GRUNNTÆKNI Í FJÁRMÁLUM FYRIRTÆKJA

Námskeið þar sem farið verður yfir grundvallaratriði fjármála minni fyrirtækja. Þar á meðal góðar venjur við umsýslu fjárhags, skattamál, hvernig sé hægt að gera einfalda fjárhagsáætlun og hvernig best sé að ná árangri í að halda utan um og fá yfirsýn yfir fjármálin.

Kennari

Hanna Kristín Skaftadóttir, framkvæmdastjóri Poppins & Partners

Hvenær og hvar

Mánudaginn 2. nóvember kl. 9:00-10:30.  Námskeiðið verður haldið í gegnum Zoom.

Skráning

Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn fyrir þann 27. október næstkomandi með því að senda tölvupóst á msh@msh.is. Skráðir aðilar fá senda netslóð á námskeiðið.

Mynd eftir Napendra Singh

Mynd eftir Napendra Singh