Einyrkjakaffi

Miðvikudaginn 3. júní næstkomandi klukkan 9:00 verður einyrkjakaffi markaðsstofunnar haldið á Súfistanum.

Einyrkjakaffi er hugsað fyrir einyrkja og fyrirtæki sem telja færri en fimm starfsmenn. Það er öllum opið og kjörin leið til að styrkja tengslanetið.

Á fundinum kynnir nýr framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Thelma Jónsdóttir sig og jafnframt er ætlunin að ræða um möguleikann á jafningafræðslu.

Hlökkum til að sjá sem flesta.