Markaðs- og kynningarmál í kjölfar Covid-19

Við bjóðum aðildarfyrirtækjum á fyrirlestur með Davíð Lúther, framkvæmdastjóra stafrænu auglýsingastofunnar SAHARA undir yfirskriftinni Hvað eiga eigendur fyrirtækja að gera í markaðs- og kynningarmálum í kjölfar Covid-19?

Davíð fer yfir hvað hann telur vera skynsamleg næstu skref í markaðsmálum eftir COVID-19 höggið. Hvernig á að fá Íslendinga í sérverslanir, á veitingastaði, söfn, hótel o.s.frv. Hvernig hvetur maður þá til að nýta sér alla afþreyinguna sem er í boði?

Hvenær og hvar
Fyrirlesturinn verður haldinn fimmtudaginn 14. maí næstkomandi kl. 9:00 á Fjörukránni, efri hæð. Áætlað er að viðburðurinn taki um 70 mínútur. Boðið verður upp á kaffi.

Skráning
Vegna reglna um samkomur er nauðsynlegt að skrá sig á viðburðinn með því að senda tölvupóst á msh@msh.is og taka fram nafn á fyrirtæki og hver mætir. Sætaframboð verður takmarkað.

Um fyrirlesarann
Davíð Lúther er með mikla reynslu í markaðs- og kynningarmálum, hann hefur rekið framleiðslufyrirtækið SILENT og samfélagsmiðlafyrirtækið SAHARA með miklum árangri en þessi fyrirtæki sameinuðust 2018 og úr varð 360°auglýsingastofan SAHARA þar sem 26 manns starfa í dag.

Davíð stóð fyrir The Color Run og Gung Ho fyrstu þrjú árin bæði hér á Íslandi og Skandínavíu. Hann hefur einnig verið viðloðandi Eurovision síðustu ár fyrir hönd RÚV varðandi samfélagsmiðla og kynningu á framlagi Íslands. 

Davíð Lúther hefur einnig verið duglegur að ferðast um landið farið í skóla, fyrirtæki og stéttarfélög með erindi sem snúast um hvað ber að varast á netinu svo sem falsfréttir.