Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Mars Media

Auglýsingastofan Mars Media á Strandgötunni hefur stækkað mikið að undanförnu og þjónusta þeirra orðin fjölbreyttari. Við hittum eigandann Ingva Einar Ingason og fengum að kynnast rekstrinum. 

Hvern dreymir ekki um að fara til Mars? Auglýsingastofan Mars Media á Strandgötunni, sem er skírð eftir plánetunni, hefur stækkað mikið að undanförnu og þjónusta þeirra orðin fjölbreyttari. Við hittum eigandann Ingva Einar Ingason og fengum að kynnast rekstrinum. 

Fyrirtæki vikunnar

Auglýsingastofan Mars Media á Strandgötunni hefur stækkað mikið að undanförnu og þjónusta þeirra orðin fjölbreyttari.

Umsvifin aukist eftir flutning á Strandgötuna

Mars Media var stofnað árið 2019 í Danmörku þar sem Ingvi bjó ásamt fjölskyldu sinni. „Ég lærði margmiðlunarhönnun með áherslu á markaðsmál og samskipti og var búinn að sækja mörg námskeið í stafrænni markaðssetningu m.a. frá Google þegar ég ákvað að stofna mitt eigið fyrirtæki. Mig langaði að vera í vinnu þar sem ég gæti unnið hvaðan sem er,“ segir Ingvi sem var á þessum tíma einnig byrjaður að læra þrívíddarhönnun.

Í upphafi þjónustaði Ingvi bæði fyrirtæki á Íslandi og í Danmörku en árið 2020 fluttu þau heim til Íslands og opnuðu skrifstofu á Strandgötunni um síðustu áramót eftir að hafa verið á milli húsnæða.. „Umsvifin hafa aukist gríðarlega eftir að við fluttum á Strandgötuna og reyndar líka eftir að ég varð duglegur að sækja viðburði hjá markaðsstofunni og hef útvíkkað tengslanetið mitt hér í Hafnarfirði svo um munar,“ segir Ingvi en nú starfa fjórir hjá Mars Media. Hann bætir við að hjá Mars séu fyrirtæki að ýmsum stærðum allt frá einyrkjum upp í stærri fyrirtæki og sífellt fleiri kjósi að gera við hann þjónustusamning svo hægt sé að vinna markvisst að mikilvægum markmiðum.

Alhliða auglýsingastofa

Mars Media byrjaði sem stafræn auglýsingastofa með áherslu á birtingar en hefur nú þróast í alhliða auglýsingastofu. „Við tökum að okkur öll verkefni bæði stór og smá. Þar á meðal er umsjón með samfélagsmiðlum, stafrænar herferðir, árangursmælingar, hönnun á efni, efnissköpun, textasmíð, markpóstagerð, ljósmyndun og myndbandagerð. Langflestir vilja auglýsa á stafrænu miðlum eins og Facebook og Google en við höfum verið að sýna viðskiptavinum að það eru fleiri möguleikar í boði,“ segir Ingvi sem er einnig að bjóða viðskiptavinum í svokallað heilbrigðistékk á bakendanum á Facebook og Google til að ganga úr skugga um að allir öryggisþættir séu í lagi.

Að sögn Ingva er ráðgjöf stór hluti af starfinu. „Fyrir suma er það næstum því eins og sálfræðitími að koma í ráðgjöf. Fólk nær að tala um markaðshliðina og við komum með hugmyndir og lausnir við þeim vandamálum sem fólk glímir við. Það sparar gríðarlegan tíma að þurfa ekki að finna út úr öllu sjálfur.“

Samvinna og hátt þjónustustig

Aðspurður um sérstöðu Mars Media segir Ingvi að fyrir utan góðan árangur viðskiptavina, þá séu það góð samskipti og náin samvinna, sem er lykilatriði til að ná góðum árangri. „Svo ég vitni í orð viðskiptavina þá erum við með gríðarlega gott þjónustustig og skilum af okkur verkefnum á réttum tíma. Ég set því gjarnan upp reglulega fundi með viðskiptavinum, sumum vikulega öðrum mánaðarlega. Það er mikilvægt til að efla tengslin en líka bara til að bera upp hugmyndir og vinna að næstu markmiðum.“

Samskipti, traust og árangur

Það sem Ingva finnst skemmtilegast við vinnuna er hversu fjölbreytt hún er og að eiga í samskiptum við mismunandi aðila með mismunandi þarfir. „Það er enginn viðskiptavinur eins og allir með ólíkar þarfir. Það er því mikilvægt að hlusta vel og finna út hvað viðkomandi þarf, hvað hann gerir nú þegar og hver séu markmiðin. Skemmtilegast er síðan þegar fólk treystir mér fyrir sínum verkefnum og vörumerki,“ segir Ingvi glaður í bragði. 

Hann bætir við að það sé líka frábær tilfinning að skila góðum niðurstöðum fyrir fyrirtæki. „Það er svo gaman að heyra þegar herferðir hafa gengið vel og salan rokið upp. Nýverið kom til mín kona sem er með pínulitla vefverslun sem sprakk hreinlega bara út eftir að hafa komið í þjónustu til mín. Það eru þessar sögur sem gera starfið svo skemmtilegt.“

Hafnfirðingar svo miklir Hafnfirðingar

Ingvi er fæddur og uppalinn í Hafnarfirðinum, bjó lengst af í Kinnunum og var í Öldutúnsskóla. Þegar hann er spurður hvað sé best við Hafnarfjörðinn segir hann að það sé hvað allir standi saman, passi upp á hvorn annan og séu trúir sínum. Hafnfirðingar eru svo miklir Hafnfirðingar.

„Ég elska líka hvað það er orðið mikið líf og uppbygging í bænum, hér er gaman að fara út að borða og á tónleika eitthvað sem var ekki í boði fyrir einhverjum árum. Mér finnst líka frábært hvað Strandgatan er að teygja úr sér allt út að Fornubúðum. Mig dreymir nefnilega eiginlega um að það opni kaffihús í Fornubúðum eða við höfnina.“

Uppáhaldsstaðir Ingva eru Ástjörnin og Ásfjallið. „Ég bý neðst í Áslandinu og það er fátt betra en að taka göngu- eða hlaupatúra í kringum Ástjörnina. Það er minn griðarstaður, sérstaklega eftir langan vinnudag þegar ég þarf að losa streitu og anda að mér fersku lofti. Þá fer ég líka töluvert á Helgarfellið,“ segir Ingvi og brosir.   

Fjallgöngur, utanvegahlaup og fótbolti

Þegar kemur að áhugamálum þá er Ingvi mikið fyrir alla útiveru og hreyfingu. „Ég elska fjallgöngur og utanvegahlaup. Þá er fótbolti meðal áhugamála, ég spila reglulega með félögunum og fylgist með boltanum hér heima og erlendis. Crossfit er líka eitt af því sem ég hef gaman af.“

Á sumrin fer Ingvi gjarnan í stangveiði og fjölskyldan er dugleg að fara í útilegur. „Við hjónin gengum  Laugaveginn síðasta sumar og drögum krakkana líka með okkur í ýmsa útiveru og hreyfingu,“ segir Ingvi að lokum.  

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Isco

Heildsalan Isco á Steinhellu selur pizzukassa, kaffibolla, pappírspoka, lalladalla, glerkrukkur, kaffi, hreinsivörur, sundlaugaryksugur og svo ótal margt fleira.

Heildsalan Isco á Steinhellu selur pizzukassa, kaffibolla, pappírspoka, lalladalla, glerkrukkur, kaffi, hreinsivörur, sundlaugaryksugur og svo ótal margt fleira. Við hittum bræðurna Þórð Björnsson (Dodda) og Björn Bergmann Björnsson (Bjössi) sem eru meðal eigenda Isco og fengum að kynnast rekstrinum. 

Fyrirtæki vikunnar

Heildsalan Isco á Steinhellu selur pizzukassa, kaffibolla, pappírspoka, lalladalla, glerkrukkur, kaffi, hreinsivörur, sundlaugaryksugur og svo ótal margt fleira.

Fluttu fyrirtækið í Hafnarfjörð

Isco rekur sögu sína aftur til ársins 2015 en árið 2020 kaupa bræðurnir sig inn í fyrirtækið „Ég var að vinna hjá Samhentum og sá um allar umbúðir fyrir veitingageirann þar. Isco ákvað að kaupa þann hluta af Samhentum og ég fylgdi í rauninni með,“ segir Bjössi sem hefur hátt í 20 ára reynslu í þessum geira.

Doddi ætlaði bara að aðstoða tímabundið en nú þremur árum seinna er hann enn að störfum og sér um daglegan rekstur og innkaup en Bjössi stjórnar sölumálunum. Þeir bræður fluttu fljótlega fyrirtækið í Hafnarfjörð. „Við vorum fyrst í einu bili í húsnæðinu hér á móti en erum í dag komnir í fjögur bil eða um 750 fermetra enda reksturinn vaxið mikið á undanförnum árum og við komnir með um þúsund vörunúmer og alltaf eitthvað nýtt í pípunum,“ segir Doddi.

Veitingageirinn stærstur

Isco er með ótrúlega fjölbreytt úrval af matvælaumbúðum og veitingahús og bakarí því meðal þeirra helstu viðskiptavina. „Við erum með sem dæmi með kökukassa í alls kyns stærðum og gerðum, bökunarform og umhverfisvæna kaffibolla í ýmsum stærðum og útliti. Úrvalið af pappírspokum er einnig mjög vítt og frá ákaflega stórum pokaframleiðanda sem framleiðir um 5 milljónir burðapoka á dag og pokarnir hjá okkur því á einstaklega góðu verði. Þá seljum við mjög mikið af hinum svokölluðu lalladöllum sem flest öll atvinnueldhús nota til að undirbúa og geyma mat í,“ segir Bjössi og bætir við að veitingamenn og aðrir séu ákaflega ánægðir með að geta komið og skoðað vörur í sýningarsalnum þeirra og sumir segja að það sé eins og að koma í nammibúð.

Doddi segir að það sé enginn í þessum geira með jafn mikið vöruúrval og þeir og viðskiptavinir ánægðir að geta fengið allar vörur á einum stað. „Við höfum líka verið að sérframleiða umbúðir fyrir hin ýmsu fyrirtæki og erum farnir að selja frábært ítalskt kaffi,“ segir Doddi og brosir.

Hreinsi- og sundlaugarvörur

Isco var áður fyrr aðallega að selja hreinsiefni og þjónustaði mikið bændur og sundlaugar. „Við erum enn með úrval af hágæða hreinsiefnum og flestir sem hafa kynnst þeim vilja ekkert annað. Þá seljum við hreinsiróbóta fyrir sundlaugar og gamla sundhöllin á Herjólfsgötunni er sem dæmi með róbót frá okkur sem þeir setja ofan í laugina á kvöldin og taka upp á morgnanna. Þá erum við líka með ryksugur fyrir sundlaugar sem henta líka vel fyrir heita potta í heimahúsum.“ 

Þeir bræður ætla þá bráðlega að byrja að selja heita potta. „Okkur finnst gaman að prófa eitthvað nýtt og höfum mikla trú á þessum pottum“, segir Bjössi og skýtur því inn að fyrstu pottarnir komi í byrjun desember og þeir séu farnir að taka inn pantanir nú þegar.

Einstaklingar einnig velkomnir

Eins og fram hefur komið er sýningarsalur í húsnæði Isco sem sýnir vel vöruúrvalið. „Við tökum þar einnig á móti einstaklingum og hvetjum fólk sem er t.d. að fara að halda veislur að koma til okkar. Þá erum við líka með frábæra kassa sem henta víst mjög vel undir sörur og seljum nokkuð af þeim þessa dagana,“ segir Doddi.

Góð þjónusta og umhverfisvænar vörur

Sérstaða Isco er að sögn þeirra bræðra vöruúrvalið en einnig góð þjónusta. „Það veit enginn meira um þessar vörur fyrir veitingageirinn en Bjössi,“ segir Doddi og Bjössi bætir við að þá leggi þeir upp með að afgreiða pantanir hratt og vel og keyri út vörur tvisvar á dag. „Við afhendum oft samdægurs eða í síðasta lagi daginn eftir. Þá er líka megnið af okkar vörum umhverfisvænar, eitthvað sem vegur alltaf þyngra meðal viðskiptavina.“

Fjölbreytnin og samskiptin skemmtilegust

Aðspurðir um hvað sé skemmtilegast við vinnuna segir Bjössi strax að það sé hversu fjölbreytt hún sé. Doddi segir að samskipti við viðskiptavini séu það sem gefi honum mest, sérstaklega ef þeir lýsi yfir ánægju með vörur eða þjónustu.

Kaplakriki og Keilisvöllurinn í uppáhaldi

Bræðurnir segjast vera gegnheilir Hafnfirðingar langt aftur í aldir. Hér líði þeim vel og þess vegna voru þeir fljótir að flytja fyrirtækið í Hafnarfjörðinn. „Það er frábært að þurfa ekki að fara langar leiðir í vinnu og við kunnum vel við okkur hér á Steinhellunni. Við viljum annars gjarnan fá enn fleiri hafnfirsk fyrirtæki í viðskipti enda óþarfi að sækja vörur eða þjónustu yfir lækinn. Við erum sem dæmi með nokkrar vörur sem flestallir verslunarmenn þurfa líkt og posarúllur og hér eru þær á mjög góðu verði,“ segir Doddi og glottir. Að hans mati er það besta við Hafnarfjörðinn fólkið og smábæjarbragurinn. „Þetta er þægilegt samfélag og hér þekkja allir alla.“  

Þegar þeir eru spurðir hvort þeir eigi sér einhvern uppáhalds stað í Hafnarfirði er Doddi fljótur að nefna Kaplakrika. „Við erum miklir FH-ingar og förum oft á leiki þar bæði í fótboltanum og handboltanum.“ Bjössi kann líka vel við sig í Krikanum en segir að Keilisvöllur sé hans uppáhalds og það jafnist fátt á við það að spila golf með góðum vinum.

Íþróttir, fjölskyldan og vinnan

Þegar kemur að áhugamálum segja þeir báðir að flest þeirra áhugamál tengist íþróttum. Fótbolti, handbolti og golf séu þar á meðal. Doddi bætir þá við að stundir með fjölskyldunni og barnabörnum séu honum dýrmætar. Bjössi segir síðan að lokum að vinnan sé jafnframt visst áhugamál en þar líði honum vel og hafi gaman af.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Saltkaup

Saltkaup á Cuxhavengötu hefur verið starfandi í yfir 30 ár og er leiðandi í innflutningi og sölu á fiski- og götusalti hér á landi. Við hittum framkvæmdastjórann Hilmar Þór Hilmarsson og fengum að kynnast rekstrinum. 

Saltkaup á Cuxhavengötu hefur verið starfandi í yfir 30 ár og er leiðandi í innflutningi og sölu á fiski- og götusalti hér á landi. Við hittum framkvæmdastjórann Hilmar Þór Hilmarsson og fengum að kynnast rekstrinum. 

Fyrirtæki vikunnar

Saltkaup á Cuxhavengötu hefur verið starfandi í yfir 30 ár og er leiðandi í innflutningi og sölu á fiski- og götusalti hér á landi.

Komnir aftur til upprunans

Saltkaup var stofnað árið 1990 af saltfiskframleiðendum í þeim tilgangi að flytja inn og selja salt. Í langri sögu fyrirtækisins hafa nokkrum sinnum orðið eigendaskipti en frá árinu 2017 hefur fyrirtækið verið í eigu norska félagsins GC Rieber Salt.

„Í dag flytur Saltkaup inn og selur fiski- og götusalt en á árunum 1999 til 2019 vorum við einnig að selja mikið af umbúðum og íbætiefnum en erum aftur komin til upprunans og einbeitum okkur að saltinu,“ segir Hilmar en í ársbyrjun 2019 var fyrirtækinu skipt upp. Salt innflutningur og þjónusta er áfram undir Saltkaup en umbúðahlutinn og önnur starfsemi nú undir BEWI Iceland.

Tugir þúsundir tonna í gegnum Hafnarfjarðarhöfn

Á Cuxhavengötu er fyrirtækið með saltskemmu sem tekur allt að sex til átta þúsund tonn af salti. „Þetta er vissulega náttúruleg afurð, eða eimaður sjór, sem kemur til okkar í stórum skipum annars vegar frá Túnis og hins vegar frá Spáni. Fiskisaltið kemur aðallega frá Túnis en götusaltið fáum við enn frá Spáni,“ segir Hilmar og bætir við að öllu götusalti sé landað hér í Hafnarfirði og telji tugi þúsunda tonna á ári en fiskisaltinu sem kemur oft í sekkjum sé landað víðs vegar um landið. Þá koma að jafnaði tíu skip til þeirra á ári.

Mikil ábyrgð

Að sögn Hilmars er mjög mikið lagt upp úr því að vera með gæðavöru og góða þjónustu. Þá þurfi að  jafnaði að vera til talsverðar birgðar af salti í landinu til þess að mæta kröfum fiskverkenda sem og bæjar- og sveitarfélaga ásamt Vegagerðinni. „Það fylgir því mikil ábyrgð að vera alltaf til staðar og að eiga sem dæmi alltaf salt þegar þarf að hálkuverja götunnar og tryggja þannig umferðaröryggi á vegum landsins.“  

Hann bætir því við að það hafi orðið gríðarleg breyting í þessum geira á undanförnum árum. Það séu mun færri fyrirtæki sem eru að vinna í salt í dag. Hér áður fyrr voru næstum því saltfiskvinnslur í hverju þorpi en núna er þetta í raun alfarið í höndum fárra aðila.

Tryggir viðskiptavinir til margra ára

Hilmar segir að Saltkaup eigi marga trygga og sterka viðskiptavini. Þegar kemur að götusaltinu starfi þeir í alþjóðlegu umhverfi enda um útboð að ræða á á evrópska efnahagssvæðinu. „Bæði Vegagerðin og stóru sveitarfélögin fara í útboð þegar kemur að kaupum á götusalti og þá er vanalega gerður samningur til þriggja eða fimm ára í senn.“

Þá eru flestir stóru aðilarnir í fiskvinnslu viðskiptavinir Saltkaupa og hafa verið til margra ára. „Ég á í góðu samstarfi við Þorbjörn og Vísir í Grindavík, Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum, HSS í Keflavík sem og nokkur öflug fyrirtæki á Snæfellsnesi sem og á Húsavík. Þá eru einnig nokkrar kjötvinnslur og sláturhús sem kaupa af okkur salt sem og stór hluti rækjuiðnaðarins enda við með góða vöru,“ segir Hilmar.

Snjór og ísing skemmtileg

Aðspurður um hvað sé skemmtilegast við starfið segir Hilmar strax: „Það er skemmtilegast þegar það snjóar og er ísing á götunum. Þá veit ég nefnilega að okkar er þörf.“

Þá bætir hann við að hann hafi í raun starfað í kringum sjávarútveginn allt sitt líf og finnist gott að starfa við höfuðatvinnuveginn og það gefi honum mikið að vera í samskiptum við fólk í bransanum. „Hingað kemur líka reglulega fólk af götunni til að kaupa salt til að strá á stéttina sína eða til að drepa illgresi. Það eru líka oft skemmtilegar heimsóknir,“ segir Hilmar og brosir.  

