Í tilefni af því að fjöldi aðildarfyrirtækja Markaðsstofu Hafnarfjarðar er farinn að nálgast hundraðið, bregðum við á leik og ætlum að vera með skemmtilegan glaðning fyrir það fyrirtæki sem nær þeim merka áfanga að verða hundraðasta fyrirtækið.
Það er pláss fyrir öll fyrirtæki í Markaðsstofu Hafnarfjarðar stór og smá og hvetjum við þau fyrirtæki sem ekki eru um borð að gerast aðilar og vera þannig hluti af heild sem byggir upp eftirsóknavert bæjarfélag.