Hafnfirska fyrirtækið Berserkir axarkast býður starfsfólki aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar í heimsókn þriðjudaginn 22. febrúar kl. 17:00.
Eigendur Berserkja þau Helga og Elvar taka á móti okkur, sýna aðstöðuna og leyfa okkur örugglega að kasta nokkrum öxum. Tilvalið tækifæri til að kynnast þessu fyrirtæki sem gæti verið kjörinn staður til að fara á með starfsmannahópinn.
Fyrirtækjaheimsóknir af þessu tagi eru góður vettvangur fyrir hafnfirsk fyrirtæki til að efla og styrkja tengslanetið. Við vonumst til að sjá sem flesta.
Skráning
Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn í síðasta lagi þann 21. febrúar með því að senda póst á msh@msh.is
Er fyrirtækið þitt ekki í markaðsstofunni? Þú getur skráð það hér