Hafnarsvæðið aðlaðandi

Hilmar hefur starfað hjá Saltkaupum frá árinu 2009 og allan tímann verið á skrifstofunni við Cuxhavengötu. Hann segir dásamlegt að vera við höfnina enda fæddur og uppalinn við sjóinn og kann vel að meta útsýnið. „Mér líkar mjög vel við Hafnarfjörð, þetta er fallegur bær og mér finnst hafnarsvæðið aðlaðandi. Við starfsfólkið hér förum mikið á Kænuna og Tilveruna og stundum á Pulsubarinn en þegar ég fæ erlenda gesti þá verður Tilveran alltaf fyrir valinu,“ segir Hilmar og bætir við að fyrirtækið sé jafnframt duglegt að versla í heimabyggð og sækir því ýmsa stoðþjónusta í sínu nánasta umhverfi.

Handfæraveiðar, börnin og tónlist

Þegar kemur að áhugamálum segist Hilmar gjarnan verja tíma með börnunum sínum og sérstaklega afastelpunum þremur. „Vinnan er samt í raun líka mitt áhugamál. Ég fer í laxveiði en skemmtilegast af öllu er að fara á handfæraveiðar á Bakkafirði þar sem ég er fæddur og uppalinn og á í dag enn æskuheimilið ásamt bróður mínum. Ég er nefnilega landsbyggðartútta alveg út í gegn.“

Tónlist skipar einnig stóran sess í lífi Hilmars, hann spilar bæði á gítar og syngur og var sem dæmi í hljómsveitinni Hver á Akureyri á árum áður. „Enn í dag gríp ég af og til í gítarinn eða hljóðnemann í góðra vina hópi eða á vissum samkomum,“ segir Hilmar að lokum.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Sóltún öldrunarþjónusta

Sóltún öldrunarþjónusta á Sólvangi býður upp á fjölbreytta þjónustu sem skiptist annars vegar í dag-og heimaþjónustu og hins vegar í hjúkrunarheimili. Við hittum Bryndísi Guðbrandsdóttur forstöðumann dag- og heimaþjónustunnar og fengum að kynnast rekstrinum. 

Sóltún öldrunarþjónusta á Sólvangi býður upp á fjölbreytta þjónustu sem skiptist annars vegar í dag-og heimaþjónustu og hins vegar í hjúkrunarheimili. Við hittum Bryndísi Guðbrandsdóttur forstöðumann dag- og heimaþjónustunnar og fengum að kynnast rekstrinum. 

Fyrirtæki vikunnar

Sóltún öldrunarþjónusta á Sólvangi býður upp á fjölbreytta þjónustu sem skiptist annars vegar í dag-og heimaþjónustu og hins vegar í hjúkrunarheimili.

Stór vinnustaður

Fyrirtækið Sóltún öldrunarþjónusta rekur sögu sína aftur til ársins 2002 þegar Sóltún hjúkrunarheimili var stofnað en kom í Hafnarfjörðinn árið 2019 þegar það tók við rekstri Sólvangs sem áður var rekið af ríkinu.

„Það má segja að þjónustan okkar sé tvískipt. Annars vegar er það hjúkrunarheimilið þar sem Helga Sæunn Sveinbjörnsdóttir er forstöðumaður og hins vegar er það dag- og heimaþjónustan sem ég veiti forstöðu,“ segir Bryndís og bætir við að þetta sé stór vinnustaður með um 230 starfsmenn í 130 stöðugildum bara í Hafnarfirði en með starfseminni í Reykjavík, þá eru yfir 400 starfsmenn. „Hérna starfa m.a. læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, félagsliðar, djákni, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar og íþróttafræðingar ásamt almennu starfsfólki í umönnun. Þá erum við með húsumsjónarmann ásamt starfsfólki í eldhúsi og á skrifstofu þar sem mannauðsdeildin situr.“

Hafnfirðingum þykir vænt um Sólvang

Á hjúkrunarheimilinu Sólvangi eru í dag 71 íbúar og eftir opnun nýbyggingarinnar árið 2019 er öll aðstaða til fyrirmyndar. „Við finnum að Hafnfirðingum þykir vænt um sinn Sólvang og við berum mikla virðingu fyrir því. Hér er umhyggja fyrir einstaklingnum í fyrirrúmi og við reynum að skapa notalegan heimilisbrag. Markmið okkar er að mæta þörfum hvers íbúa þar sem sjálfsákvörðunarréttur hans er virtur, styrkja heimilismenn til sjálfshjálpar og auðvelda þeim að aðlagast breyttum aðstæðum.“

Þrískipt þjónusta

Dag- og heimaþjónustan sem Bryndís hefur yfirumsjón með er í raun þrískipt. „Við erum með tvískipta dagdeild hér í húsi, þá er það heimaþjónustan Sóltún Heima og það nýjasta hjá okkur er Sóltún Heilsusetur sem opnaði hér í húsi fyrir rúmu ári síðan og er nýtt og spennandi úrræði sem á sér enga hliðstæðu á landsvísu.“  

Sóltún Heilsusetur

Á heilsusetrinu fer fram létt endurhæfing sem er sérstaklega hugsuð sem fyrirbygging og lenging á því að fólk geta búið heima sem og aukning á lífsgæðum. Úrræðið er fyrir einstaklinga sem eru orðnir 67 ára eða eldri og búa á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum með  39 rúm og fólk kemur til okkar í fjórar til sex vikur í senn. Það er heimahjúkrun höfuðborgarsvæðisins og heimaþjónusta Reykjavíkur sem sækir um fyrir sína skjólstæðinga sem uppfylla skilyrði fyrir endurhæfingunni,“ segir Bryndís en dvölin er greidd af Sjúkratryggingum Íslands.

Á heilsusetrinu fer fram einstaklingshæfð þjálfun sem felst m.a. í  virkniæfingum með iðjuþjálfa, fjölbreyttri fræðslu, daglegum hópatímum í umsjón íþróttafræðings, DigiRehab þjálfun og þá hittir hver og einn sjúkraþjálfara tvisvar í viku. „Við erum með þessu úrræði líka vissulega að rjúfa félagslega einangrun sem er því miður algeng hjá eldra fólki. Eftir dvölina hér mælist marktækur munur á andlegri, líkamlegri sem og félagslegri heilsu sem er vissulega markmiðið. Þá er líka gaman að segja frá því að fólk er ákaflega ánægt hjá okkur. 96% vilja koma aftur og 88% segjast myndu mæla með dvölinni fyrir aðra,“ segir Bryndís og brosir. Þörfin á fyrirbyggingu og endurhæfingu er mikil og verður að sögn Bryndísar enn meiri í framtíðinni.  

Sóltún Heima

Heimaþjónustan sem Sóltún býður upp á er alhliða þjónustu við eldri borgara og aðstandendur sem stuðla að bættum lifsgæðum á heimilinu. Í henni felst heilsuefling í formi heimahreyfingar (DigiRehab), sveigjanleg heimaþjónusta og almenn heilbrigðisþjónusta og er í boði á höfuðborgarsvæðinu.

„Við aðstoðum við böðun, lyfjagjöf og annað sem fylgir heimahjúkrun en félagsþjónustan er einnig stór hluti af okkar þjónustu. Hún felst stundum í einfaldri viðveru sem ættingjar ná ef til vill ekki að sinna. Við gefum fólki að borða, eldum með þeim, spilum við viðkomandi eða förum með þeim til fótaaðgerðarfræðings eða á kaffihús. Við gerum í raun allt sem fólk biður okkur um svo framarlega að það sé innan skynsamlegra marka.“

Heimahreyfingin mikill gullmoli

Eitt af því sem bæði er notað í heilsusetrinu sem og í heimaþjónustunni er svokölluð heimahreyfing eða DigiRehab sem Bryndís er ákaflega ánægð með og segir að hér sé á ferðinni mikill gullmoli. „Þetta er prógramm sem er hannað af dönskum sjúkraþjálfurum og hægt er að nota bæði í gegnum síma og í Ipad. Skjólstæðingur er skimaður og fær i kjölfarið sérhæft prógramm fyrir sig sem eru vanalega sex æfingar útfærðar tvisvar í viku í 20-30 mínútur í senn. Það þarf ekki fagaðila til að sjá um æfingarnar og því getur almennur starfsmaður í heimaþjónustu eða á heilsusetrinu aðstoðað viðkomandi. Svona velferðartækni mun að öllum líkindum aukast til muna í framtíðinni þó vissulega sé mikilvægt að hugur, hönd og hjarta sé áfram til staðar í allri þjónustu,“ segir Bryndís og bætir við að reynslan í Danmörku sýni að  hægt er að spara gífurlega fjármuni með prógrammi eins og þessu þar sem það styrki fólk og minnki þörfina á félagslegri þjónustu.

Mikil virkni í dagdvölinni

Á jarðhæðinni í gamla hluta Sólvangs er í boði tvenns konar dagdvöl. Annars vegar er það almenn dagdvöl fyrir Hafnfirðinga 67 ára og eldri sem er starfsrækt alla virka daga. Þar er unnið að því að virkja fólk og virkja félagsleg tengsl. „Við erum með morgunmat, hádegismat og síðdegiskaffi. Þá er alltaf einhver dagskrá líkt og stólaleikfimi, göngutúrar, bingó, tónlist og þá er mikið spilað og prjónað. Fólk er sótt á leigubíl og flestir eru hjá okkur tvo daga í viku en við erum með 14 pláss á hverjum degi svo þetta er um 30 manna hópur sem kemur í hverri viku.“

Hins vegar er sérhæfð dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun. „Þar erum við með tólf pláss og mikil áhersla lögð á andlega, félagslega og líkamleg virkni. Þessi hópur sér sem dæmi um hænurnar okkar úti í garði en stundum blöndum við hópunum líka saman t.d. þegar við erum með bingó eða ball,“ segir Bryndís.

Þakklætið mikið

Aðspurð um hvað sé skemmtilegast við starfið segir Bryndís það vera fjölbreytileikinn en að hennar sögn er enginn dagur eins. Þá sé það þakklætið frá skjólstæðingum sem gefi henni mest. „Gleðin sem ríkir hér í húsinu er ákaflega gefandi. Það þarf svo lítið til að gleðja fólkið okkar. Eitt lítið bros getur fengið alla til að verða glaða. Þá finn ég einnig frá ættingjum að við erum að gera gagn, hjálpa og létta lífið hjá fólki.“

Fallegur hafnfirskur andi

Bryndís hefur núna starfað hér í Hafnarfirði í rúm tvö ár og segist upplifa bæinn mjög sterkt í gegnum starfið. „Þetta er svo fallegur bær og greinilega mikil samstaða meðal íbúa og þeim þykir vænt um bæinn sinn. Ég hef í rauninni aldrei unnið á eins fallegum stað, útsýnið yfir lækinn er dásamlegt og það er mikil sál á Sólvangi og hér er gott að vera,“ segir Bryndís.

Hún bætir við að þá sé ákaflega mikil nánd hér sem starfsemin á Sólvangi græði svo sannarlega á. „Við eigum í mjög góðu samstarfi við Hafnarfjarðarbæ og fáum sem dæmi reglulega heimsókn frá leikskólanum á Hörðuvöllum og frá tónlistarskólanum.  Ættingjar eru einnig mjög viljugir til þess að hjálpa til og hafa sem dæmi gefið okkur sjónvörp, tæki og tól fyrir leikfimi, pússl og sérhæft dót fyrir fólk með heilabilun. Þá hafa fyrirtæki líka reynst okkur vel og eitt sinn kom veitingastaður og grillaði handa öllum.“

Góðar bækur og helgar matseld

Þegar Bryndís er ekki í vinnunni elskar hún að lesa góðar bækur og elda góðan mat. „Já mér finnst gaman að elda en eiginlega bara um helgar þegar ég get gefið mér tíma við matseldina, þetta dagsdaglega hvað á að vera í matinn er ekki eins skemmtilegt,“ segir Bryndís og hlær og bætir við að þá stundi hún mikið útivist og mæti í ræktina og nýtur þess jafnframt að vera með fjölskyldu og vinum.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Ventum

Ventum á Borgahellu veitir ráðgjöf og selur loftskiptakerfi með varmaendurvinnslu sérstaklega fyrir heimili og minni atvinnuhúsnæði.

Ventum á Borgahellu veitir ráðgjöf og selur loftskiptakerfi með varmaendurvinnslu sérstaklega fyrir heimili og minni atvinnuhúsnæði. Við hittum byggingarverkfræðinginn og framkvæmdastjórann Eirík Á. Magnússon og fengum að kynnast rekstrinum. 

Fyrirtæki vikunnar

Ventum á Borgarhellu veitir ráðgjöf og selur loftskiptakerfi með varmaendurvinnslu sérstaklega fyrir heimili og minni atvinnuhúsnæði

Heillaður af loftgæðum

Ventum var stofnað árið 2020 en hugmyndina að fyrirtækinu má rekja aftur til ársins 2014. „Strax í verkfræðináminu heillaðist ég af öllu sem snýr að loftgæðum í húsnæði. Setningin af hverju að byggja hús sem fólki líður ekki vel í sem prófessor lét eitt sinn falla situr því alltaf í mér. Árið 2014 vann ég á verkfræðistofu og tók þátt í norsku verkefni. Þar kynntist ég Flexit loftskiptakerfinu en þar í landi er krafa um að setja upp svona kerfi í nýbyggingar. Það var þarna sem hugmyndin að eigin fyrirtæki vaknaði en það tók mig hins vegar nokkur ár að taka skrefið,“ segir Eiríkur en æskufélagi hans Karl Sigurður Sigfússon rafmagnsverkfræðingur tók einnig þátt í stofnun fyrirtækisins. Á þessu ári hefur svili Eiríks, Gísli Þór Jónsson viðskiptafræðingur tekið að sér fjármálin og Benjamín Ingi Böðvarsson, byggingatæknifræðingur hefur störf innan tíðar. Þá er fyrirtækið þessa dagana að flytja inn í nýtt húsnæði að Borgahellu 5 sem þeir festu kaup á og verið er að standsetja.

Blæs inn fersku lofti

Loftskiptakerfið sem Ventum selur er með varmaendurvinnslu sem þýðir að það blæs inn fersku lofti og sogar út loftið sem búið er að nota. Varminn úr útsogsloftinu er þá fluttur yfir í ferska loftið og því er skipt um loft í húsnæðinu án þess að tapa varma.

„Þegar það er loftlaust inni hjá okkur þá opnum við oftast gluggann, með misgóðum árangri reyndar þar sem opnanlegu fögin eru stundum of lítil. Þegar við opnum fáum við vissulega inn ferskt loft en töpum þá líka hitanum út. Með kerfinu okkar eru loftgæðin mun jafnari og veitir ferskt temprað loft í öll herbergi, allt árið um kring,“ segir Eiríkur

Teikna upp kerfin

Eiríkur segir að það sé hægt að setja upp svona kerfi í flest öll ef ekki öll hús, það sé bara misflókið. Vissulega sé auðveldast að útfæra þetta í nýbyggingum en þeir hafi einnig selt þetta í eldri hús. „Við aðstoðum fólk alltaf við val á búnaði og útfærslu. Fáum þá sendar teikningar af húsnæðinu og hefjumst handa við að reikna og teikna og velja hentugasta og hagkvæmasta kerfið. Þá gefum við tilboð í efni, útfærum og afhendum kerfið á verkstað,“ segir Eiríkur og bætir við að þeir geti einnig mælt með góðum uppsetningaraðila.

Krafa í svansvottuðum húsum

Það færist sífellt í aukanna að nýbyggingar séu svansvottaðar og sem dæmi eru vissir þróunarreitir hér í Skarðshlíðinni í Hafnarfirði þar sem fæst afsláttur af lóðargjöldum ef hús eru umhverfisvottuð. Þá er algengast að notast við svansvottunarkerfi fyrir íbúðarhúsnæði en í þannig húsum eru ýmsar umhverfisvænar lausnir og þar á meðal er krafa um að vera með loftskiptakerfi líkt og það sem Ventum selur enda sparar það orku.

Að sögn Eiríks eru nokkrir verktakar einnig farnir að setja svona kerfi í allar sínar nýbyggingar. „Þó að þetta sé ekki komið í reglugerð hér á landi, líkt og í Noregi og Danmörku sem dæmi, þá fer þetta að verða neytendakrafa og mun örugglega aukast mikið á næstu árum.“

Fjarlægir svifryk, hávaða, frjókorn og lúsmý

Aðspurður um hverjir ættu að fá sér svona kerfi segir Eiríkur að það sé gott fyrir öll hús þar sem þau fái næg loftskipti. Þá sé svona kerfi líka gott fyrir fólk þar sem það fjarlægi koltvísýringinn sem við öndum frá okkur og komi inn með ferskt loft á móti. „Þetta getur því haft mikil áhrif á svefngæði en samkvæmt fjölmörgum rannsóknum vakna flestir ekki jafn ferskir ef það er of mikið af koltvísýring í svefnherberginu. Þá fylgja kerfinu einnig síur sem koma í veg fyrir að svifryk komist inn sem er sérstaklega gott ef fólk býr nálægt þungri umferðargötu. Sían lokar jafnframt á frjókorn og lúsmý. Eitthvað hefur því verið um að sumarbústaðaeigendur sem hafa verið að berjast við lúsmý setji upp svona kerfi til að geta lokað gluggum og hurðum en fá samt ferskt loft,“ segir Eiríkur.

App fylgir kerfinu

Kerfinu fylgir app og kerfið er nettengt. „Almennt þarf ekki að vera að fikta í stillingunum, kerfið sér í raun um sig sjálft. Þó er sem dæmi hægt að stilla á að heiman ef fólk er að fara í lengra ferðalag og  þá er bara lágmarksvirkni á meðan. Þá er líka viss partýstilling ef margir eru í húsinu en þá fer kerfið á fullt. Einnig er hægt að fá ýmsa aukahluti eins og rakaskynjari, koltvísýringsnema og hreyfiskynjara sem sjá þá um að aðlaga kerfið enn betur. Rakaskynjarinn sér sem dæmi um að það myndist engin móða á speglana á baðherberginu eða þungt loft í þvottahúsinu þar sem kerfið fær skilaboð um að auka loftskiptin.“

Skemmtilegt að bæta einhverju jákvæðu inn í hús

Þegar Eiríkur er spurður hvað sé skemmtilegast við vinnuna segir hann að það séu mjög spennandi tímar fram undan. „Það er frábært að vera loksins komin í eigin húsnæði og geta tekið á móti fólki og spjallað. Það er líka svo spennandi að vera með nýtt fyrirtæki, ég er í raun að læra eitthvað nýtt á hverjum degi. Þá finnst mér samskipti við viðskiptavini vera ákaflega skemmtileg enda við að bæta einhverju jákvæðu inn í húsið þeirra,“ segir Eiríkur og bætir við að þá fái hann oft þá góðu tilfinningu að hann sé að láta gott af sér leiða.

