Heimsókn til Brikk

Brikk býður starfsfólki aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar í heimsókn til sín í framleiðsluna á Miðhellu fimmtudaginn 24. nóvember kl. 17:00.

Eigendur Brikk þeir Davíð Magnússon og Oddur Smári Rafnsson taka á móti okkur og kynna starfsemina.
Brikk hefur verið starfandi frá því sumarið 2017 þegar þeir opnuðu á Norðurbakkanum og fengu strax frábærar viðtökur. Í dag er Brikk einnig með stað á Mýrargötu í Reykjavík og á Hafnarbraut i Kópavogi.

Skráning

Við hlökkum til að sjá sem flesta. Nauðsynlegt er að skrá sig með því að senda póst á msh@msh.is