Mikil ánægja með fyrirlestur

Fyrirlestur Davíðs Lúthers frá SAHARA um markaðs- og kynningarmál í kjölfar Covid-19 var afar vel sóttur af aðildarfyrirtækjum markaðsstofunnar.

Davíð byrjaði á því að gera stutta könnun meðal þátttakenda þar sem hann spurði meðal annars um þekkingu á samfélagsmiðlum, rekstraráhrif Covid-19, verslun í heimabyggð en einnig hvað Hafnarfjörður hefur til að laða að og voru svörin við síðustu spurningunni einkar áhugaverðar eins og sjá má á myndinni hér að neðan.   

Því næst fjallaði Davíð um hvernig fyrirtæki ættu að haga sínu markaðsstarfi og kynnti til þess aðferðir sem og ýmis tól.

Mjög mikil ánægja var með fyrirlesturinn en samkvæmt könnun sem gerð var í lokin voru 91% mjög ánægð með fyrirlesarann og 96% sögðu að fyrirlesturinn hafi staðið undir væntingum. Þá sögðu 61% mjög líklegt að fræðslan muni nýtast í starfi og 39% nokkuð líklegt að hún muni gera það.

Hafnarfjordur_ladarad.PNG