Góð nágrannastemmning

Eiríkur hefur búið í Hafnarfirði í tíu ár, nánar tiltekið í Norðurbænum og kann ákaflega vel við sig. „Ég er giftur hafnfirskri konu sem fékk mig til að koma hingað og er ég ákaflega ánægður. Hafnarfjörður er bær og hér er allt til alls. Ég er líka sérstaklega heppinn með nágranna, þetta er blandað og gott hverfi og ég er farinn að heilsa fullt af fólki og stemmningin er góð.“

Víðistaðatúnið er í nokkru uppáhaldi en þangað fer fjölskyldan gjarnan og nýi hoppubelgurinn afar vinsæll hjá dætrunum. Fjölskyldan fer einnig gjarnan á Hvaleyrarvatn, skautar þar á veturna og hjólar eða veiðar á sumrin.

„Ég vildi gjarnan vera með fyrirtækið hér í Hafnarfirði ekki síst til að vera nálægt heimilinu en þá er líka afar hagstætt að vera með stór vöruhús hér í næsta nágrenni sem sparar tíma fyrir okkur.“

Eiríkur lengst til vinstri ásamt þeim Benjamín og Gísla

Blak, hjól og skíði

Eiríkur æfir blak með Blakfélagi Hafnarfjarðar og segist hafa kynnst mikið af frábæru fólki þar. „Ég hjóla líka töluvert á fjallahjóli, stundum til og frá vinnu, stundum með fjölskyldunni en svo er stefnan á að taka það inn í rútínuna að taka hjólapásur í vinnunni enda góðar hjólaleiðir í nágrenninu. Við fjölskyldan förum líka mikið á skíði á veturna en dæturnar æfa báðar skíði,“ segir Eiríkur að lokum.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Hólmasker

Í Hólmaskeri á Lónsbraut eru árlega um 4000 tonn af ýsu handflökuð af reynslumiklu starfsfólki. Við hittum framkvæmdastjórann Albert Erluson og fengum að kynnast rekstrinum. 

Í Hólmaskeri á Lónsbraut eru árlega um 4000 tonn af ýsu handflökuð af reynslumiklu starfsfólki. Við hittum framkvæmdastjórann Albert Erluson og fengum að kynnast rekstrinum. 

Fyrirtæki vikunnar

Í Hólmaskeri á Lónsbraut eru árlega um 4000 tonn af ýsu handflökuð af reynslumiklu starfsfólki.

Stutt saga en mikil þekking

Fiskvinnslan Hólmasker tók til starfa í nóvember árið 2021 að Lónsbraut 1 en í húsnæðinu hefur verið unnið með fisk í mörg ár. „Ég hef starfað í kringum fiskvinnslu í yfir 30 ár og ætlaði í raun að hætta þar sem mér fannst vanta tryggan aðgang að góðu hráefni en viðskipti í gegnum fiskmarkaði geta oft á tíðum verið ótrygg og erfið. Ég var samt með áhugavert rekstrarmódel í höfðinu, mjög góð tengsl og þekkingu. Á endanum fékk ég því Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum til liðs við okkur en þeir eiga 75% í fyrirtækinu og við hjónin 25%,“ segir Albert en þar með var hann búinn að tryggja sér sterkan aðgang að hráefni og samstarfið hefur gengið einkar vel.

Auka virði ýsunnar

Fyrirtækið vinnur ýsu sem Vinnslustöðin hafði áður selt óunna á markað hér á landi og til Bretlands. Hugmynd Alberts var að vinna fiskinn og búa þannig til meiri virðisauka úr því sem veitt er og nýta sína þekkingu og aðgang að markaði. „Við ákváðum því að kaupa reksturinn sem var hér áður í húsi. Þessi frábæra aðstaða var því til staðar og það sem meira er að við fengum mjög gott starfsfólk sem þekkti þessa vinnu og húsnæðið.“

Sterkir á Ameríkumarkaði

Í Hólmaskeri eru um 4000 tonn af ýsu verkuð á ári. Þessa vikuna verða þetta líklega um 80 til 100 tonn en mesta álagið er frá september til miðjan desember og síðan fer allt aftur af stað um miðjan janúar fram í apríl en sumrin eru oftast rólegri enda berst þá minna að af fiski.

Stærsti kaupandinn er High Liner Foods sem er ákaflega öflugur dreifingaraðili frosinna sjávarafurða um alla Norður Ameríku. „Þetta fyrirtæki kaupir afurðir af nokkrum íslenskum fyrirtækjum en við erum þeirra stærsti birgi. Vörurnar fara síðan frá þeim áfram til veitingastaða, hótela og mötuneyta.“  

Hólmasker er einnig með aðra kaupendur og þar á meðal nokkra sem vilja ferska ýsu sem fer þá samdægurs út með flugi. Hluti afurða þeirra fer á íslenskan markað en það er í minna lagi.

Mikil sérstaða á markaði

Aðspurður um sérstöðu Hólmaskers á markaði segir Albert að hún sé mikil. „Við vinnum eingöngu ýsu, sem er viðkvæmur fiskur. Þá handflökum við fiskinn og hann er líka handvalinn við pökkun til að tryggja sem mestu gæði.  Við erum einnig einungis með fisk veiddan í íslenskri lögsögu og því með  MSC vottun,“ segir Albert og bætir við að þá sé hann líka með ákaflega gott og reynslumikið starfsfólk en það er vissulega ekki hlaupið að því að finna góða handflakara í dag.  

Þrennir bræður, hjón og foreldrar

Hjá Hólmaskeri starfa í dag um 40 manns og margir með áralanga reynslu á bakinu. „Ég er mjög ánægður með starfsfólkið okkar sem á flest rætur að rekja til Tælands og Póllands en nýverið hófu einnig tvær konur frá Úkraínu störf hjá okkur. Þetta er vel gert fólk, duglegt, samviskusamt og jákvætt. Þá er líka mikið um fjölskyldutengsl innan fyrirtækisins. Hér starfa þrennir bræður, þar af einir tvíburar. Eiginkonur beggja tvíburana vinna einnig hér sem og sonur einna hjónanna og frændi.„

Aðspurður um hvernig gangi að fá fólk til starfa segir Albert að núna sé staðan ágæt en fyrir nokkrum árum hafi verið erfitt að finna fólk sem hafði unnið í fiski og vilji vinna í honum en þetta með viljann er ákaflega mikilvægt að sögn Alberts sem segir jafnframt að launakjör þeirra sem vinni vel séu góð.

Verðmætt starfsfólk

Húsnæði Hólmaskers á Lónsbrautinni er um 1800 fermetrar og var byggt fyrir 15 árum. Þar er öll aðstaða til fyrirmyndar og Albert segir að þetta sé langskemmtilegasta húsið sem hann hefur verið með vinnslu í. „Hefðbundnar fiskvinnslur eru í dag flestar í góðu húsnæði. Þar er ekki kalt og blautt eins og tíðkaðist áður fyrr og þá hefur allra erfiðustu störfunum verið eytt út. Aðstaða starfsfólks er jafnframt orðin miklu betri enda mikilvægt að hlúa vel að þeim sem vinni erfiðis störf. Starfsfólkið er nefnilega verðmæti fyrirtækisins sérstaklega þar sem hér er flestallt gert með höndunum.“  

Mannlegu samskiptin lærdómsrík

Þegar Albert er spurður um hvað sé skemmtilegast við vinnuna segir hann það vera að daglega gerist eitthvað nýtt þó það líti ekki endilega út fyrir það. Hann bætir við að stundum geti það reyndar líka verið það leiðinlegasta. Að borga reikninga á réttum tíma og vinna með öflugum samstarfsfélögum er að hans mati einnig skemmtilegt.

Þá finnst Alberti mannlegu samskiptin við starfsfólkið oft áhugaverð og lærdómsrík. „Ég hef í gegnum árin starfað mikið með fólki af erlendum uppruna. Þannig kynnst mismunandi menningu og viðhorfum og veit að ég þarf sem dæmi oft á tíðum að taka mið af því í samtölum við starfsfólk, enda þau með ákaflega ólíkan bakgrunn. Ég hef þroskast mikið á þessu og mistökunum hefur vissulega fækkað með árunum,“ segir Albert og brosir.

Gott að vera með rekstur í  Hafnarfirði

Albert býr í dag á Álftanesinu en er giftur Gaflara og bjó í Hafnarfirði í um tíu ár. Hann segist vera ákaflega ánægður með að vera með rekstur í Hafnarfirði, hér sé enn viss menning fyrir því að vinna fisk og þó nokkuð af fólki hér á svæðinu sem vilji vinna í fiski.

„Staðsetningin er frábær fyrir fyrirtækið, stutt í mjög margt af því sem við þurfum hérna inn í húsið. Þá er nálægðin við flugvöllinn mikill kostur,“ segir Albert sem sækir einnig ýmsa þjónustu hér í bænum eins og aðrir Álftnesingar.  

Albert ásamt Helgu Guðrúnu, dóttur sinni, sem nýverið hóf störf í Hólmaskeri

Með hjóladellu

Þegar kemur að áhugamálum þá eru hjólreiðar númer eitt, tvö og þrjú. „Ég er með algjöra hjóladellu og hún tekur núna allt plássið. Ég er í hafnfirska hjólaklúbbnum Bjarti og fer með þeim í þrjá hjólatúra á viku sem að meðaltali taka um fjórar klukkustundir og við hjólum því nokkur þúsund kilómetra á ári.“

Þá segist hann stundum fara að veiða en mun minna en áður. Ferðalög með fjölskyldunni, bæði innanlands og erlendis eru honum einnig kær. „Ég er sveitastrákur og finnst gott að komast út á land, en við fjölskyldan fórum sem dæmi núna í sumar hringferð um Vestfirði sem var ákaflega ánægjuleg,“ segir Albert að lokum.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Hraunhamar

Hraunhamar er elsta fasteignasala bæjarins og fagnar 40 ára afmæli í nóvember. Við hittum einn eigandann Helga Jón Harðarson sölustjóra og fengum að kynnast rekstrinum. 

Hraunhamar er elsta fasteignasala bæjarins og fagnar 40 ára afmæli í nóvember. Við hittum einn eigandann Helga Jón Harðarson sölustjóra og fengum að kynnast rekstrinum. 

Fyrirtæki vikunnar

Hraunhamar er elsta fasteignasala bæjarins og fagnar 40 ára afmæli í nóvember.

Saga Hraunhamars

Fasteignasalan Hraunhamar, sem dregur nafnið sitt af hafnfirska hrauninu og Hamrinum, var stofnuð árið 1983 af ellefu framamönnum í bænum. Árið 1990 buðu þeir Magnúsi Emilssyni fasteignasala og Helga Jóni Harðarsyni, sem hafði þá starfað sem fasteignasali í nokkur ár í Reykjavík, að kaupa stofuna. Magnús og Helgi slógu til og hafa átt farsælt samstarf alla tíð. Þá kom Freyja Sigurðardóttir, fasteignasali og eiginkona Helga fljótt inn í reksturinn og er fjármálastjóri fyrirtækisins í dag.

Hraunhamar var á Reykjavíkurveginum á þessum tíma en við stækkuðum hratt og fluttum okkur hingað á Bæjarhraunið árið 2003 í eigið húsnæði. Í dag eigum við allt húsið en Hraunhamar var til margra ára á tveimur hæðum öðru megin í húsinu. Síðasta árið höfum við hins vegar verið að leggja undir okkur alla neðri hæðina og gert glæsilegar breytingar á húsnæðinu,“ segir Helgi.

Dagar í lífi fasteignasala

Á Hraunhamri er mikið lagt upp úr því að veita framúrskarandi þjónusta hvað varðar sölu og kaup á fasteignum. „Við erum í flestum tilfellum að tala um aleigu fólks og því er mikilvægt að gera þetta vel. Okkur finnst einnig sérstaklega mikilvægt að gefa sér góðan tíma með unga fólkinu sem er að koma nýtt inn á markaðinn, útskýra allt vel og fara í gegnum ferlið frá upphafi til enda,“ segir Helgi.

Aðspurður hvernig hefðbundinn dagur í lífi fasteignasala sé þá segir Helgi að dagarnir séu fjölbreyttir. Helstu verkefni fasteignasala er að skoða, sýna og verðmeta fasteignir og sinna öllu sem við því kemur. „Þá erum við líka vissulega mikið að skoða fasteignir. Gefum okkur þá góðan tíma með seljenda til að fá allar nauðsynlegar upplýsingar. Stór hluti starfsins snýst jafnframt um mannleg samskipti þar sem við hittum allskyns fólk á öllum aldri. Allt þetta ferli fer að mestu leyti í gegnum síma og tölvu í dag. Sem dæmi er stór hluti kauptilboða undirrituð með rafrænni undirskrift nú til dags. Undirritun kaupsamninga fer fram hjá okkur á skrifstofunni. Rafrænar þinglýsingar á afsölum hafa þá litið dagsins ljós en er það enn í mikilli þróunarvinnu.“

Staðan á markaði

Á löngum ferli hefur Hraunhamar vissulega gengið í gegnum ýmsar hægðir og lægðir. „Já sölur geta rokkað mikið á milli ára. Það er vissulega samdráttur núna frá því i fyrra en árin þar á undan voru fín og í raun verið góð sala allt frá hruni. Það er erfitt að sjá hvernig þetta á eftir að þróast, verðbólgan er að minnka en vextir enn að hækka og það hægir vissulega á markaðnum. Ég sé í raun enga mikla breytingu á næstu mánuðum en vona að markaðurinn fari að rétta vel úr sér næsta vor,“ segir Helgi og bætir við að nýleg innspýting frá stjórnvöldum með hlutdeildarlán til unga fólksins frá HMS sé vissulega af hinu góða. Nú geti ungt fólk sem er að koma nýtt inn á markaðinn eða fólk að koma af leigumarkaði eftir lágmark fimm ár fengið vaxta- og afborgunarlaust lán fyrir um 20 – 30 % af kaupverði.

Helgi er annars ákaflega ánægður með þá miklu uppbyggingu sem á sér stað í Hafnarfirði þessa stundina og er bjartsýnn á framtíðina.

Fjölbreyttar eignir

Helgi segir að þau á Hraunhamri séu stolt og um leið þakklát fyrir að hafa fengið að aðstoða þúsundir fjölskyldna að finna draumaheimilið síðastliðin 40 ár. Þau selja þó ekki eingöngu íbúðarhúsnæði heldur líka atvinnuhúsnæði, sumarhús, jarðir og hesthús.  „Ég segi alltaf að engin eign sé of lítil og heldur ekki of stór fyrir okkur,“ segir Helgi.

Helsta markaðssvæði Hraunhamars er vissulega Hafnarfjörður, Garðabær og nágrenni en þau hafa tekið að sér sölur víðs vegar um landið. Að sögn Helga sækja Hafnfirðingar annars mikið í hafnfirskar fasteignasölur og heilu fjölskyldunnar koma alltaf aftur og aftur til þeirra en margir vilji líka helst láta sama aðilann sjá um kaup og sölu og því mikilvægt að vera með gott flæði af eignum inn í fyrirtækinu.

Gott starfsfólk

Í dag telur Hraunhamar níu starfsmenn og margir þeirra verið lengi hjá stofunni. „Okkur helst vel á starfsfólki‘‘ segir Helgi og ítrekar að hann sé ákaflega ánægður með sinn starfsmannahóp en þar á meðal er Glódís dóttir Helga og Freyju sem er löggiltur fasteignasali.

Vera innan um skemmtilegt fólk

Þegar Helgi er spurður hvað sé skemmtilegast við starfið svarar hann strax að það sé að vera innan um skemmtilegt fólk. „Lykilatriðið er annars að hafa gaman af vinnunni þá getur maður haldið endalaust áfram. Ánægðir viðskiptavinir gefa mér mjög mikið og þá veit ég líka að ég sé að gera rétta og mikilvæga hluti. Fasteignasala snýst ekki bara um fasteignir heldur líka um fólkið sem er að kaupa og selja. Ég fæ að hitta alls konar fólk á öllum aldri, en ég legg mig alltaf fram við að veita öllum góða þjónustu. ‘‘ segir Helgi sem er líka að eigin sögn fasteignasjúkur og finnist alltaf jafn gaman að fara að skoða eignir.

Gaflari

Helgi er Gaflari, fæddur á Sólvangi, alinn upp bæði í norður- og suðurbænum og var bæði í FH og Haukum. Í dag býr Helgi annars í Áslandinu og eldri dæturnar í Skarðshlíðinni, sem hann er ákaflega ánægður með.   

Aðspurður hvað sé best við Hafnarfjörðinn segir hann það vera bæjarfílinginn. „Hér þekkja allir alla eða þykjast það allavega. Mér finnst það í raun vera forréttindi að vera alinn hér upp í kringum hraunið, hamarinn og lækinn. Þá finnst mér höfnin líka vera mikilvæg en þaðan á ég margar góðar minningar. Í dag fer ég regluleg í Ásvallalaug  og stundum í Kænuna í morgunkaffið með nokkrum ekta göfflurum.“

Ef Helgi á að nefna einhvern uppáhaldsstað í Hafnarfirði yrði það að vera Hvaleyrarvatnið og í raun allt upplandið sem hann nýtir mjög vel enda á fullu í hestunum.

Hestar, golf og veiði

Þegar kemur að áhugamálum er að nógu að taka hjá Helga. Hann spilaði bæði fótbolta og körfubolta á sínum yngri árum en undanfarin ár hefur hann verið í hestunum, veiði og golfi. „Hestamennskan er í dag númer eitt, þar er ég komin í ræktun sem er ákaflega tímafrek en líka afar skemmtileg. Ég fikta aðeins við golfið en frúin er komin á kaf í það. Ég stundaði mikið veiðar fyrir nokkrum árum en þær hafa minnkað mjög mikið enda tíminn orðinn af skornum skammti. Við erum annars öll fjölskyldan saman í hestunum sem er dýrmætt og ég þakklátur fyrir að dæturnar séu miklar hestakonur,“ segir Helgi brosandi að lokum.

 

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Hafnarfjarðarhöfn

Hafnarfjarðarhöfn er samkvæmt heimildum ein elsta höfn landsins en starfsemi hennar er í dag ákaflega mikil og fjölbreytt og ýmsar framtíðarhugmyndir á teikniborðinu.

Hafnarfjarðarhöfn er samkvæmt heimildum ein elsta höfn landsins en starfsemi hennar er í dag ákaflega mikil og fjölbreytt og ýmsar framtíðarhugmyndir á teikniborðinu. Við hittum Lúðvík Geirsson, hafnarstjóra til að kynnast rekstrinum. 

