Aðildarfyrirtæki markaðsstofunnar eru nú orðin 100 talsins. Fyrirtækið sem varð það hundraðasta til að skrá sig er Vélsmiðjan Stálvík á Hvaleyrarbrautinni.
Stálvík hefur verið starfandi frá því í lok árs 2019 en frétti nýverið af markaðsstofunni og ákvað í kjölfarið að skrá sig og vera þannig hluti af eflandi og skemmtilegum félagsskap rekstraraðila i Hafnarfirði.
Við ákváðum að heimsækja Stálvík að þessu tilefni og færa þeim blóm og súkkulaði. Eigendurnir Jón Trausti Sverrisson og Sigurður K. Lárusson tóku vel á móti Sigríði Margréti stjórnarformanni MSH og Thelmu framkvæmdastjóra og sýndu þeim vélsmiðjuna.
Við óskum þeim til hamingju og fögnum skráningu þeirra. Við hvetjum jafnframt rekstraraðila í Hafnarfirði sem ekki eru skráðir í markaðsstofuna að gera það sem fyrst. Árgjaldið er 20.000 kr. Skráning