5 ára afmæli
Markaðsstofan fagnaði 5 ára afmæli þann 22. október síðastliðinn. Eins og gefur að skilja gátum við ekki haldið hefðbundna veislu. Við fögnuðum deginum hins vegar með því að færa aðildarfyrirtækjunum okkar afmælisglaðning. Hafnfirskar vörur til að njóta og mæltum svo með að hlusta á Hafnarfjarðarlögin á Spotify.
Ekki náðist að afhenda öllum fyrirtækjum afmælisglaðning en viðkomandi geta nálgast glaðninginn á skrifstofunni okkar á Linnetstíg.
Nokkrar myndir frá deginum.
Stjórnarmeðlimir og framkvæmdastjóri keyrðu pokana út til fyrirtækja
Piero hjá BJB tekur við pokanum frá Erni, varaformanni markaðsstofunnar
Arnbjörn, stjórnarmaður markaðsstofunnar færir starfsmanni Hópbíla pokann góða
Svavar á Ban Kúnn tekur við poka frá Jóhanni, stjórnarmanni markaðsstofunnar
Aþena, starfsmaður Heiðdísar á Norðurbakkanum tekur við poka af Thelmu framkvæmdastjóra markaðstofunnar.
Rósa, bæjarstjóri tekur við poka fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar
Danco fékk líka afmælispoka.
Afmælispokinn góði fullur af hafnfirskum vörum