Markaðsstofan fagnaði 5 ára afmæli þann 22. október síðastliðinn. Eins og gefur að skilja gátum við ekki haldið hefðbundna veislu. Við fögnuðum deginum hins vegar með því að færa aðildarfyrirtækjunum okkar afmælisglaðning. Hafnfirskar vörur til að njóta og mæltum svo með að hlusta á Hafnarfjarðarlögin á Spotify.
Ekki náðist að afhenda öllum fyrirtækjum afmælisglaðning en viðkomandi geta nálgast glaðninginn á skrifstofunni okkar á Linnetstíg.
Nokkrar myndir frá deginum.