Fermingargjöfina færðu í Hafnarfirði

Ertu á leiðinni í fermingarveislu? Það er hægt að finna margt fallegt handa fermingarbörnum í verslunum í Hafnarfirði.  Hérna eru nokkrar hugmyndir.

Álfagull

Leður hliðar- eða mittisveski, brúnt eða svart sem hentar báðum kynjum á 9.500 kr.

Mjúkt meriono ullarteppi, fjölbreyttir litir og mynstur á 19.900 kr.

Ferðaskartsgripaskrín í mismunandi stærðum, verð frá 4.500 kr. til 14.900 kr.

Álfagull, Strandgötu 47

Eymundsson

Lítil „cabin” ferðataska í nokkrum litum á 15.999 kr.

Fallegur hnöttur, til í ýmsum útfærslum en þessi er á 6.999 kr.

Penninn Eymundsson, Strandgötu 31

Glowup

Andlitsvörur frá Alyaskin sem henta mjög vel fyrir unga húð.

Micellar froðuhreinsir, andlitskrúbb, leirmaski og andlitskrem. Hægt að kaupa hverja vöru fyrir sig en allur pakkinn nú á 20% afslætti eða 13.488 kr.

Glowup, Strandgötu 32

Norðurljós-

Hljóðtækni

Cambrigde bluetooth þráðlaus hátalari á 10.900 kr.

Hágæða beyerdynamic heyrnatól til í ýmsum gerðum - verð allt frá 7.900 kr. og upp úr.

Norðurljós-Hljóðtækni, 2. hæð í Firði

Litla Hönnunar Búðin

Úlfur, listaverk sem hægt er að kaupa í ýmsum stærðum og með eða án ramma. Þessi útgáfa er í A3 stærð og kostar 2.500 kr. án ramma.

Handgert kerti, “Crossed fingers” á 6.900 kr.

Skemmtilegur myndarammi sem hægt er að hrista og fá snjó í á 5.900 kr.

Litla Hönnunar Búðin, Strandgötu 19

Sign

Falleg skartgripalína sem ber heitið Upphaf.

Hálsmen á 11.900 kr., eyrnalokkar á 11.900 kr. og hringur á 12.900 kr.

Sign, Fornubúðum 12

Sjónlínan

Flott sólgleraugu sem henta báðum kynjum á 14.900 kr.

Sjónlínan, Strandgötu 39