Hugmyndalistinn okkar með 13 hafnfirskum jólagjöfum hefur enn og aftur fengið frábær viðbrögð og verið skoðaður nokkur þúsund sinnum.
Þar sem þetta er þriðja árið sem við útbúum svona lista má segja að við eigum heilar 39 hugmyndir að hafnfirskum jólagjöfum sem má skoða hér að neðan.
· 13 hafnfirskar jólagjafahugmyndir árið 2020
· 13 hafnfirskar jólagjafahugmyndir árið 2021
· 13 hafnfirskar jólagjafahugmyndir árið 2022
Við í markaðsstofunni skorum á Hafnfirðinga sem og aðra til að gera jólainnkaupin í Hafnarfirði. Hér er allt til alls þegar kemur að verslun og þjónustu, afar fjölbreyttar og fallegar verslanir sem og veitingastaðir og kaffihús af bestu gerð.
Hafnfirsk fyrirtæki ýta undir litríkt og öflugt samfélag og án þeirra viljum við ekki vera. Það er því ákaflega mikilvægt að við stöndum saman og styðjum við hafnfirska verslun og þjónustu.