Ása Sigríður Þórisdóttir, framkvæmdastjóri MsH, hefur sagt upp störfum og mun uppsögnin taka gildi frá 1. nóvember.
Ása hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra frá 1. mars 2016 og hefur leitt starf stofunnar frá þeim degi. Hún hefur átt stóran þátt við mótun og uppbyggingu starfseminnar á þessum tíma, tekið þátt í þróunarverkefnum, skipulagt ótal viðburði og haft umsjón með metnaðarfullri markaðsstefnumótun fyrir Hafnarfjörð sem kynnt var í byrjun ársins 2019. Stjórn vill þakka fráfarandi framkvæmdastjóra fyrir þá mikilvægu vinnu sem hún hefur innt af hendi við uppbyggingu Markaðsstofunnar á undanförnum árum og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.
Stjórn Markaðsstofu Hafnarfjarðar leggur áherslu á að framundan verði áfram unnið að mikilvægum verkefnum og þeim markmiðum sem stofan hefur sett sér á komandi árum. Ráðningarferli í starf framkvæmdastjóra Markaðsstofu Hafnarfjarðar er hafið og þar til nýr framkvæmdarstjóri tekur til starfa skiptir stjórn MsH með sér verkum.
Hægt er að senda fyrirspurnir til stofunnar á netfangið msh@msh.is eða í síma 585 5566.
Við minnum á viðburði stofunnar á næstunni. Einyrkjakaffi verður þann 5. nóvember og jóla-fyrirtækjahittingur í Bæjarbíó þann 2. desember næstkomandi. Þessir viðburðir verða auglýstir á heimasíðu og samfélagsmiðlum MsH þegar nær dregur.
Við hlökkum til að kynna fyrir ykkur starfsáætlun stofunnar á komandi ári og vonumst til að eiga áframhaldandi gott samstarf við aðildarfyrirtæki okkar.
Stjórn MsH
29. nóvember 2019
Mynd: Ása Sigríður Þórisdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri, og Sigríður Margrét Jónsdóttir, formaður stjórnar MsH.