Fyrirtæki vikunnar

Hafnarfjarðarhöfn er samkvæmt heimildum ein elsta höfn landsins en starfsemi hennar er í dag ákaflega mikil og fjölbreytt og ýmsar framtíðarhugmyndir á teikniborðinu.

Saga hafnarinnar

Rekja má formlega starfsemi Hafnarfjarðarhafnar aftur til ársins 1911 eða um þremur árum eftir að Hafnarfjörður fékk kaupstaðaréttindi. Skip hafa þó siglt til Hafnarfjarðar í margar aldir og höfnin ávallt verið mikil samgöngumiðstöð. Hér er traust og örugg höfn frá náttúrunnar hendi en fyrr á öldum lágu skipin á sumartíma á akkerum úti á Firðinum og siglt var með léttabátum í land.

„Þegar við fengum kaupstaðarréttindi var eitt af fyrstu verkefnum bæjarins að skipa hafnarstjórn og hefja undirbúning að byggingu hafnarmannvirkja. Til þess vantaði þó vissulega peninga og með stofnunar hafnarsjóðs 1911 var hægt að byrja innheimtu hafnargjalda af legunni og tryggja tekjur til framkvæmda og byrja að byggja upp blómlega höfn“, segir Lúðvík og bætir við að hér hafi fyrsti Gullfossinn lagst að bryggju árið 1915 enda eina hafskipabryggja landsins á þeim tíma hér í Firðinum og Hafnarfjarðarhöfn því lengi verið ákaflega mikilvæg fyrir stærri skip. Upp frá þessu hófst mikil togaraútgerð og bærinn stækkaði ört.

Umfangsmikil starfsemi

Í dag telur Hafnarfjarðarhöfn nokkrar hafnir. Fyrsta ber að nefna Flensborgarhöfn þar sem smábátarnir eru, að Óseyrarbryggju koma fiskibátarnir, farm-  og farþegaskipin leggja við Suðurbakka en við Hvaleyrarbakka liggja togarar og stærri flutningaskip. Rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunar liggja við Háabakka sem er nýjasta hafnarsvæðið. Höfnin í Straumsvík er einnig hluti af starfsemi Hafnarfjarðarhafnar en hún þjónar aðallega álverinu en þangað eru einnig gámaflutningar.   

„Við erum ein af stærstu höfnum landsins, sú fjórða stærsta í rauninni. En þá ber að taka fram að höfn er ekki bara bryggjur og hafnarbakkar. Það þarf að vera land sem fylgir fyrir umfangsmikla hafnarstarfsemi. Hér í gegn fara um milljón tonn af vörum á hverju ári, langmest í gegnum Straumsvík í tonnum, en umferðin er mest hér í Suðurhöfninni. Við fáum líka til okkar um 30-40 þúsund tonn af fiski árlega,“ segir Lúðvík en hingað koma mikið af grænlenskum togurum en einnig frá Spáni og Noregi. Hann segir að hvað varði vöruflutninga þá sé töluverður innflutningur af malarefni frá Noregi fyrir malbiks- og steypustöðvar,  olía, bensín, asfalt og salt.  Héðan sé einnig flutt út töluvert af brotajárni, mest til Spánar.

Helstu verkefnin

Aðspurður hver séu helstu verkefni Hafnarfjarðarhafnar segir Lúðvík að það sé vissulega að tryggja móttöku og þjónustu við sífellt fleiri og stærri skip. Hafnsögumenn fari ávallt um borð í stærri skipin og aðstoði skipstjóra til að tryggja að þeir komist til og frá höfninni. „Þá erum við einnig með mikla þjónustu í kringum svæðið, afgreiðum vatn og rafmagn og höldum öllu hreinu og pössum upp á öryggi,“ segir Lúðvík og bætir við að þá sé einnig mikið um ýmsa viðhaldsvinnu sem höfnin sinni að sumu leiti sjálf en kaupi aðra þjónustu út.

Mesta álagið er vanalega á vorin og í byrjun sumars. „Þegar vertíð í fullum gangi í apríl, maí og júní er nóg að gera í löndun og flutningum. Það er samt farið að teygjast aðeins á háannatímanum hjá okkur núna þegar farþegaskipunum fjölgar og verið annasamt í júlí og ágúst. Annars fer þetta reyndar að verða nokkur samfella allt árið um kring.“

Þéttur starfsmannahópur

Starfsmenn Hafnarfjarðarhafnar eru 15 talsins. Það eru hafnarverðir, hafnsögumenn ásamt starfsfólki á Starfsmenn Hafnarfjarðarhafnar eru 15 talsins. Það eru hafnarverðir, hafnsögumenn, skipstjórar og vélstjórar ásamt skrifstofufulltrúa og hafnarstjóra. „Við erum með mjög góða og trausta starfsmenn sem hafa flestir langa reynslu af störfum á sjó og við skipsstjórn.  Margir koma til okkar þegar þeir  vilja koma í land og enda gjarnan sinn starfsaldur hér. Það hentar okkur vel enda viljum við fá vana menn sem hafa verið að sigla á stórum skipum. Þetta er góður og þéttur hópur sem sinnir starfinu af mikilli festu og passar upp á öryggi. Hér ganga allir í flest störf og samheldnin mikil og ég er ákaflega ánægður með starfshópinn enda mikilvægt að hafa gott fólk,“ segir Lúðvík og brosir.

Mikil fjölgun skemmtiferðaskipa

Í sumar hefur verið töluverð aukning á komu skemmtiferðaskipa. Undanfarin ár hafa um tíu skip  komið til Hafnarfjarðar en í ár verða þau um 30 talsins og svipað verður upp á teningnum næstu árin. Hafnarfjarðarhöfn er fyrsta höfnin hér á landi sem er kom upp háspennu landtengingu fyrir stærri skip, eða í byrjun sumars 2022, en það var mjög stórt skref í umhverfismálum. „Það var tekin ákvörðun fyrir nokkrum árum í hafnarstjórn að horfa til framtíðar og okkar umhverfisstefnu og setja upp svona búnað. Þetta hefur gengið mjög vel í alla staði og við erum því stolt af þessu framtaki og sérstaklega að vera leiðandi í þessari þjónustu hér á landi,“ segir Lúðvík. Þetta hentar vel fyrir þessa stærð af farþegaskipum sem við erum að taka hér inn, en það vantar að koma upp tengibúnaði í fleiri skipum. Við tengjum einnig stærstu frystitogarna með þessum búnaði og þeim skipum fer fjölgandi sem geta tengst.

Aðspurður hvort þessa aukningu í komu skipa megi eingöngu rekja til þessara auknu þjónustu segir Lúðvík að hún hjálpi vissulega til en það sé samt bara almenn aukning á komu skipa hingað norður eftir. „Það hafa nokkur svæði lokast út af stríðsástandinu og því eru siglingar að færast meira hingað norður í haf. Áhugi fólks á norðurslóðum hefur líka aukist í tengslum við loftlagsumræður,“ segir Lúðvík en ítrekar að það sé vissulega ákveðið púsluspil að koma um 500 skipum hingað árlega sérstaklega þegar sumt fari alls ekki saman líkt og þungaflutningar og farþegaflutningar.

Framtíðaráform

Það eru ýmis stór framtíðaráform á borði hafnarstjóra. „Við þurfum nauðsynlega að stækka smábátahöfnina sem er sprungin og þá eru áform um að byggja nýja höfn í Straumsvík í tengslum við Carbfix verkefnið. Við látum okkur jafnframt dreyma um að ef það verður stækkað í Straumsvík að geta flutt mest allt af þungaflutningum þangað. Þá er stutt í iðnaðarhverfin, við léttum á höfninni hérna og getum þá einnig aukið þjónustu hér fyrir aðra aðila, bæði farþegaflutninga og viðgerðar- og viðhaldsþjónustu sem er umtalsverð hér á hafnarsvæðinu og í kringum flotkvínna og bátasmiðjurnar. Framtíðartækifærin eru því fjölmörg hjá Hafnarfjarðarhöfn.“

Lifandi starf og alltaf eitthvað nýtt

Þegar Lúðvík er spurður að því hvað sé skemmtilegast við vinnuna er hann fljótur að svara að þetta sé ákaflega lifandi starf. „Það er alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi og það að hafa nóg að gera er í raun það áhugaverðasta. Mér finnst líka gaman að takast á við ný verkefni, fá að móta framtíðina og taka þátt í spennandi uppbyggingu. Gott samstarfsfólk er líka lykillinn að því að hafa gaman í vinnunni.“

Fólkið og samfélagið best

Lúðvík er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði, er fyrrum bæjarstjóri og hefur alltaf búið hér. Hann segist eiga mikla tengingu við höfnina, var trillustrákur á sínum yngri árum og settist fyrst í hafnarstjórn árið 1986.

Það sem honum finnst best við Hafnarfjörðinn er fólkið og samfélagið. „Þó að bærinn hafi þanist út og stækkað þá erum við alltaf þorpið í þorpinu. Það gerir nálægðin og umhverfið. Við eigum saman þennan fallega og hlýlega fjörð. Þessi mikla nálægð smitast út í fólkið og það að hafa höfnina og bátana inn í miðjum bæ er það sem gerir bæinn okkar sérstakan.“

Golf, veiði, bækur og fjölskyldan

Þegar Lúðvík er ekki í vinnunni þá stundar hann gjarnan ýmsa útivist. Spilar golf, fer í stangveiði og í  göngur. „Ég nýt þess líka að lesa góðar bækur en ætli stundirnar með fjölskyldunni séu ekki þær bestu,“ segir Lúðvík að lokum.   

Myndir: Nokkrar úr safni Hafnarfjarðarhafnar, loftmyndir frá Guðmundi Fylkissyni og aðrar frá okkur í markaðsstofunni.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Katrín Þórey gullsmiður

Gullsmiðurinn Katrín Þórey er nýflutt á Strandgötuna þar sem hún hannar, smíðar og gerir við skartgripi. Við hittum Katrínu til að kynnast rekstrinum. 

Gullsmiðurinn Katrín Þórey er nýflutt á Strandgötuna þar sem hún hannar, smíðar og gerir við skartgripi. Við hittum Katrínu til að kynnast rekstrinum. 

Fyrirtæki vikunnar

Gullsmiðurinn Katrín Þórey er nýflutt á Strandgötuna þar sem hún hannar, smíðar og gerir við skartgripi.

Byrjaði mjög ung

„Ég hef verið hrifin af skartgripum síðan ég var barn. Ég perlaði hálsmen, armbönd og eyrnalokka þegar ég var 13 ára og seldi á mörkuðum og gaf líka vinkonum mínum. 16 ára fór ég á mitt fyrsta gullsmíðanámskeið í Tækniskólanum og sótti í raun fjögur námskeið hjá þeim áður en ég fór út að læra,“ segir Katrín sem lærði gullsmíði í Pforzheim í Þýskalandi og útskrifaðist þaðan árið 2018.

Hún segir að Pforzheim sé nokkurs konar gullsmíðabær, yfirleitt kallaður gullbærinn og skólinn hennar er einn af elstu gullsmíðaskólum í heimi. Eftir að hafa verið bent á skólann af gullsmiði hér heima þá setti hún sér markmið að komast inn í hann og fékk mikinn stuðning foreldra sinna við að láta þennan draum verða að veruleika fljótlega eftir stúdentsprófið.

Silfur, gull og hvítagull

Í dag smíðar Katrín hringa, hálsmen, eyrnalokka og armbönd fyrir öll kyn og er með nokkrar vörulínur í silfri en smíðar líka úr gulli og hvítagulli. „Ég byrjaði að vinna með TvisvarxTveir línuna mína þegar ég var úti í námi og þar urðu líka fyrstu hlutirnir í Lukkulínunni minni til. Lukka er í raun fjögurra smára lína og ég segi alltaf að með þeim gripum fylgi viss auka lukka. Hamraða línan mín er ein sú nýjasta en ég nota ákveðinn hamar við gerð þeirra gripa sem hafa verið ákaflega vinsælir.“ 

Þá segist Katrín einnig vera að vinna aðeins með perlur þessa dagana sem eru greinilega að koma aftur í tísku. Þá sé hún alltaf að prufa sig eitthvað áfram og gera nokkra einstaka muni og leyfir sér oft að gera eitthvað fríhendis í gulli.

Sérpantanir og viðgerðir

Hluti af starfi Katrínar er einnig að smíða skartgripi eftir sérpöntunum. „Fólk kemur til mín með alls konar hugmyndir sem ég reyni að útfæra á sem bestan máta. Sameinaði sem dæmi tvo gamla giftingahringi nýverið, gerði nefhring úr gömlu hvítagullsmeni frá viðskiptavini og síðan koma reglulega til mín strákar með hugmyndir að trúlofunarhring sem ég reyni þá að uppfylla,“ segir Katrín og brosir. Hún tekur líka gjarnan að sér ýmsar viðgerðir og gleðst yfir því að geta gert við gamla hluti. Kosturinn við gull og silfur sé nefnilega að það er alltaf hægt að endurvinna eitthvað úr því.

Genau á Strandgötunni

Fyrir nokkrum vikum flutti Katrín með smíðaverkstæðið sitt á Strandgötu 43 og er þar nú með verslun og vinnustofu ásamt Elísabet Maríu systur sinni sem er fatahönnuður og lærði í París. „Við systur vorum báðar búnar að vera með vinnuaðstöðu heima hjá okkur í nokkurn tíma þegar við tókum fyrsta skrefið í fyrra með því að leigja saman vinnustofu á Cuxhavengötu. Draumurinn var hins vegar að finna eitthvað hér í miðbænum og nú erum við mættar hingað á besta staðinn og erum alsælar.“

Vinnustofan þeirra fékk eftir töluverðar vangaveltur nafnið Genau. „Þetta var nú hálfgerður brandari okkar á milli í fyrstu en við vorum búnar að leita mikið að orði sem sameinar það að smíða og sníða. Að lokum völdum við genau, sem er eitt uppáhalds þýska orðið mitt og ég nota enn mikið. Það þýðir í raun nákvæmlega sem er einmitt eitthvað sem við þurfum að hafa að leiðarljósi í okkar starfi,“ segir Katrín ánægð.

Trúlofunar- og giftingahringar í uppáhaldi

Aðspurð um hvað sé skemmtilegast við vinnuna segir Katrín strax: „Má segja allt?“ Eftir smá umhugsun segir hún að það sé öll þróunarvinna hvort sem það sé með viðskiptavinum eða í eigin höfði. „Það er skemmtileg áskorun að prófa sig áfram og vita í raun ekki hver útkoman verði. Þá er líka ótrúlega gaman að gera trúlofunar- eða giftingahringi sem eru fólki svo ákaflega mikilvægir. Mér finnst einmitt svo fallegt hvað einn lítill hlutur getur verið stór hluti af fólki.“

Katrín bætir við að henni finnist líka gaman að gera við hluti, eitthvað sem er víst ekki alltaf raunin meðal gullsmiða. „Mér finnst svo frábært að nýta hluti áfram, keðjan er ekki endilega ónýt þó hún sé slitin.“

Sjórinn og hraunið

Katrín hefur búið í Hafnarfirði undanfarin ár en er alin upp á Álftanesinu. „Mér finnst ég samt alltaf vera hálfur Hafnfirðingur en pabbi er Gaflari og ég var mikið hjá ömmu og afa í Svöluhrauninu þegar ég var lítil.“

Það sem henni finnst best við Hafnarfjörðinn er nálægðin við allt, þá sérstaklega nálægðin við sjóinn. „Sjórinn er mér mjög mikilvægur og ég var í raun með sjó heimþrá þegar bjó í Þýskalandi,“ segir Katrín og hlær. Þá finnst henni æðislegt að geta gengið í hrauninu og uppáhaldsstaðurinn hennar í Hafnarfirði eru hraunin sem eru við Arnarhraun, þar sem hún hefur átt margar notalegar stundir og segir að þar sé sem dæmi frábært að horfa á norðurljósin.

Tónlist, jóga og göngur

Þegar kemur að áhugamálum segir Katrín að skartgripir og allt sem þeim tengist séu vissulega hennar helsta áhugamál en þá elskar hún líka að hlusta á góða tónlist.

„Ég fer líka töluvert í göngur, enda með hund sem þarf að viðra. Þá finnst mér mjög gott að gera jógaæfingar en það er mikilvægt fyrir mig í þessu starfi að passa vel upp á bakið. Þá fer ég líka gjarnan í tjaldútilegur á sumrin og nýt þess að vera í náttúrunni,“ segir Katrín að lokum.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Komdu með - ferðaskrifstofa

Komdu með ferðaskrifstofa sérhæfir sig í að skipuleggja fjölbreyttar og skemmtilegar hópa- og árshátíðaferðir út fyrir landsteinana. Við hittum Þór Bæring Ólafsson einn eiganda Komdu með til að kynnast rekstrinum. 

Hafnfirska ferðaskrifstofan Komdu með sérhæfir sig í að skipuleggja fjölbreyttar og skemmtilegar hópa- og árshátíðaferðir út fyrir landsteinana. Við hittum Þór Bæring Ólafsson einn eiganda Komdu með til að kynnast rekstrinum. 

Fyrirtæki vikunnar

Komdu með ferðaskrifstofa sérhæfir sig í að skipuleggja fjölbreyttar og skemmtilegar hópa- og árshátíðaferðir út fyrir landsteinana.

Áralöng reynsla

Félagarnir Þór Bæring og Bragi Hinrik Magnússon hafa verið ansi lengi í ferðabransanum en voru í smá pásu þegar þeir ákváðu að stofna Komdu með árið 2019. „Okkur langaði til að vera með ferðaskrifstofu sem sérhæfir sig í árshátíðarferðum og öðrum hópaferðum sem og í ferðum á tónleika eða fótboltaleiki. Við vorum hins vegar nýkomnir í gang þegar Covid skall á svo það var lítið að gera á þeim tíma en eftir heimsfaraldurinn eru allir ákaflega ferðaþyrstir og við því verið á fullu að undanförnu,“ segir Þór sem er einmitt á leið til Möltu eftir nokkra daga og Bragi nú þegar farinn þangað til að leggja lokahönd á undirbúning árshátíðar þar fyrir rúmlega 300 manna hóp.

Fjölbreyttir hópar

Markmið Komdu með er fyrst og fremst að búa til góðar ferðir fyrir hópa sem geta verið af öllum stærðum og gerðum. „Við erum aðallega að vinna fyrir fyrirtæki en einnig kóra og ýmsa klúbba líkt og Kiwanis. Hóparnir eru því allt frá 10 manns upp í 630 manneskjur sem við fórum nýverið með til Split í Króatíu. Við sérsníðum þá ferðir fyrir hvern og einn hóp en við störfum með flestöllum flugfélögum ásamt félögum sem leigja flugvélar. Við bókum líka rútur og ýmsar skoðunarferðir en áfangastaðirnir eru ansi fjölbreyttir,“ segir Þór og bætir við að Berlín, Barcelona, Köben, Dublin og Brighton séu alltaf vinsælar borgir en ef hóparnir séu mjög stórir og um leiguflug sé um að ræða séu möguleikarnir vissulega mun fleiri.  

