Við erum í skýjunum eftir Fyrirtækjagleðina okkar í gærkvöldi.
Hátt í 200 aðilar úr hafnfirsku atvinnulífi skemmtu sér saman í fallegu umhverfi Betri stofunnar og nutu góðra veitinga bæði í fljótandi og föstu formi.
Stemmingin var frábær, mikil samstaða og gleði. Þá mynduðust jafnframt ný tengsl milli fyrirtækja eitthvað sem við í markaðsstofunni viljum einmitt efla.
Takk innilega allir sem mættu, það er nokkuð víst að við þurfum að halda svona boð aftur að ári.