Markaðs- og kynningarmál á tímum Covid

Fyrirlestur Davíðs Lúthers um markaðs- og kynningarmál í maí síðastliðnum fékk glimrandi viðtökur. Við höfum því ákveðið að fá Davíð aftur til okkar og veita þeim sem komust ekki síðast tækifæri til að hlusta á hann.

Davíð fer yfir hvað hann telur vera skynsamleg skref í markaðsmálum á tímum COVID. Hvernig á að fá Íslendinga í sérverslanir, á veitingastaði, söfn, hótel o.s.frv. Hvernig hvetur maður þá til að nýta sér alla afþreyinguna sem er í boði?

Hvenær og hvar

Fyrirlesturinn verður haldinn miðvikudaginn 2. september kl. 9:00 á Fjörukránni.

Skráning

Fyrirlesturinn verður einungis haldinn ef við náum í lágmarksþátttöku. Við biðjum því áhugasama að skrá sig á viðburðinn sem allra fyrst með því að senda tölvupóst á msh@msh.is og taka fram nafn á fyrirtæki og hver mætir.

Um fyrirlesarann

Davíð Lúther er framkvæmdastjóri stafrænu auglýsingastofunnar SAHARA og með mikla reynslu í markaðs- og kynningarmálum. Hann hefur rekið framleiðslufyrirtækið SILENT og samfélagsmiðlafyrirtækið SAHARA með miklum árangri en þessi fyrirtæki sameinuðust 2018 og úr varð 360°auglýsingastofan SAHARA þar sem 26 manns starfa í dag.

Davíð stóð fyrir The Color Run og Gung Ho fyrstu þrjú árin bæði hér á Íslandi og Skandínavíu. Hann hefur einnig verið viðloðandi Eurovision síðustu ár fyrir hönd RÚV varðandi samfélagsmiðla og kynningu á framlagi Íslands. 

Davíð Lúther hefur einnig verið duglegur að ferðast um landið farið í skóla, fyrirtæki og stéttarfélög með erindi sem snúast um hvað ber að varast á netinu svo sem falsfréttir.