Nýverið tilkynntum við að aðildarfyrirtæki markaðsstofunnar væru orðin 100 talsins. Síðan þá hafa fimm ný fyrirtæki bæst í hópinn. Við erum ákaflega ánægð með að aðildarfyrirtækjum sé að fjölga en í sameiningu getum við eflt og styrkt atvinnulíf í Hafnarfirði og gert bæinn okkar enn betri.
Fyrirtækin fimm eru:
Starfsfólk þessara fyrirtækja fær nú aðgang að fræðslu og fyrirtækjaheimsóknum markaðsstofunnar þeim að kostnaðarlausu. Þá er nafn fyrirtækisins jafnframt komið í pottinn góða þar sem fyrirtæki vikunnar er dregið út.
Vertu með
Við hvetjum rekstraraðila í Hafnarfirði sem ekki eru skráðir í markaðsstofuna að gera það sem fyrst. Árgjaldið er 20.000 kr.