UPPLÝSINGAÖRYGGI OG PERSÓNUVERND SMÆRRI FYRIRTÆKJA

UPPLÝSINGAÖRYGGI OG PERSÓNUVERND SMÆRRI FYRIRTÆKJA
– ÁHÆTTUR, TAKMARKANIR OG TÆKIFÆRI

Farið verður yfir hvaða áhættur lítil og meðalstór fyrirtæki gætu þurft að skoða í breyttum heimi þar sem enn meira er treyst á upplýsingatækni. Þá verður farið yfir hvaða þætti persónuverndar getur verið mikilvægt fyrir fyrirtæki að þekkja og að lokum hvaða tækifæri geta leynst í upplýsingatækni og farsælli notkun á persónuupplýsingum.

Kennari: Jón Kristinn Ragnarsson, eigandi ION ráðgjöf. Jón Kristinn hefur unnið í ráðgjöf og úttektum tengdum upplýsingaöryggi og persónuvernd um nokkurra ára skeið. Síðustu tvö ár hefur hann rekið sitt eigið fyrirtæki sem vinnur að því að hjálpa fyrirtækjum að takast á við áhættur og forgangsraða verkefnum.

Hvenær: Miðvikudaginn 3. mars kl. 9:00 – 10:00 – haldið í gegnum Teams
Skráning: Skráningarfrestur til og með 26. febrúar og skráð með því að senda tölvupóst á msh@msh.is

Fyrir hverja: Starfsfólk aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar getur sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu.

SKRÁNING