Fjölskylduvænn vinnustaður þar sem veðurspáin skiptir máli

Við fórum í heimsókn í verksmiðjuhúsnæði Brikk á Miðhellu í gær. Tveir af eigendunum þeir Davíð og Oddur tóku á móti hópnum með glæsilegum veitingum og sögðu frá rekstrinum.

Í dag reka þeir þrjá staði, á Norðurbakka, Mýrargötu og á Kársnesinu, en selja vörur sínar einnig til ýmissa veitingastaða og í völdum verslunum. Þeir fengu margar áhugaverðar spurningar frá hópnum en voru ekki með eina ákveðna skýringu á því af hverju þeir hafi í raun slegið í gegn strax á fyrsta degi. Þeir sögðu annars að það væri að mörgu að huga í svona rekstri og eitt af því er sem dæmi mikilvægi þess að fylgjast með veðurspánni til að reyna að koma í veg fyrir rýrnun. Þá er þeim ákaflega mikilvægt að vera fjölskylduvænn vinnustaður og telja það meðal annars eina af ástæðu þess að lykilstarfsmenn séu búnir að vera hjá þeim lengi.

Takk allir sem mættu og takk Davíð og Oddur fyrir að taka á móti okkur.