Við höfum ákveðið að aflýsa öllum viðburðum markaðsstofunnar í októbermánuði vegna hertra sóttvarnaraðgerða. Um er að ræða námskeið, einyrkjakaffi og fyrirtækjaheimsókn. Þá erum við farin að vinna eftir plani B vegna afmælis markaðsstofunnar þann 22. október næstkomandi.
Við höldum í vonina að geta haldið viðburði í nóvember en það skýrist þegar nær dregur.
Munum sóttvarnir og verum góð við hvort annað.