Á döfinni
Dagskrá haustsins hjá markaðsstofunni er afar fjölbreytt og spennandi. Það verða þrjú námskeið, við ætlum að heimsækja þrjú fyrirtæki saman og mánaðarlegt einyrkjakaffi er á sínum stað.
Þann 22. október verður markaðsstofan fimm ára og þá blásum við til veislu og hvetjum ykkur til að taka daginn frá. Í desember verður svo notalegur jólahittingur.
Við vonum að sem flestir taki þátt í starfinu. Námskeiðin og fyrirtækjaheimsóknirnar eru einungis fyrir starfsfólk aðildarfyrirtækja en aðrir viðburðir opnir öllum.
Skráning og fyrirvari
Mikilvægt er að skrá sig á námskeið og í fyrirtækjaheimsóknirnar með því að senda póst á msh@msh.is. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar sökum sóttvarnalaga.
Nánar um námskeiðin hér að neðan.
Hægt er að skrá fyrirtæki í markaðsstofuna með því að smella hér
MARKAÐS- OG KYNNINGARMÁL Á TÍMUM COVID
Endurtekið námskeið með Davíð Lúther frá SAHARA þar sem hann fer yfir skynsamleg skref í markaðsmálum á tímum COVID. Hvernig á að fá Íslendinga í sérverslanir, á veitingastaði, söfn, hótel o.s.frv. Hvernig hvetur maður þá til að nýta sér alla afþreyinguna sem er í boði?
Hvenær og hvar
Miðvikudaginn 2. september kl. 9:00-10:30 á Fjörukránni. Skráning fyrir 28. ágúst á msh@msh.is
MIKILVÆGI FLOKKUNAR Í FYRIRTÆKJUM OG STOFNUNUM
Líf Lárusdóttir markaðsstjóri hjá Terra fer yfir mikilvægi þess að fyrirtæki flokki sinn úrgang og gefur ráð um hvernig standa megi að flokkun svo að allir starfsmenn fyrirtækja séu að spila eftir sömu leikreglum.
Farið yfir hvað verði um efnin sem eru flokkuð og hvað ber að hafa í huga svo að flokkun skili sem mestum árangri. Líf kemur með sett sem inniheldur algengustu umbúðir og helstu vafaatriði þegar kemur að flokkum.
Hvenær og hvar
Þriðjudaginn 6. október kl. 9:00-10:30 í sal Íshesta. Skráning fyrir 1. október á msh@msh.is
GRUNNTÆKNI Í FJÁRMÁLUM FYRIRTÆKJA
Hanna Kristín Skaftadóttir, framkvæmdastjóri Poppins & Partners fer yfir grundvallaratriði fjármála minni fyrirtækja. Þar á meðal góðar venjur við umsýslu fjárhags, skattamál, hvernig sé hægt að gera einfalda fjárhagsáætlun og hvernig best sé að ná árangri í að halda utan um og fá yfirsýn yfir fjármálin.
Hvenær og hvar
Mánudaginn 2. nóvember kl. 9:00-10:30. Skráning fyrir 28. október á msh@msh.is