunnar fer fram í Apótekinu í Hafnarborg fimmtudaginn 10. mars kl. 17 - 19.
Sjötta árið í röð veitum við hvatningarverðlaun til fyrirtækis sem hefur lyft upp bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum. Jafnframt veittum við viðurkenningar til aðila sem hafa með starfsemi sinni eflt atvinnulíf og bæjaranda í bænum okkar.
Verðlaunin og viðurkenningarnar eru þakklætisvottur markaðsstofunnar fyrir óeigingjarnt starf við að gera Hafnarfjörð að betra samfélagi.
Dagskrá
· Tryggvi Rafnsson, Hafnfirðingur ársins flytur létt hafnfirskt gamanmál
· Afhending Hvatningarverðlauna
· Léttar veitingar og samvera
Viðburðurinn er öllum opinn og vonumst við til að sjá sem flesta.