Hafnfirskur harðfiskur - Fyrirtækjaheimsókn

Í morgun fórum við í heimsókn til VON harðfiskverkunar á Eyrartröðinni sem framleiða m.a. Gullfisk, mest selda harðfisk landsins. Auk þess að framleiða ýmsar harðfiskvörur þá er fyrirtækið stór framleiðandi á hágæða íslensku hundanammi.

Eigendurnir þeir Jóhannes og Þór tóku á móti okkur og kynntu starfsemina en síðan þeir keyptu fyrirtækið fyrir rúmum tveimur árum hefur orðið töluverð breyting sérstaklega á umbúðum og markaðssetningu.

Við skoðuðum einnig verksmiðjuna en þá voru allir settir í sloppa, fengu hárnet og sótthreinsaðir áður en við fengum að kynnast undraheimi harðfiskframleiðslunnar.  

Takk allir sem mættu og bestu þakkir fyrir okkur til ykkar í VON. Afar fræðandi og áhugaverð heimsókn.