Varðandi ferðir á tónleika og á fótboltaleiki þá ákváðu þeir félagar að færa þær ferðir yfir til Tango Travel, sem þeir eiga líka hlut í, til að geta sjálfir einbeitt sér meira að stærri hópaferðum í gegnum Komdu með. Undirbúningstími ferða getur nefnilega verið allt að eitt ár og að mjög mörgu að huga.

Veglegar árshátíðarferðir

Komdu með hefur að undanförnu verið að vinna fyrir fyrirtæki sem vilja halda veglegar árshátíðir fyrir sitt starfsfólk í útlöndum enda féllu nokkrar árshátíðir niður í Covid og ferðaþörfin því orðin mikil. „Við tökum þá oftast að okkur að sjá um ferðina alveg frá A til Ö enda betra að fá sérfræðinga í málið í staðin fyrir að vera með eitthvað starfsfólk í þessu í langan tíma. Allt starfsfólkið getur þá líka notið ferðarinnar án þess að þurfa að vera að gera og græja í ferðinni sjálfri og hafa ef til vill einhverjar áhyggjur.“ Komdu með sér þá um að panta flug og hótel, finna hentugan stað fyrir árshátíðina, panta mat, tónlist, veislustjórn auk þess að sjá um fararstjórn og skipuleggja fjölbreytt úrval skoðunarferða, allt eftir óskum fyrirtækjanna um hvernig stemmningu þau vilja hafa.

Að sögn Þórs þá fara hann og Bragi oftast með í allar stærri ferðirnar og konur þeirra gjarnan líka enda vilja þeir hafa hátt og gott þjónustustig. Í þannig ferðum eru ef til vill um tíu til tólf skoðunarferðir í boði og sem dæmi mikilvægt að passa að allir komist í réttar rútur. „Við erum líka alltaf með góða samstarfsaðila á staðnum sem þekkja alla innviðina. Þá er mjög mikilvægt að vera með allt skipulagt í þaula. Í útlöndum er oftast mun erfiðara að reyna að redda hlutum á síðustu stundu, eitthvað sem gengur frekar upp hér heima,“ segir Þór og brosir.

Öflugt tengslanet og mikið um ferðalög

Eins og áður hefur komið fram eru Þór og Bragi búnir að vera í ferðageiranum í ansi mörg ár og eiga orðið afar öflugt tengslanet. „Við förum alltaf til Berlínar í mars og London í nóvember á stóru  ferðaráðstefnurnar til að fylgjast með því nýjasta sem er í boði og efla tengsl. Þá er líka flott ráðstefna í Barcelona sem er sérstaklega fyrir hópaferðir,“ segir Þór en starfinu fylgir vissulega mikið af ferðalögum. Hann segir að þeir félagarnir fari gjarnan á staðina áður til að skoða og sjá hvort þeir henti þeirra viðskiptavinum. Eftirspurnin eftir nýjum stöðum er alltaf að aukast og þeir verða því að vera vakandi og reyna að finna nýja og áhugaverða staði.

Þór og Bragi með samstarfskonum í Split

Forréttindi að búa til draumaferðir

Aðspurður um hvað sé skemmtilegast við starfið er Þór fljótur að svara og segir að það sé að vinna með svo mikið af skemmtilegu fólki og í raun séu það forréttindi að vera að búa til draumaferðir fyrir hópa. „Það er svo gaman að sjá og upplifa gleðina hjá fólki sem er í algjörri draumaferð á skemmtilegum og spennandi stöðum. Þá eru samstarfsaðilarnir svo fjölbreyttir hvort sem það eru skipuleggjendur erlendis, skemmtikraftar eða listafólk og þá fæ ég líka að kynnast menningu þjóða á annan hátt.“

Góð stemmning í bænum

Þór hefur búið í Hafnfirði frá árinu 2006 og segir að konan sín, sem er Hafnfirðingur, hafi ekki tekið annað í mál en að búa hér. Hann segist í dag vera ákaflega ánægður með það enda sé góð stemmning í bænum. „Hér fæ ég líka alla þá þjónustu sem ég þarf, sérstaklega síðustu ár þegar  veitingastöðum hefur verið að fjölga og starfsemin í Bæjarbíó alltaf að verða betri. Ég þarf því varla að fara til Reykjavíkur sem er mikill kostur. Svo eigum við Fjarðarkaup og ég er bara voða glaður með Hafnarfjörðinn,“ segir Þór sem segir að líklega sé Víðistaðatúnið uppáhaldsstaðurinn hans í bænum en þar hefur hann mikið verið með börnunum sínum tveimur.

Íþróttir og ferðalög

Þegar kemur að áhugamálum segist Þór fylgjast mikið með flestum íþróttum og horfi líka gjarnan á bæði börnin sín keppa í fótbolta. „Þá spila ég sjálfur blak með Blakfélagi Hafnarfjarðar sem er rosa skemmtilegt og ég fer einnig í hverri viku á Helgafellið. Ferðalög eru líka stórt áhugamál og því er svona skemmtilegt í vinnunni,“ segir Þór brosandi að lokum.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

ION ráðgjöf

ION ráðgjöf veitir fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum ráðgjöf í upplýsingaöryggi og áhættustjórnun. Við hittum eigandann Jón Kristinn Ragnarsson til að kynnast rekstrinum. 

ION ráðgjöf veitir fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum ráðgjöf í upplýsingaöryggi og áhættustjórnun. Við hittum eigandann Jón Kristinn Ragnarsson til að kynnast rekstrinum. 

Fyrirtæki vikunnar

ION ráðgjöf veitir fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum ráðgjöf í upplýsingaöryggi og áhættustjórnun.

Mikil þörf fyrir ráðgjöf af þessu tagi

„Upplýsingaöryggi skiptir orðið mjög miklu máli fyrir flestalla rekstraraðila sem reiða sig á á einhvers konar gögn eða tölvukerfi. Kerfin geyma oft á tíðum mikilvægar upplýsingar og ef þær glatast getur orðið töluverður skaði. Því er mikilvægt að kortleggja áhætturnar, vita hvað geti gerst og takast síðan á við vandann út frá áhættunni,“ segir Jón Kristinn sem var búinn að vinna í upplýsingaöryggismálum til fjölda ára þegar hann ákvað í upphafi árs 2019 að fara út í sjálfstæðan rekstur.

Hann segir að þó að ákvörðunin um að gerast sjálfstæður hafi borið frekar bratt að þá vissi hann vel að það var mikil þörf fyrir þessa tegund ráðgjafar. Það var mikið upphlaup í kringum nýju persónuverndarlögin og mörgum aðilum vantaði aðstoð. „Ég vissi líka að ég hefði nálgun sem gæti virkað fyrir marga. Síðan fylgir því visst frelsi að vera sjálfstæður sérstaklega þar sem ég get í raun unnið hvaðan af úr heiminum og hef sem dæmi verið með skrifstofuna mína nokkra mánuði á Spáni.“

Aðspurður um nafn fyrirtækisins ION ráðgjöf segir hann að þetta sé bara Jón á ensku en einnig jákvætt hlaðið atóm og þegar vinkona hans stakk upp á þessu nafni var hann fljótur að stökkva til.

Fjölbreytt viðskiptasambönd

Helstu viðskiptavinir ION ráðgjafar eru smá og meðalstór fyrirtæki sem og sveitarfélög sem eru ekki komin langt í stýringu á áhættum og upplýsingaöryggi. Þau hafa hins vegar gert sér grein fyrir því að ef vissar upplýsingar eru ekki til staðar þá geta áhrifin verið mjög mikil.

Mottó ION ráðgjafar

Hann segir að viðskiptasamböndin séu mismunandi og hann geti aldrei verið að vinna fyrir mjög marga aðila í einu. „Þessa stundina er ég að sinna verkefnum fyrir sex aðila. Hjá sumum hef ég verið í langan tíma og er sem dæmi alltaf með fasta viðveru hjá þeim einu sinni í viku. Hjá öðrum kem ég inn til að aðstoða við ákveðið verkefni sem þarf að leysa. Sum fyrirtækin þekki ég því orðið vel og við tekist á við mörg vandamál saman,“ segir Jón Kristinn en flestir viðskiptavinirnir eru á höfuðborgarsvæðinu en nokkrir utan af landi. Hann segir að verandi sjálfur frá Ísafirði þá leitist hann gjarnan eftir því að vinna með fyrirtækjum af landsbyggðinni. Þar sé stundum erfitt að fá sérfræðiþjónustu en fjarskiptatæknin auðveldi það núna til muna.

Meta áhættu og vera undirbúin

Starf Jón Kristins fellst að miklu leiti í því að finna og meta áhættur. Hjálpa fyrirtækjum að greina hvað geti gerst, hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að það gerist og vera viðbúin ef eitthvað slæmt gerist eins og að missa mikilvæg gögn.

„Ef við tökum sveitarfélag sem dæmi. Mikilvægt tölvukerfi er óvirkt. Hvað gerum við þá, hvernig getur starfsfólk leyst verkefnin sín ef það ekki til staðar? Hvað gerum við ef einhver brýst inn í tölvukerfið og stelur gögnum frá okkur? Hvað ef einhver hótar að opinbera trúnaðarupplýsingar sem við búum yfir? Það er mikilvægt að vera undirbúin fyrir svona atvik en helsta verkefnið er svo vissulega hvernig við getum minnkað líkurnar á því að eitthvað af þessu gerist. Ég aðstoða því mína viðskiptavini í að skilgreina stefnur og reglur til að vinna eftir í rekstri. Búa til vinnuferla og útlista hvernig eigi að gera hlutina.“

Persónuleg ráðgjöf og valdefling

Jón Kristinn segir að það skipti sig miklu máli að veita persónulega ráðgjöf og þjónustu . „Þegar ég vinn með þér þá erum við að vinna saman og það skiptir mig máli að þú náir árangri. Ég reyni því að hafa hlutina eins einfalda og mögulegt er og leysa vandamálið á sem auðveldastan og hagstæðastan máta. Í þessum bransa er nefnilega oft verið að flækja málin mikið. Það eru mörg flókin orð og skammstafanir en að mínu mati þarf þetta ekki að vera flókið,“ segir Jón Kristinn og bætir við að hann reyni líka að veita sínum viðskiptavinum visst sjálfsöryggi og skilja eftir þekkingu þannig að viðkomandi geti haldið áfram sjálfur með verkefnið.  

Skemmtilegast að leysa vandamál

Aðspurður um hvað sé skemmtilegast við starfið segir Jón Kristinn fljótt: „Að takast á við vandamál og finna lausnir. Ég starfa mikið með fyrirtækjum og stofnunum sem vilja gera betur og eru með metnað. Mér finnst ákaflega skemmtilegt að taka þátt í að uppfylla þann metnað.“

Þá segist hann líka verða að nefna frelsið sem fylgi svona starfi sem hægt sé að vinna hvaðan af úr heiminum.

Búinn að ganga allar götur bæjarins

Jón Kristinn er Ísfirðingur en hefur búið hér í Hafnarfirði í ellefu ár. Honum finnst gott að vera við sjóinn en það sem sé í raun best við Hafnarfjörðinn sé nálægðin við allt saman. „Ég bý hér í miðbænum og það er allt í göngufjarlægð hvort sem það sé bókasafnið, kaffihúsin eða náttúran. Ég geng líka mikið um bæinn og það er mér í raun keppnismál að ganga og uppgötva einhverja nýjar götur. Ég held að ég hafi því næstum gengið allar götur bæjarins og þekki hann því orðið nokkuð vel.“

Fastagestur á bókasafninu

Þegar kemur að áhugamálum nefnir Jón Kristinn strax samveru með dætrum sínum. Þá segist hann líka vera duglegur að hreyfa sig, bæði með því að ganga en lyfti líka lóðum. Hann er fastagestur á bókasafninu og hefur gaman að því að afla sé fróðleiks og læra eitthvað nýtt. „Ég les mikið og hlusta einnig á hljóðbækur og góða tónlist,“ segir Jón Kristinn að lokum.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Pipar og Salt

Pipar og Salt, sem margir þekkja af Klapparstígnum, flutti í Hafnarfjörðinn árið 2021. Verslunin er með úrval af vönduðum nytsamlegum vörum fyrir heimilið. Við hittum Margréti Helgu Skúladóttur framkvæmdastjóra til að kynnast rekstrinum. 

Pipar og Salt, sem margir þekkja af Klapparstígnum, flutti í Hafnarfjörðinn árið 2021. Verslunin er með úrval af vönduðum nytsamlegum vörum fyrir heimilið. Við hittum Margréti Helgu Skúladóttur framkvæmdastjóra til að kynnast rekstrinum. 

Fyrirtæki vikunnar

Pipar og Salt, sem margir þekkja af Klapparstígnum, flutti í Hafnarfjörðinn árið 2021.

Verslunin er með úrval af vönduðum nytsamlegum vörum fyrir heimilið.

Flutningur í Hafnarfjörðinn

Pipar og Salt rekur sögu sína allt aftur til ársins 1987 þegar hjónin Sigríður Þorvarðardóttir og Paul Newton opnuðu verslunina á neðri hæðinni í húsinu sínu við Klapparstíg í miðbæ Reykjavíkur. Þau urðu fljótlega þekkt fyrir sérhæfðar kokka- og matreiðsluvörur, sænsku vinylmotturnar, fallegar jólavörur og margt fleira.

„Sigríður og Paul eru foreldrar Önnu Kristínar vinkonu minnar sem ákvað að kaupa verslunina af foreldrum sínum árið 2021. Pipar og Salt lokaði á Klapparstígnum árið 2015 en hafði verið starfandi sem netverslun í sex ár þar sem Sigríður tímdi ekki að hætta alveg og láta vinsælustu vörurnar af hendi. Anna Kristín var ekki heldur tilbúin að sleppa tökunum af versluninni þarna um haustið 2021 og fékk mig því með sér í lið til að sjá um daglegan rekstur,“ segir Margrét en verslunin er í dag aðallega á netinu en alla jafna með opið seinnipartinn á miðvikudögum við Hvaleyrarbraut.

Rótgrónar skandinavískar gæðavörur

Pipar og Salt býður eins og endranær upp á valdar vörur fyrir heimilið þar sem áhersla er lögð á gæði og skandinavíska hönnun. „Við erum enn með vinsælu sænsku motturnar og finnsku textílvörurnar. Trévörurnar frá Svíþjóð eru einnig á sínum stað, litlu fuglarnir og jóla- og páskavörurnar sem margir þekkja af Klapparstígnum,“ segir Margrét og bætir við að allar þessar vörur séu frá rótgrónum gæðamerkjum.

Nýjar nytsamlegar vörur

Þær vinkonur hafa farið tvisvar á vörusýningar síðan þær tóku við og komið með nokkrar nýjar og spennandi vörur. „Við viljum gjarnan vera með fallegar, gæðavörur sem eru nytsamlegar fyrir heimilið og tókst að finna nokkrar þannig á sýningunum. Finnski borðtuskuhaldarinn okkar hefur slegið í gegn og margir að kaupa uppvöskunargrind í bústaðinn. Þá fundum við flott danskt merki í skemmtilegum retro stíl og erum með veggklukkur, hraðsuðukatla, brauðkassa og vökvunarkönnur frá þeim,“ segir Margrét. Þá byrjuðu þær að selja danskar LED luktir síðasta sumar sem eru úr dufthúðuðu stáli og má bæði nota inni og úti.

Motturnar vinsælastar

Þegar Margrét er spurð að því hvað sé vinsælasta varan hjá Pipar og Salt er hún fljót að nefna motturnar. „Þetta er svo frábær vara sem hefur verið vinsæl í mörg ár. Við erum með svakalega breytt úrval, margar eru litríkar og skemmtilegar en aðrar látlausar og klassískar. Sumum má snúa við og fá þá öðruvísi mynstur og liti. Motturnar eru mjög vinsælar í eldhús og á langa ganga enda hægt að fá þær upp í fjögurra metra lengd. Þá eru margir farnir að nota þær úti á palli, í gróðurhúsin eða á svalirnar. Helsti kosturinn er þó líklega að það er svo auðvelt að þrífa þær og það má setja þær í þvottavél á 30 gráður. Fólk á motturnar því í mörg ár og þær alltaf eins og nýjar.“ Hún bætir við að þá sé einnig mögulegt að sérpanta mottur í stórum stærðum.

Miðvikudagsopnun og pop-up

Eins og áður kom fram er Pipar og Salt aðallega netverslun en er þó alla jafna með opna verslun seinnipartinn á miðvikudögum. „Við erum með lagerinn okkar á efri hæðinni á Hvaleyrarbraut 27 og á miðvikudögum tökum við upp úr kössum og stillum vörum upp fyrir þá sem vilja skoða vörur betur og versla á staðnum. Það er þá opið á milli kl. 17:00 og 18:30 og ég ítreka að við erum á efri hæðinni og því þarf að keyra upp fyrir húsið,“ segir Margrét brosir og segir að þær ætli líka að vera með páskaopnun laugardaginn 25. mars frá kl. 11:00 til 15:00.

Margrét og Anna Kristín eru líka duglegar að skella upp verslun á hinum og þessum stöðum. „Við erum oft með nokkurs konar pop-up. Vorum í Jólaþorpinu núna í desember og skelltum upp tjaldi á Thorsplani þegar það var kvennakvöld í miðbænum í haust. Síðasta sumar vorum við á markaði í Mosfellsdalnum og á hátíðinni Kátt í Kjós og ég fór líka með motturnar alla leiðina á Djúpavog. Þá vorum við líka með opið einn laugardag fyrir jól í stofunni hjá Sigríði á Klapparstígnum, eitthvað sem hún hafði alltaf gert eftir að búðin lokaði og þangað koma ávallt mörg kunnugleg andlit.“    

Aðspurð um það hvort standi til að opna verslun í framtíðinni segir Margrét að sá möguleiki sé vissulega fyrir hendi ef þær detti niður á rétta húsnæðið. „Við erum allavega opnar fyrir því og þá helst hér í Hafnarfirði enda búum við báðar hér.“

Skemmtilegar sögur

Það skemmtilegasta við starfið er að mati Margrétar fjölbreytileikinn og það að vera umvafinn fallegum vörum og hlutum. „Það er gaman að selja fallegar vörur og þjónusta ánægða viðskiptavini. Við fáum líka svo oft góð ummæli og viðskiptavini sem hafa haldið tryggð við verslunina til margra ára. Það er því ósjaldan sem við heyrum einhverjar skemmtilegar sögur tengdar Klapparstígnum, eitthvað sem er sérstaklega ánægjulegt og nærandi fyrir Önnu að heyra.“

Margrét segir að það sé líka frábært að fara með vinkonu sinni á sýningar og upplifa það sem er að gerast í hönnunarheiminum. Þær tvær eigi líka afar gott samstarf en þó Margrét sjái um daglegan rekstur taki þær allar stórar ákvarðanir í sameiningu. Þá sé Sigríður þeim líka enn oft innan handar og þær biðji ósjaldan um hennar álit.

