Kiwanisklúbburinn Eldborg hafði nýverið samband við markaðsstofuna og óskaði eftir að fá kynningu á starfseminni á fundi klúbbsins.
Thelma Jónsdóttir, framkvæmdastjóri tók vel í þessa fyrirspurn og mætti á fund og fór yfir það sem markaðsstofan hefur verið að gera undanfarið og hverjar áherslur hennar eru.
Í desember fékk Rotarýklúbbur Hafnarfjarðar álíka kynningu í gegnum Zoom. Ef sambærilegir klúbbar eða félagasamtök hafa áhuga á að fá Thelmu í heimsókn er velkomið að hafa samband með því að senda póst á msh@msh.is