Upplýsingamiðlun er og ætti að vera hluti af viðbragðsáætlun fyrirtækja í ferðaþjónustu.
Fyrirlestur með Sigríði Dögg Guðmundsdóttur, fagstjóra ferðaþjónustu, útflutnings og fjárfestinga hjá Íslandsstofu þar sem farið verður yfir viðbragðsáætlun Íslandsstofu og þá ferla sem fara í gang samkvæmt áætluninni við náttúruvá.
Viðburðurinn er skipulagður af Nýsköpunarakademíu ferðaþjónustunnar og Íslandsstofu, í samstarfi við Markaðsstofu Hafnarfjarðar, Markaðsstofu Reykjaness, Keili og Íslenska ferðaklasann.
HVENÆR: Mánudaginn 8. mars kl. 11:00-12:00
HVAR: Fundurinn er rafrænn
FYRIR HVERJA: Fundurinn er öllum opinn.
SKRÁNING: https://forms.gle/wx2cyMWD1Ba5pBCy9
Hlekkur á fundinn verður svo sendur út stuttu fyrir fund.