Miðbærinn, mannlíf og höfnin

Margrét hefur búið í Hafnarfirðinum í tæp 20 ár og segir að það besta við bæinn sé miðbæjarbragurinn. „Ég hafði áður búið í miðbæ Reykjavíkur en fannst í lagi að flytja hingað því hér er mínímiðbær. Ég vil getað labbað á kaffihús og hafa mannlíf í kringum mig. Þá er höfnin mér líka mikilvæg en ég er alin upp á Djúpavogi og sjórinn og sólarlagið nærir mig.“  

Margrét segir það líka dásamlegt að hafa Hvaleyrarvatnið og Helgarfellið í næsta nágrenni en þangað fer hún mikið með hundinn sinn. Þá er VON Mathús í miklu uppáhaldi og gaman að geta rölt þangað.

Prjón, garðvinna, ferðlög og tónleikar

Þegar kemur að áhugamálum segir Margrét að þau séu smá árstíðarbundin. „Á veturna prjóna ég mikið, aðallega peysur og vettlinga, en á sumrin finnst mér æðislegt að dunda mér í garðinum og fara í göngur. Þá hef ég stundað jóga í mörg ár, bæði sem hug- og líkamsrækt, en tek stundum pásu frá því.“

Þá finnst henni æðislegt að ferðast, bæði hér innanlands eða til útlanda. „Ég er alltaf til í að fara eitthvað og við Anna dálítið verið að ferðast saman að undanförnu með eiginmönnum okkar. Þá hlustum við gjarnan mikið á tónlist og förum á tónleika,“ segir Margrét að lokum.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Hundurinn.is

Vefverslunin Hundurinn selur hágæðavörur fyrir hunda af öllum stærðum og gerðum. Við hittum eigandann Elmu Cates til að kynnast rekstrinum. 

Vefverslunin Hundurinn selur hágæðavörur fyrir hunda af öllum stærðum og gerðum. Við hittum eigandann Elmu Cates til að kynnast rekstrinum. 

Fyrirtæki vikunnar

Vefverslunin Hundurinn selur hágæðavörur fyrir hunda af öllum stærðum og gerðum.

Heillaðist af vörunum

Elma hefur átt hunda í um 35 ár og er hundaræktandi og þjálfar þá einnig fyrir hlýðnipróf. Fyrir um 15 árum kynntist hún vörum frá bandaríska merkinu Ruffwear og varð strax mjög heilluð. „Þetta eru hágæðavörur sem uppfylla öll skilyrði varðandi öryggi. Þær eru alltaf eins milli ára, upplitast ekki eða verða snjáðar og ljótar. Dóttir mín er sem dæmi að nota taum sem ég keypti árið 2008 og hann lítur enn vel út, reyndar búið að sauma hann einu sinni eftir að hundur nagaði hluta hans í sundur,“ segir Elma og brosir.

Hún ákvað því eftir langa íhugun að fara að flytja þessar vörur inn til Íslands árið 2019, stofna vefverslun og gerast umboðsaðili.

Fjölbreytt framboð

Hundaföt, beisli, hálsólar, taumar, bakpokar, skór, bæli, kælivörur, leikföng og öryggisljós eru meðal þess sem fæst í vefversluninni. „Vöruframboðið hjá Ruffwear er svo fjölbreytt, þeir hugsa fyrir öllu og eru með margar tegundir af búnaði. Hvort sem fólk er að fara að ganga með hundana niður í bæ eða upp á fjöll. Við erum sem dæmi með svefnpoka fyrir hunda sem henta vel í útilegur en veiðimenn nota líka mikið þegar hundarnir eru kaldir eftir að hafa verið í vatni. Þá erum við líka með kælivesti sem hægt er að bleyta í næsta læk og setja síðan yfir hundinn sem er búinn að hamast mikið. Það kemur þá í veg fyrir að þeir ofhitni.“

Elma segir að þá séu hálsólar og taumar líka til í mjög mörgum litum og beislin séu ákaflega vönduð og sterk. Þá er hún afar ánægð með að allar smellur séu ávallt undir efni svo þær erti ekki hundana.

Blindrafélagið og Hundabjörgunarsveitin kaupa vörur

Að sögn Elmu vinna tugir manna við þróun á vörum hjá Ruffwear og þeir með töluvert framboð á vörum sem henta ýmsum fötluðum einstaklingum en einnig sérþjálfuðum hundum. „Það er ýmislegt í pípunum hjá mér þessa dagana en bæði Blindrafélagið og Hundabjörgunarsveitin vilja fá vörur frá mér. Endurskinsvestin eru þar á meðal sem og nokkrar vörur sem henta vel í björgunarstörf svo sem sigbeisli með afar mikla toggetu og hægt er að nota ef það þarf sem dæmi að hýfa hund upp og niður úr þyrlu,“ segir Elma og er greinilega ánægð með að geta útvegað þessum félögum hágæðavörur.

Ný baðdæla sem sparar tíma

Nýverið hóf Hundurinn að selja svokallaða baðdælu sem hefur ekki verið fáanleg hér á landi áður. Helsti kostur dælunnar er að það þarf bæði lítið af vatni og sjampói þar sem um vissa hringrás er að ræða og sama vatnið notað aftur og aftur. „Það kemur mjög öflug buna út úr dælunni og því er óþarfi að nudda feldinn og þvotturinn tekur því mun minni tíma. Ég var sem dæmi alltaf hátt í 30 mínútur að baða síðhærðu Afgan Hound hundana mína en nú tekur það ekki nema um fimm mínútur,“ segir Elma ánægð.

Sérvaldar verslanir

Flestar vörur sem fást í vefversluninni má einnig fá í nokkrum sérvöldum verslunum. „Ég vil ekki vera með mínar vörur í stórmörkuðum þar sem ég tel nauðsynlegt að fagaðilar veiti þjónustu og ráðgjöf í kaupunum. Í dag fást þær því á fjórum stöðum en það er í Litlu Gæludýrabúðinni hér í Hafnarfirði, í Líflandi, hjá dýralæknum við Rauðalæk á Hellu og í Heiðarsporti á Selfossi.“

Skemmtilegast að hitta hunda og eigendur þeirra

Aðspurð um hvað sé skemmtilegast við vinnuna segir Elma að það sé að geta boðið fólki upp á þessa gæðavörur sem hún viti að muni endast til margra ára. „Þá er ákaflega gaman að fá að hitta ólíka hunda og eigendur þeirra en ég keyri mikið út vörur hér á höfuðborgarsvæðinu. Þá finnst mér einnig gott að geta þjónustað fólk á landsbyggðinni við að setja vörur til þeirra í póst eftir að hafa ef til vill veitt þeim þjónustu í gegnum vefinn eða í síma.“

Hafnarfjörðurinn hjartastaður Íslands

Elma er fædd og uppalin hér í Hafnarfirði og segir að Hafnarfjörður sé hjartastaður Íslands. „Ég hef verið töluvert á ferðalögum í gegnum tíðina en finn alltaf að hér í Hafnarfirði líður mér best.“

Hellisgerði og Hamarinn eru í miklu uppáhaldi. „Hamarinn var leiksvæðið okkar krakkanna þegar ég var lítil, dásamlegur staður, útsýnið stórkostlegt og þar er líka fullt af felustöðum. Í dag fer ég gjarnan með barnabörnin mín, sem eru orðin 17 talsins, í Hellisgerði eða upp á Hamar,“ segir Elma og brosir.

Hún bætir við að þá þyki henni líka gaman að ganga í kringum Lækinn, þar sé svo mikið og fallegt fuglalífið. Henni finnst bærinn líka vera ákaflega vel snyrtur og er hrifin af hjörtunum fallegu þar sem barnabörnin vilja gjarnan fá að taka myndir.

Hundar, hestar, sveitin, prjón ofl.

Þegar kemur að áhugamálum þá eru það vissulega hundar en einnig hestar. „Það er líka mjög skemmtilegt að fara með fósturbörnin þrjú og barnabörnin í bústaðinn okkar, þá eru hundarnir og hestarnir með í för þar sem við erum með stórt land.“

Elma segist líka mála töluvert af akrýlmyndum en notar gjarnan olíu og eld og fær þá vissa áferð á myndirnar. Hún segist líka prjóna heilmikið og var með fatalínu í Rammagerðinni fyrir nokkrum árum. „Ég seldi þá sjöl, kjóla og peysur undir mínu nafni en síðan varð þetta bara orðið of mikið að ég ákvað að hætta. Núna prjóna ég aðallega vettlinga og sokka á barnabörnin,“ segir Elma að lokum.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Járnlist

Járnlist á Breiðhellu er ákaflega vel búið fræsivélum og rennibekkjum og smíðar mikið af íhlutum. Við hittum eigandann Karl Lund til að kynnast rekstrinum. 

Járnlist á Breiðhellu er ákaflega vel búið fræsivélum og rennibekkjum og smíðar mikið af íhlutum. Við hittum eigandann Karl Lund til að kynnast rekstrinum. 

Fyrirtæki vikunnar

Járnlist á Breiðhellu er ákaflega vel búið fræsivélum og rennibekkjum og smíðar mikið af íhlutum.

Á Breiðhellu frá upphafi

Járnlist hefur verið starfandi frá árinu 2015 en þá var Karl, sem er vélvirkjameistari, búinn að vinna í nokkuð mörg ár í geiranum og vildi gjarnan fara í sjálfstæðan rekstur. „Ég fékk strax nokkra viðskiptavini en ég var líka að taka smá séns, sem ég sé alls ekki eftir í dag,“ segir Karl og bætir við að ánægðir viðskiptavinir séu besta auglýsingin. „Ég legg mig líka fram við að veita góða þjónustu og að redda hlutum á sem bestan og þægilegasta máta.“

Verkstæðið, sem hefur allt frá upphafi verið í húsnæðinu á Breiðhellu, er vel búið fræsivélum og rennibekkjum og tekur að sér alla almenna járnsmíði en er einnig í ýmissi sérsmíði og  fjöldaframleiðslu. Þá er Karl töluvert í CAD teiknivinnu og hönnun.

Önnur verkstæði í viðskiptum

Þegar Karl er spurður um helstu viðskiptavini þá segir hann þá vera marga en hann vinni einna mest fyrir önnur iðnfyrirtæki og jafnvel aðrar járnsmiðjur. „Ég er með vissar vélar sem önnur verkstæði eru ekki með og þau koma þá til mín með ákveðin verkefni. Ég smíða sem dæmi mikið fóðringar, legufóðringar, skipti út íhlutum í færiböndum og var nýverið að klára að smíða 1000 stykki af litlum töppum fyrir stóla.“ 

Mikilvægt að finna lausnir

Karl segir að mikilvægur hluti starfsins sé að finna lausnir. „Hingað koma oft aðilar með einhver brotin eða bogin stykki sem þarf að laga á sem einfaldastan máta. Þá vantar stundum varahluti í vélar eða tæki, sem erfitt er að fá eða biðtíminn of langur. Það var mikið um það í Covid og ég smíðaði því ýmsa varahluti á þeim tíma og í raun má segja að það hafi aldrei verið eins mikið að gera og þá.“

Fylgist vel með allri þróun

Aðspurður um sérstöðu Járnlistar segir Karl að það séu vissulega vélarnar og hans hugvit. „Ég er mjög áhugasamur og fylgist vel með því sem er að gerast í þessum geira. Það er mikil þróun á vélum og teikniforritin eru reglulega uppfærð. Ég horfi mikið á ýmis myndbönd og kynningar til að halda mér á tánum og vera samkeppnishæfur,“ segir Karl sem keypti nýja fræsivél á síðasta ári og er með markmið um að endurnýja rennibekkinn áður en langt um líður.

Fjölskyldufyrirtæki

Járnlist er fjölskyldufyrirtæki að því leiti að mamma Karls sér um bókhaldið og faðir hans þrífur oftast verkstæðið um helgar. „Hluti stórfjölskyldunnar kom einnig að því að finna nafn á fyrirtækið á sínum tíma. Mamma bauð í lambalæri og ís og þegar allir voru orðnir mettir rifum við upp orðabókina og létum hugann reika. Þá kom nafnið Járnlist upp og allir sammældust um að það væri flott. Ég vildi hafa nafnið einfalt og létt og Vélsmiðja Karls Lunds kom alls ekki til greina,“ segir Karl og brosir.

Fjölbreytileikinn skemmtilegastur

Fjölbreytileikinn er það skemmtilegasta við starfið að sögn Karls. „Dagarnir verða oft öðruvísi en ég held og það hefur nokkrum sinnum komið fyrir að ég ætli að hætta snemma en þá dettur eitthvað akút verkefni inn og ég vinn langt fram á nótt. En það eru samt oft þannig verkefni sem eru skemmtileg, að þurfa að leysa einhver vandamál og finna lausnir. Mér finnst þetta áhugaverður heimur og það að fylgjast vel með drífur mann áfram.“

Líflegt iðnaðarsvæði

Karl er ákaflega sáttur við að vera með fyrirtækið sitt á Breiðhellu en hann keypti húsnæðið strax árið 2015. „Þetta er ákaflega líflegt iðnaðarsvæði, flestar mínar efnissölur eru nálægt og það hefur orðið mikil jákvæð breyting undanfarin ár. Ég vona að Hafnarfjörður hlúi vel að svæðinu í framtíðinni og hingað komi enn fleiri flott fyrirtæki sem munu skapa atvinnu í framtíðinni,“ segir Karl sem býr ekki í Hafnarfirði en segist sækja ýmsa þjónustu í bæinn.

„Ég fer reglulega á Kænuna og þegar ég er búinn að skila af mér góðu verki skrepp ég gjarnan á Vesturbæjarís og nýt þess að keyra um þennan fallega bæ.“

Heimilið, hundurinn og Willis

Þegar Karl er ekki í vinnunni þá segist hann oft vera að dytta að ýmsu heima fyrir til að halda húsinu sínu fínu. „Þá fer ég líka mikið út að ganga með hundinn minn og hef gaman að því að þjálfa hann upp. Það hefur gengið það vel að frænka mín, sem er sálfræðingur, hefur fengið hann lánaðan til að hjálpa fólki sem er hrætt við hunda.“

Þá segist Karl eiga gamlan Willis jeppa sem hann hafi keypt fyrir nokkrum árum og ætli sér að gera upp. „Þetta var gamall draumur og þegar ég sá Willis frá mínu fæðingarári til sölu stóðst ég ekki freistinguna og keypti hann. Nú þarf ég bara að finna tíma til að gera hann glæsilegan að nýju,“ segir Karl að lokum.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Faðmur jógastúdíó

Faðmur jógastúdíó í St Jó sérhæfir sig í jóga fyrir verðandi og nýbakaðar mæður ásamt endurnærandi jógatímum fyrir þreytta foreldra. Við hittum eigandann Jenný Maggý Rúriksdóttur til að kynnast rekstrinum. 

Faðmur jógastúdíó í St Jó sérhæfir sig í jóga fyrir verðandi og nýbakaðar mæður ásamt endurnærandi jógatímum fyrir þreytta foreldra. Við hittum eigandann Jenný Maggý Rúriksdóttur til að kynnast rekstrinum. 

Fyrirtæki vikunnar

Faðmur jógastúdíó í St Jó sérhæfir sig í jóga fyrir verðandi og nýbakaðar mæður ásamt endurnærandi jógatímum fyrir þreytta foreldra.

Stundað jóga í mörg ár

„Ég hef haft áhuga á jóga í mjög mörg ár og stundað það reglulega. Var meðal annars í meðgöngujóga þegar ég var ófrísk sem gerði mér mjög gott. Eftir að hafa átt þrjú börn ákvað ég því árið 2019 að fara í jóganám, í raun bara fyrir sjálfa mig,“ segir Jenný.

Hún komst hins vegar fljótt að því að hún vildi kenna jóga, miðla áfram öllu því sem hún hafði lært. Þá fannst henni einnig að það vantaði meira framboð hér í Hafnarfirði, þá sérstaklega þegar kom að meðgöngujóga. Jenný ákvað því að bæta við sig meðgöngujóganámi og hóf síðan samstarf við stöllurnar í Yogahúsinu í St Jó og sér nú um meðgöngu og mömmuhlutann í þeirra framboði.

Faðmar að sér foreldra

Markmiðið hjá Faðmi jógastúdíó er að faðma að sér foreldra og fólk á barneignaraldri með nærandi tímum. Framboðið er því nokkuð fjölbreytt og verður ef til vill enn víðtækara í framtíðinni. „Núna er ég með meðgöngujóga tvisvar í viku, meðgöngusund þrisvar í viku, þá er mömmujóga námskeið tvisvar til þrisvar á önn og svokallað Restorative jóga námskeið einu sinni til tvisvar á önn. Þá er ég reglulega með svokallaða kvennahringi og að bæta við dáleiðslutímum. Ég er líka að þróa vissa paratíma og tíma fyrir fólk sem er að kljást við frjósemisvanda. Það er því ýmislegt spennandi í gangi og allt gert til að faðma fólk að sér á þessum mikilvæga en jafnframt krefjandi tíma,“ segir Jenný og brosir.

Jóga styrkir hugann

Að sögn Jennýjar er ávinningur þess að stunda meðgöngujóga fyrir barnshafandi konur afar mikill. Það gefur þeim styrk til að takast á við fæðinguna og komandi tíma bæði andlega og líkamlega. Í hverjum tíma eru gerðar ljúfar en kröftugar æfingar en hugleiðsla, slökun, fræðsla og öndunaræfingar eru einnig mikilvægur þáttur. „Við gerum sársaukann að vini okkar, setjumst til að mynda á tærnar, sem er ekki þægilegt, til að styrkja hugann, aukum áræðni og stefnum á að koma inn í fæðinguna með hugsunina ég get þetta.“

Sundið styrkir

Eftir að hafa kennt meðgöngujóga í tæpt ár byrjaði Jenný árið 2021 með meðgöngusund í Suðurbæjarlauginni sem fékk strax mjög góðar viðtökur. „Í sundinu er meiri áhersla á líkamlega heilsu. Við gerum æfingar fyrir djúpu kviðvöðvana og grindarbotninn sem er sérlega mikilvægt á meðgöngunni og hjálpar til við endurheimt eftir fæðingu. Ég kenni líka öndunaræfingar sem henta vel í fæðingu. Þá er alltaf slökun í lokin eins og í meðgöngujóga, en slökun er í raun mikilvægasta staðan á meðgöngu og við sleppum henni því aldrei.“

Fyrst um sinn var meðgöngusund í boði einu sinni í viku en nú er hægt að velja um þrjá tíma í viku. Flestir mæta einu sinni til tvisvar í viku og kaupa þá nokkrar vikur í senn.

