Styttist í hundraðið

Við færumst eins og óð fluga nær því að aðildarfyrirtæki Markaðsstofunnar rjúfi 100 aðildarfyrirtækjamúrinn - vertu með.

Bjóðum fjögur ný aðildarfyrirtæki velkomin í um borð í Markaðsstofuna:

  • Eldmóður fræðslusetur ehf. er í Lífsgæðasetri St. Jó og bíður upp á einstaklings og fyrirtækja markþjálfun. Ýmis námskeið og Forvarnarfyrirlesturinn “Sjálfsmynd og kynheilbrigði”.

  • Berserkir axarkast er staðsett á Hraununum og bjóða upp á axarkast sem afþreyingu og íþrótt. Hentar vel fyrir hópa t.d. steggjanir/gæsanir, fyrirtæki, vinahópa, eða þá sem vilja öðruvísi og góða skemmtun.

  • Ploder ehf ( Álfagull ) er gjafavöruverslun í hjarta miðbæjarins þar sem áhersla er lögð á öðruvísi og hefðbundna gjafavöru.

  • Hugarró er í Lífsgæðasetri St. Jó og bíður upp á Kundalini jóga og núvitundarheilun með áherslu á innri ró og úrvinnsla áfalla í gegnum jóga.

Hvetjum um leið þau fyrirtæki sem ekki eru með að vera með við erum sterkari saman.