Undirbúningur fæðingar

Bæði meðgöngujóga og meðgöngusund er ákaflega góður undirbúningur fyrir fæðingu. En Jenný hefur einnig verið að bjóða upp á svokallaða Kvennahringi. „Þetta er í raun einföld aðferð þar sem við einfaldlega sitjum í hring og spjöllum. Bæði fáum við tækifæri til að tala um það sem okkur liggur á hjarta og að hlusta á hinar konurnar segja frá upplifun þeirra. Ef umræðuefnið er sem dæmi meðganga getur þemað verið líðan á meðgöngu, stuðningur maka á meðgöngu og svo framvegis. Þetta eru alltaf ákaflega góðar og gefandi stundir,“ segir Jenný og bætir við að þá sé hún einnig nýbyrjuð á því að veita dáleiðslumeðferð í tengslum við fæðingu og meðgöngu sem hjálpar til við að draga úr kvíða, stjórna sársauka og stuðla að ró í líkama og huga í fæðingunni.

Næring fyrir þreytta foreldra

Nýbakaðar mæður eru líka velkomnar í Faðm jógastúdíó í mömmujógatíma. Þangað koma margar konur sem voru áður í meðgöngujóga eða meðgöngusundi hjá Jenný en líka ný andlit. Þar er lögð sérstök áhersla á að koma grindarbotninum í lag en líka gerðar skemmtilegar æfingar með barninu sem fær einnig nudd og þá er gjarnan dansað og sungið.

Þreyttir foreldrar geta þá einnig mætt í svokallað Restorative jóga þar sem áhersla er lögð á að róa taugakerfið og ná í orku eitthvað sem er að sögn Jennýjar sérstaklega gott fyrir vansvefta og þreytta foreldra.

Gefandi að geta hjálpað 

Aðspurð um hvað sé skemmtilegast við starfið segir Jenný að það sé að hitta allar dásamlegu konurnar og litlu krílin þeirra. „Það að eiga samskipti við fólk og geta hjálpað því bæði líkamlega og andlega á þessum krefjandi tíma er ákaflega gefandi.“ Hún bætir við að þá sé líka gaman að læra eitthvað nýtt og hún sé stöðugt að bæta við þig enn meiri þekkingu til að geta miðlað henni áfram og gert faðminn enn betri.

Suðurgatan frábær

Jenný hefur nánast alla tíð búið á Suðurgötunni.  Þar ólst hún upp og býr þar í dag aðeins nokkrum húsum frá æskuheimilinu þar sem foreldrar hennar búa enn. „Suðurgatan er frábær og dásamlegt að geta gengið í vinnuna hér í St Jó og í Suðurbæjarlaugina.“

Það sem Jenný finnst annars best við Hafnarfjörð er hversu lítið og samheldið samfélagið er. Hafnarfjörður er að hennar mati lítið bæjarfélag með stórborgarbrag. „Hér er allt í alls, gott að ala upp börn og nálægðin við mömmu og pabba og tengdó er líka mikils virði. Ég er gift Hafnfirðingi, við vorum bæði í Öldutúnsskóla og held að við eigum alltaf eftir að eiga heima hér, nema að við flytjum aftur til útlanda, þá líklega aftur til Frakklands,“ segir Jenný og glottir.  

Frakkland, hestar og fjölskyldan

Þegar kemur að áhugamálum þá elskar Jenný Frakkland og frönsku. Hún segist ekki vita almennilega hvaðan sá áhugi komi. „Ég var kannski frönsk í fyrra lífi. Ég valdi allavega frönsku í Flensborg og fannst hún alltaf mjög skemmtileg. Hef líka tvisvar farið í málaskóla til Frakklands og búið þar í nokkra mánuði hverju sinni og núna nota ég Duo Lingo til að halda frönskunni við.“      

Þá finnst Jenný líka ótrúlega gaman að fara á hestbak en hún átti einn gamlan hest í sveitinni hjá frænku sinni sem lítil stelpa og vinnur í dag að markaðsmálum hjá hestaþjónustufyrirtæki. „Annars eru samverustundir með fjölskyldunni mér ákaflega mikilvægar og nóg að gera á stóru heimili,“ segir Jenný að lokum.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

SVART hönnunarstofa

Hjá Svart hönnunarstofu í Fornubúðum á sköpunargleðin sér engin takmörk. Við hittum eigandann og grafíska hönnuðinn Ólöfu Erlu Einarsdóttur til að kynnast rekstrinum. 

Hjá Svart hönnunarstofu í Fornubúðum á sköpunargleðin sér engin takmörk. Við hittum eigandann og grafíska hönnuðinn Ólöfu Erlu Einarsdóttur til að kynnast rekstrinum. 

Fyrirtæki vikunnar

Hjá Svart hönnunarstofu í Fornubúðum á sköpunargleðin sér engin takmörk.

Dreymdi um að reka eigið fyrirtæki

Hönnunarstofan var stofnuð þann 1. ágúst árið 2017 en þá var Ólöf búin að vinna til fjölda ára við auglýsingahönnun, markaðssetningu og myndvinnslu m.a. hjá RÚV og Nova en dreymdi alltaf um að vera með sitt eigið fyrirtæki. „Það tók mig nokkuð langan tíma að þora en árið 2017 fann ég að ég var tilbúin og tók loksins skrefið. Ég hafði þá lengi verið að vinna í nokkrum verkefnum meðfram vinnu og því strax með einhverja örugga viðskiptavini sem hjálpaði vissulega mikið til í ákvörðunartökunni,“ segir Ólöf.

Svart í uppáhaldi

Þegar kom að því að gefa stofunni nafn kom svart strax upp í hugann og sú hugmynd vildi alls ekki fara. „Svart er uppáhaldsliturinn minn og líka grunnlitur í öllu prenti og hann er bara í öllu í raun og veru. Ég er sjálf alltaf í svörtu og vildi eiga fyrirtæki sem heitir Svart, sitja við svart borð á svörtum stól og vinna hugmyndir og pæla.“ Svart hönnunarstofa varð því niðurstaðan og Ólöf alsæl með nafnið.

Hönnun, myndataka, auglýsingagerð ofl.

Hjá Svart er unnið allt frá hugmyndavinnu til lokaafurðar og því fellst m.a. hönnun, myndataka, myndvinnsla, auglýsingagerð, mynd- og myndbandavinnsla, hreyfimyndagerð, sjónvarps-og vefauglýsingar, skiltagerð og umbrot á bæklingum og geisladiskum. Þá tekur Svart einnig að sér viðburðahönnun, sviðsgrafík og í raun vinnslu alls markaðsefnis.

„Myndataka og myndvinnsla er að mínu mati gríðar mikilvæg þegar kemur að auglýsingavinnslu og ég er því með mitt eigið stúdíó og tek mikið af myndum. Segi stundum að ég sé listakona með myndavél þar sem ég tek líka mikið af myndum fyrir mín eigin myndlistarverk. Ég smelli af og fer síðan og vinn myndirnar í tölvunni, pússla þar oft mörgum myndum saman,“ segir Ólöf og brosir.

Sigga Beinteins, Friðrik Ómar og Páll Óskar

Svart hefur á undanförnum árum unnið töluvert fyrir tónlistarmenn en að sögn Ólafar má að vissu leyti rekja upphafið að því samstarfi til myndlistarverka hennar sem sýna mikla ævintýraveröld sem hún nýtti líka að vissu leiti í starfi sínu á RÚV og vöktu þar athygli.

„Á RÚV kynntist ég líka töluvert af tónlistarfólki sérstaklega í tengslum við vinnu mína fyrir Söngvakeppnina og Eurovision. Þar vann ég mikið í grafík á sviðinu og fékk meðal annars þann heiður að vera partur af atriðinu hennar Gretu Salóme í Eurovision 2016 en sviðsgrafíkin þar var sannkallað listaverk unnið af flottum hópi. Það árið fékk ég því einnig að fara með á keppnina og upplifa hana beint í æð en ég elska Eurovision sérstaklega alla flottu grafíkina,“ segir Ólöf.

Undanfarin ár hefur hún því mikið unnið með Siggu Beinteins og Friðriki Ómari en einnig Páli Óskari, Heru Björk, Eyþóri Inga og Dimmu. „Það er ótrúlega gaman að vinna með tónlistarfólki. Með því fær maður að skína og gera villtar og skemmtilegar hugmyndir. Sköpunargleðin á sér þá engin takmörk, kannski sérstaklega þegar maður vinnur með Páli Óskari,“ segir Ólöf og hlær.

Hún nefnir að þegar hún er að vinna með Siggu Beinteins sem dæmi að jólatónleikum hennar er það í hennar höndum að hanna allt þema og útlit í kringum tónleikana. Hún tekur allar myndir, gerir auglýsingar fyrir vef og sjónvarp, hannar aðgöngumiðana en einnig alla grafík á sviðinu sem breytist oft fyrir hvert einasta lag. Þetta sé því vissulega mikil vinna og mikilvægt að skipuleggja sig vel.


Bæklingar, umbúðahönnun, vörumerki ofl

Verkefni Svart eru annars mjög fjölbreytt og þegar okkur bar að garði lágu fyrir verkefni fyrir Flensborgarskóla og hönnun á nýjum umbúðum á vistvænum garðáburði. „Ég hef unnið fyrir ótrúlega mörg fyrirtæki og má þá kannski helst nefna nágranna mína í Sign en einnig Lyfju, Fréttablaðið, LS Retail og Stálvík. Ég hef í raun aldrei auglýst þjónustu mína heldur eru það bara ánægðir viðskiptavinir sem eru mín besta auglýsing og þá detta alltaf inn ný og ný verkefni.“

Vinnur við það sem hún elskar

Aðspurð hvað sé skemmtilegast við starfið er Ólöf fljót að nefna hversu fjölbreytt það sé. Hún vinni við það sem hún elski, sem séu mikil forréttindi. „Ég er listakona og hönnuður og vinnan er því einhvern veginn miklu meira en starfið mitt. Hún er einhvern vegin bara ég og fyrir hana er ég ákaflega þakklát.“ Þá segir Ólöf að það sé líka mjög skemmtilegt að byrja á einhverju og vita ekki alveg hvernig það muni enda en sjá verkið síðan klárast.

Komin heim í Hafnarfjörðinn

Fyrstu tvö ár ævi sinnar bjó Ólöf í Hafnarfirði en var líka mikið hér alla sína barnæsku. „Afi og amma byggðu Mosabarð 12 og þar var ég mjög mikið, fannst alltaf gott að koma þangað. Afi minn var annars Konni sem vann í Dröfn í 40 ár og líklega kannast margir Hafnfirðingar við hann.“

Hönnunarstofan flutti í Hafnarfjörðinn árið 2019 en þá hafði Ólöf verið að vinna mikið með Inga í Sign og þegar rýmið á móti honum í Fornubúðum var laust var hún ekki lengi að hoppa á það. „Mér fannst strax frá upphafi frábært að vinna hér, dásamlegt útsýni og einhver góður andi og ófáir viðskiptavinir eru yfir sig hrifnir þegar þeir koma hingað til mín. Þegar við hjónin vorum að leita okkur að nýju húsnæði árið 2021 kom þá einhvern veginn ekkert annað til greina en að flytja í Hafnarfjörðinn,“ segir Ólöf og bætir við að henni finnist hún núna vera búin að átta sig á hvar hún eigi í raun heima og það sé í Hafnarfirðinum.

„Ég elska jólabæinn, VON og Litla Gallerý. Hér er líka einhvern veginn allt til alls og stutt í allt sem er frábært.“

Málar, gengur og les í tarotspil

Þegar kemur að áhugamálum segist Ólöf vera dugleg að mála og teikna. Fjallgöngur og hlaup séu líka eitthvað sem veiti henni orku og nefnir í því samhengi að gott sé að hafa fallega náttúru hér við bæjarmörkin eins og Helgafellið, Ástjörnina og Hvaleyrarvatn.

Að lokum nefnir Ólöf að þá sé hún líka smá norn í sér og lesi gjarnan í tarotspil og trúi á orkuna í heiminum. „Mín trú er náttúran, ástin, fjölskyldan og vináttan,“ segir Ólöf brosandi að lokum.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Vegvísir ráðgjöf

Vegvísir ráðgjöf veitir fjölþætta þjónustu sem felur í sér ráðgjöf, stuðningsviðtöl, meðferð og fræðslu. Við hittum eigandann Katrínu G. Alfreðsdóttur félagsráðgjafa og fjölskyldufræðing til að kynnast rekstrinum.

Vegvísir ráðgjöf veitir fjölþætta þjónustu sem felur í sér ráðgjöf, stuðningsviðtöl, meðferð og fræðslu. Við hittum eigandann Katrínu G. Alfreðsdóttur félagsráðgjafa og fjölskyldufræðing til að kynnast rekstrinum. 

Fyrirtæki vikunnar

Vegvísir ráðgjöf veitir fjölþætta þjónustu sem felur í sér ráðgjöf, stuðningsviðtöl, meðferð og fræðslu

Úr fluginu í félagsráðgjöf

Vegvísir ráðgjöf tekur á móti einstaklingum, pörum og fjölskyldum sem eru að takast á við persónulegan eða  félagslegan vanda eða eiga í erfiðum samskiptum. Einnig þeim sem hafa tekist á við áskoranir lífsins og vilja auka vellíðan sína. Vegvísir ráðgjöf hefur verið starfandi frá árinu 2015 og var með aðsetur á Strandgötunni þangað til fyrr í þessum mánuði þegar skrifstofan flutti á Reykjavíkurveginn.

„Ég var búin að starfa sem flugfreyja í 30 ár árið 2007 þegar ég ákvað að fara í nám samhliða starfi og valdi félagsráðgjöf.  Flugið var hætt að næra mig og efla eins og það gerði áður og mig langaði að gera eitthvað annað. Það er svo skemmtilegt að félagsráðgjafarstarfið og flugfreyjustarfið eru alls ekki svo ólík störf þar sem við erum að þjóna fólki og leggja okkur fram við að mæta þörfum hvers og eins“ ,“ segir Katrín sem kláraði námið árið 2012 og fór í kjölfarið að starfa á geðdeild Landspítalans með fluginu. Hana þyrsti þó í enn meiri fróðleik og fór því að læra fjölskyldumeðferð hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og að því loknu lá leiðin í Háskólann á Akureyri í nám um afleiðingar áfalla. Þegar hún kláraði á Akureyri ákvað Katrín að stofna Vegvísir ráðgjöf, sérstaklega þar sem það hentaði betur að vera í sjálfstæðum rekstri og geta skipulagt tímann sinn sjálf þar sem hún var á þessum tíma  enn að starfa sem flugfreyja.

„Það var ekki fyrr en árið 2017 sem ég hætti endanlega í fluginu eftir 41 ár en þá slasaði ég mig og var þetta því í raun sjálfhætt. Í dag er ég afar þakklát fyrir það og finnst það mikil gæfa að geta einbeitt mér að ráðgjafastarfinu og tel það líka vera mikil lífsgæði að geta skipt alveg um starfsferil á sextugsaldri.“

Tekur að sér erfiðu málin

Katrín vinnur samkvæmt áfallamiðaðri nálgun og hefur allt frá upphafi  verið í erfiðum og flóknum málum. „Barnaverndarnefndir flestra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu senda til mín mikið af málum en þá er það mitt að vinna með foreldrum sem vilja styrkja sig í foreldrahlutverkinu og efla tengsl foreldra og barna.  Þá hef ég  að undanförnu unnið með flóttafólki og þeim sem eru að óska eftir alþjóðlegri vernd. Þau mál koma þá til mín í gegnum Hafnarfjarðarbæ þar sem er samræmd móttaka flóttafólks. Þessi mál geta verið afar flókin þar sem einstaklingar og fjölskyldur eru komnar langt að og eiga erfiða áfallasögu að baki. Menningarmunur getur verið mikill ásamt tungumálaerfiðleikum. Sem betur fer er góð og fjölbreytt túlkaþjónusta í boði hér á höfuðborgarsvæðinu sem getur leyst þann vanda en á sama tíma getur það verið flókið að vinna málin í gegnum túlk.“  

Hún segir að strax í námi sínu hafi hugurinn stefnt á að vinna í svona erfiðum og flóknum málum. Hún var því alltaf að leita sér aukinnar þekkingar og sérhæfa sig í þeim. Verkefnin hafa svo í gegnum árin bara komið í fangið á henni. Þar á meðal eru fjölbreytt mál sem tengjast vímuefnavanda  og þeim vanda sem getur fylgt  bæði fyrir einstaklinga og fjölskyldur þeirra. „Ég vinn eftir hugmyndafræði Skaðaminnkunar, Harm reduction,  sem fellur mjög vel að félagsráðgjöf. Til mín kemur  fólk sem er enn í virkri neyslu en ég legg mig fram við að nálgast einstaklingana þar sem þeir eru staddir og mæta þörfum hvers og eins.  Einnig er stór hópur fólks sem hefur náð takmarki sínu að vera án vímuefna og mín aðstoð felur í sér að styðja við einstaklinga og fjölskyldur við  að byggja upp líf sitt. Það er ekki allt fagfólk sem fylgir hugmyndafræði skaðaminnkunar en sá hópurinn fer sem betur fer ört stækkandi“, segir Katrín sem telur þessa vinnu vera ákaflega mikilvæga.

Kennsla og stjórnarstörf

Katrín er annars með mjög marga bolta á lofti. Fyrir utan starfið á stofunni sinni, hefur hún veitt ráðgjafarviðtöl sem verktaki í Bjarkarhlíð sem er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis og leitt hópastarf þar.  Þá leiðbeinir hún reglulega á námskeiðinu Stattu með sjálfri þér - virkni til farsældar hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og kemur það í hennar hlut að fræða konurnar sem það sækja hverjar séu afleiðingar áfalla og ofbeldis. Katrín er einnig stundakennari við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands og kennir þar um konur og vímuefni ásamt því að vera prófdómari. Þá situr hún í stjórn Kvennaathvarfsins. „Ég vann líka sem sjálfboðaliði í Konukoti og í Frú Ragnheiði fyrir nokkrum árum en því miður hef ég ekki tíma fyrir þau verkefni lengur en fylgist þó áfram vel með því góða starfi.“

Galdrastafurinn Vegvísir

Aðspurð um nafnið á stofunni sinni Vegvísir þá segir hún að það hafi komið fljótt til sín. „Vegvísir er íslenskur galdrastafur ætlaður til að varna því að röng leið sé valin á ferðalagi. Ef maður ber hann þá ratar maður réttan veg, bæði andlega og líkamlega, og mitt starf felst jú í því að hjálpa fólki í rétta átt,“ segir Katrín en þau fjölskyldan eiga hús rétt við Hólmavík og því verið mikið á Ströndum þar sem finna má marga galdrastafi.

Árangur skemmtilegastur

Margir skjólstæðingar Vegvísis hafa komið reglulega til Katrínar, jafnvel í nokkur ár en tekið sér hlé inn á milli. Hún segir að það skemmtilegasta við vinnuna sína sé að sjá þegar einstaklingar ná persónulegum árangri. Það sé ávallt takmarkið og gleðji hana mikið.

Stolt af Hafnarfirðinum

Katrín hefur búið í Hafnarfirði í yfir 40 ár og segist vera stolt af því að búa hér. „Mér finnst ég samt ekki geta kallað mig Hafnfirðing en líklega er það þar sem ég er gift alvöru Gaflara og öll tengdafjölskyldan eru miklir Hafnfirðingar,“ segir Katrín og brosir.

Hún hefur alltaf búið í Norðurbænum, verslar í Fjarðarkaup og börnin hennar búa öll hér. „Það besta við Hafnarfjörðinn er bara andrúmsloftið sem er svo gott og vinalegt. Þá finnst mér Strandgatan og Hellisgerði og svæðið þar í kring  líklega í mestu uppáhaldi.“

Barnabörnin og ferðalög

Þegar Katrín er spurð um áhugamálin er hún fljót að nefna barnabörnin fimm sem henni finnst vera svo skemmtileg. „Við erum líka mjög samheldin fjölskylda og ferðumst mikið saman bæði innanlands og utanlands en draumastaðurinn er í húsinu okkar við Steingrímsfjörð á Ströndum. Við förum líka gjarnan í veiði og mér finnst öll útivist vera ákaflega góð og gefandi,“ segir Katrín að lokum.

 

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Hugarró

Í Hugarró kemur fólk í leit að innri ró sem fæst bæði með heilun og jóga. Við hittum eigandann Friederike Berger jógakennara, heilara, sérkennara og leiðsögumann til að kynnast rekstrinum.

Í Hugarró kemur fólk í leit að innri ró sem fæst bæði með heilun og jóga. Við hittum eigandann Friederike Berger jógakennara, heilara, sérkennara og leiðsögumann til að kynnast rekstrinum.  

Fyrirtæki vikunnar

Í Hugarró kemur fólk í leit að innri ró sem fæst bæði með heilun og jóga.

Henti sér út í djúpu laugina

Hugarró hefur verið starfandi í tæp sex ár og verið til húsa á nokkrum stöðum. „Ég ákvað að byrja árið 2018 með því að henda mér út í djúpu laugina og fara að vinna sjálfstætt, eitthvað sem mig hafði lengi dreymt um,“ segir Friederike sem sagði þarna upp starfi sínu sem sérkennari í Lækjarskóla.

Á þessum tíma var hún búin að sækja sér töluverða menntun bæði í jógafræðum en einnig í heilun. „Ég tók upphaflega Rope Yoga kennaranám árin 2006-2007 en ég hafði verið að stunda það í nokkurn tíma út af bakveseni á mér. Árið 2013 bætti ég síðan við mig kennaranámi í Kundalini Jóga, sem ég kynntist í meðgöngujóga. Í beinu framhaldi að því lá leiðin í þriggja ára heilunarnám sem ég kláraði árið 2017.“

Flakkari í sér

Fyrstu mánuðina var Hugarró með aðsetur í Garðabæ, flutti síðan í Lífsgæðasetur St. Jó árið 2019 en færði sig yfir á Fjarðargötuna á síðasta ári og er þar í dag. „Ég er flakkari í mér en kann vel við mig hérna á Fjarðargötunni með þetta fallega útsýni yfir sjóinn. Hingað kemur fólk til mín í heilun en jógatímana kenni ég núna í notalegum sal í Hlíðarsmára í Kópavogi en er þó alltaf að leita að hentugum sal hér í Hafnarfirði.“

Leit að innri ró

Aðspurð um hvað felist í heilun og hverjir sæki í þannig tíma segir Friederike að það sé erfitt að lýsa heilun með orðum en þetta sé viss núllstilling og leit að innri ró. „Mikið af fólki á það til að týna sinni innri ró, er upptekið í fjölbreyttum verkefnum lífsins og nær ekki að slaka. Innri ró er hins vegar í grunninn eðlilegt ástand eins og hjá litlum börnum. Til mín kemur því fólk sem er að leita að ró og slökun. Í tímum hjá mér finna margir þessa djúpu ró, stundum streyma jafnvel tár og viss losun á sér stað. Sumir tala því um að þetta sé eins og að koma heim til sín.“

Hún segir að til sín komi alls konar fólk í heilun. „Það koma vissulega til mín fleiri konur en karlar en annars eru þetta viðskiptafræðingar, fótboltamenn, fólk með áhuga á andlegum málefnum, kennarar eða hjúkrunarfræðingar sem hafa verið undir miklu álagi svo dæmi séu tekin,“ segir Friederike en sumir koma reglulega í ákveðinn tíma og aðrir hafa samband þegar þörfin vaknar.

Vinnur með orkustöðvarnar

Heilunartímarnir eru oftast í um 75 mínútur og hefjast á stuttu spjalli áður en fólk leggst á bekkinn. „Ég leyfi fólki alltaf aðeins að lenda áður en við byrjum, segja mér af hverju það sé komið til mín. Sumir vilja reyndar ekki tala mikið en ég er ótrúlega næm og stundum þarf ekki að nota orð. Þegar á bekkinn er komið þá snerti ég viðkomandi einungis á handleggnum og við erum saman í þögn. Ég fer þá í djúpa hugleiðslu þar sem ég er að skynja viðkomanda og fer þá oftast í gegnum orkustöðvarnar en það er misjafnt hver þeirra þarfnast athygli hverju sinni.“

Tímarnir enda síðan á samtali þar sem Friederike deilir hvað hún hafi fundið og er það eitthvað sem kemur fólki stundum í opna skjöldu. „Eitt sinn fór kona að hágráta hjá mér þegar ég byrjaði að lýsa því sem ég fann. Henni fannst að loksins sæi hana einhver í raun og veru og gat sett í orð hvernig henni leið,“ segir Friederike og brosir blíðlega.

Ástríða fyrir áfallavinnu

Í Hugarró hefur verið hægt að sækja tíma í Kundalini Jóga í töluverðan tíma en núna í haust bættist við Jóga Nidra þar sem Friederike fór í nám í þeim fræðum síðastliðið vor. „Í Nidra tímunum mínum hef ég líka verið að nota orkustöðvarnar og það hefur gengið ótrúlega vel og ég hlakka til að halda áfram að þróa þá tíma.“

Eins og fyrr segir þá hefur Friederike kennt Kundalini Jóga í nokkur ár en að undanförnu hefur hún lagt sérstaka áherslu á áfallavinnu í þeim tímum. Hún hefur nefnilega verið að sérhæfa sig í áfallavinnu og unnið mikið með trauma þerapistanum Nicole Witthoefft frá Þýskalandi. Farið tvisvar á námskeið hjá henni í Þýskalandi og tvisvar fengið hana til að koma til Íslands og halda námskeið sem Friederike hefur aðstoðað við að skipuleggja. 

„Ég hef fundið mína ástríðu í lífinu og hún er að fræða um áföll og hvaða áhrif þau geta haft á taugakerfið. Ég vil hjálpa fólki að vinna úr sínum áföllum. Sjálf á ég mikla áfallasögu sem ég hef nú unnið mikið með í tíu ár í gegnum jóga, hugleiðslur, möntrur og ýmsar öndunaræfingar sem hafa fært mér vissa hugarró og innri styrk. Mér fannst ég samt þurfa eitthvað meira og hef því verið að sökkva mér ofan í trauma fræðin og lesið mikið og sótt mér fjölbreyttan fróðleik. Mig langar því að miðla minni reynslu og þekkingu áfram. Mér finnst vanta meiri vitund í samfélagið um hvaða áhrif áföll geta haft. Ég hef því verið ófeimin við að deila minni reynslu til að auka skilning. Ég hef líka komist að því að margir eru með ýmis áföll í bakpokanum sínum sem þeir gera sér ekki grein fyrir en stundum brýst sársaukinn fram í krónískum, líkamlegum verkjum.“

Umbreyting á fólki skemmtilegast

Aðspurð um hvað sé skemmtilegast við starfið er Friederike fljót að svara og segir að það sé að sjá umbreytingu á fólki. „Mig hefur oft langað til að taka svona fyrir og eftir myndir. Ég sé oft svo mikinn mun á manneskjum þegar það finnur loksins rónna. Það er ótrúlega dýrmætt að geta hjálpað til við að komast þangað eða vera farvegur í þeirri leit,“ segir Friederike og bætir við að þá sé líka skemmtilegt að kynnast alls kyns fólki í gegnum starfið. Hún segist eiga orðið marga viðskiptavini sem sem hafi verið hjá henni í nokkur ár eða allt frá upphafi. Sumir hafa byrjað á að koma í jóga en síðan líka mætt í heilun eða öfugt.

Sjórinn og Setbergið

Friederike hefur búið í Hafnarfirði frá árinu 2007 og gift inn í mikla Hafnarfjarðarfjölskyldu. „Við búum í Setberginu eins og næstum öll tengdafjölskyldan og ég vil helst ekki vera annars staðar, þykir ótrúlega vænt um Setbergið. Hafnarfjörður er annars hæfilega stór, hér er góður andi, fallegur miðbær og svo er það sjórinn. Ég elska að labba við sjóinn og sæki mikið í hann, það veitir mér hugarró að horfa út á hann,“ segir hún brosir og bætir við að þá séu hafnfirsku kaffihúsin líka ótrúlega kósý.

Lestur, útivist og ferðalög

Þegar kemur að áhugamálum segir Friederike að vinnan sé vissulega hennar áhugamál og hún lesi alltaf mjög mikið, þessa dagana séu flestar bækurnar um einhvers konar áfallavinnu.

„Útivist er mér líka mikilvæg og við hjónin göngum reglulega á fjöllin hér í nágrenninu t.d. á  Helgafellið og Úlfarsfellið. Það er líka endalaust af fallegum gönguleiðum í kringum Hafnarfjörðinn sem við nýtum okkur. Þá höfum við líka ferðast mikið um Ísland, farið hringinn nokkrum sinnum og við fjölskyldan elskum öll Akureyri. Notalegar fjölskyldustundir eru mér ákaflega mikilvægar og það gefur okkur líka mikið að geta ferðast saman til útlanda,“ segir Friederike að lokum. 

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Hárbeitt

Hárgreiðslustofan Hárbeitt á Reykjavíkurveginum á stóran og tryggan hóp viðskiptavina sem teygir sig jafnvel yfir nokkra ættliði. Við hittum eigendurna og hjónin Sigurborgu Írisi Hólmgeirsdóttur (Sillu) og Árna Eirík Bergsteinsson til að kynnast rekstrinum.

Hárgreiðslustofan Hárbeitt á Reykjavíkurveginum á stóran og tryggan hóp viðskiptavina sem teygir sig jafnvel yfir nokkra ættliði. Við hittum eigendurna og hjónin Sigurborgu Írisi Hólmgeirsdóttur (Sillu) og Árna Eirík Bergsteinsson til að kynnast rekstrinum.  

Fyrirtæki vikunnar

Hárgreiðslustofan Hárbeitt á Reykjavíkurveginum á mjög marga trygga viðskiptavini sem hafa komið til þeirra í fjölda mörg ár.

Keyptu stofu í stað íbúðar

Hárbeitt hefur verið starfandi frá árinu 1990 á Reykjavíkurveginum, fyrst í húsi númer 50 en árið 1999 fluttu þau á númer 68 og hafa verið þar síðan. „Við keyptum sem sagt Hárstofuna af meistaranum mínum sem vildi gjarnan losna. Fyrirvarinn sem hann gaf mér var þó mjög stuttur eða bara sólarhringur. Ég kem því heim úr vinnunni og spyr Sillu hvort hún vilji kaupa með mér hárgreiðslustofu og hún yrði að svara strax. Hún sagði sem betur fer já en þarna vorum við 23 ára og byrjuð að safna fyrir íbúð en keyptum svo bara stofu í stað íbúðar,“ segir Árni um upphafið af rekstri þeirra hjóna.

„Þegar við fluttum í þetta húsnæði ákváðum við líka að breyta nafninu úr Hárstofan í Hárbeitt, fannst það vera meira við,“ segir Silla og bætir við að sumum hafi nú ekkert litist á það að þau ætluðu að vinna saman og töldu að þetta myndi ekki vara lengi en rúmum 30 árum seinna eru þau enn hér.

Tíu stólar og níu starfsmenn

Í dag eru þau níu talsins sem standa vaktina á Hárbeitt og eru með tíu stóla,  þar af tvo rakarastóla. Nokkrir starfsmenn hafa verið hjá Árna og Sillu mjög lengi en það er þó alltaf viss endurnýjun í gangi. „Við erum líka oftast með einhverja nema hjá okkur og höfum útskrifað mjög marga í gegnum árin. Hárgreiðslufólk sem er í dag með flottar stofur.“

Silla segir að þau passi vel upp á andrúmsloftið á vinnustaðnum og telur nauðsynlegt að starfsfólkið sé allt vinir og líði vel í vinnunni. „Hárgreiðslufólk getur verið mikið keppnisfólk en okkur finnst samt mikilvægt að hrósa hvort öðru, vera vinir og styðja hvert annað enda allir með sinn stíl.“

Tækin og efnin miklu betri

Á Hárbeitt er hár mótað, klippt, litað og greitt og samkvæmt Árna og Sillu þá er í raun ekkert nýtt undir sólinni og tískan fer í hringi. „Það sem er inn í dag er út á morgun. Það eru samt vissulega alltaf einhverjir núansar.“

Helsta breytingin sem orðið hefur í geiranum samkvæmt þeim er að tækin eru orðin mikið betri og sama má segja um efnin. „Í dag eru flest tæki orðin snúrulaus sem er frábært en ég bíð spenntur eftir snúrulausum blásara, hann hlýtur að koma áður en langt um líður,“ segir Árni. Öll efni eru orðin miklu hreinni og á Hárbeitt má nú kaupa hárvörur í gleri og áli, vörur sem Árni og Silla flytja sjálf inn. „Við pælum mikið í innihaldsefnunum í dag en þau skipta okkur miklu máli og viðskiptavinirnir eru líka orðnir miklu meðvitaðri. Við notum því mikið svokallaðar grænar vörur og sem dæmi eru innihaldsefnin í litum og permamenti miklu betri og nánast orðin lyktarlaus,“ segir Silla.

Bíómyndir og þættir

Samhliða starfinu á Hárbeitt vann Silla í yfir tíu ár í Borgarleikhúsinu með leikgervahönnuðum og í dag starfar hún enn mikið í kringum bíómyndir og þáttaraðir. „Mér finnst geggjað gaman að vinna í þeim bransa og er einmitt núna í tveimur bíóverkefnum. Þetta er öðruvísi vinna og það þarf að passa að hárið sé eins út verkefnið,“ segir Silla og brosir.

Árni hefur líka eitthvað komið nálægt þessum bransa en þá bara fyrir framan myndavélina. Sem dæmi var hann, með sitt síða fallega hár, í aukahlutverki í mörgum seríum af Game of Thrones.

Gleði og sorg

Starfið er að sögn þeirra beggja nokkuð fjölbreytt en það snýst líka að vissu leiti um samskipti og er líkamlega erfitt. „Glansmyndin er oft á tíðum ekki raunveruleikinn. Til okkar kemur fólk nefnilega ekki bara í gleði og er spennt fyrir nýrri greiðslu. Við tökum líka á móti fólki í sorg. Fólk sem er að kljást við  hárlos, skallabletti, veikindi eða hefur nýverið misst einhvern nákominn.“ Árni segir að það sé því mikilvægt að hafa áhuga á fólki og finna út hvað hver og einn vill. Sumir vilja þögnina en aðrir vilja gjarnan tala.

Silla segir að starfið sé jafnframt líkamlega erfitt og hún hafi heyrt að það sé í raun svipað og að vera í múrverki. „Við stöndum nánast allan daginn og það tekur tíma að þjálfa upp klippivöðvana og sigg á þumlinum er ákaflega algengt. Þetta er því alveg töff jobb og margir sem halda þetta ekki út í mörg ár.“

Fjölbreytnin og að gera fólk fínt

Aðspurð um hvað sé skemmtilegast við vinnuna segir Silla að það sé að hún sé ekki að alltaf að gera það sama. Viðskiptavinir hennar séu heldur ekki of einsleitur hópur. „Mér finnst gaman að fá að gera allskonar og þess vegna er frábært fyrir mig að vera ekki bara á stofunni heldur líka að vera að vinna við bíómyndir og þætti.“

Árni segir að honum finnist eiginlega skemmtilegast að vera með einhvern í stólnum sem hefur komið til hans í langan tíma og gera þann aðila fínan. „Ég er ekki enn komin með leið á því en það eru þá vissulega samskiptin sem eru skemmtileg.“ Hann bætir við að til hans komi líka enn í dag fólk sem fór í sína fyrstu klippingu hjá honum með snuð upp í sér en er núna orðið fullorðið og flott. Silla bætir við að henni finnist líka skemmtilegt að klippa marga ættliði. „Amman, mamman og dóttirin koma allar til mín og fjórði ættliðurinn er að detta inn hjá sumum fjölskyldum.“

Nafli alheimsins

Silla og Árni hafa búið í Hafnarfirði í hátt í 30 ár og kunna ákaflega vel við sig. Labba svo til alltaf í vinnuna enda sjá þau stofuna út um baðherbergisgluggann heima hjá sér.

„Mér finnst Hafnarfjörðurinn í raun orðinn nafli alheimsins. Flottir veitingastaðir, hægt að fara á tónleika og detta inn á listasýningar, fara í Hellisgerði. Það er svo mikil orka í Hafnarfirði og þetta er samfélag,“ segir Silla. Árni tekur undir og rifjar upp að hann hafi lítið sem ekkert þekkt til hér þegar hann byrjaði að klippa á Hárstofunni fyrir að verða 38 árum en núna elski hann Hafnarfjörðinn.

Uppáhaldsstaður Sillu í Hafnarfirði er Íshúsið þar sem hún er með vinnustofu en Árni nefnir að heima sé best nú eða aðsetur Rimmugýgurs.

Víkingar, hattar, sköpun og ferðalög

Eitt af áhugamálum Árna er víkingastússið en hann er meðlimur í víkingafélaginu Rimmugýgur og segist hafa eignast marga góða vini í gegnum þann félagsskap og fari líka reglulega til útlanda á víkingahátíðir. „Ég er líka með hattablæti og á mjög marga flotta hatta og nota hatt svo til daglega,“ segir Árni og brosir.

Silla segir að sitt helsta áhugamál sé að skapa. „Það er því frábært að vera með athvarf í Íshúsinu til að geta vesenast, og þar er líka ákaflega skemmtilegt og gefandi samfélag.“ Hún segist líka að lokum elska að ferðast og fari gjarnan til útlanda bæði á hárgreiðslu- og handverkssýningar en líka bara til að njóta lífsins þá gjarnan með vinkonum sínum.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Stoðtækni

Í Stoðtækni á Lækjargötunni eru skór sérsmíðaðir eftir máli, öðrum skóm breytt og þá er einnig gert við skó. Fyrirtækið tekur líka viðskiptavini í göngugreiningu og selur ýmsar vörur tengdum fótum. Við hittum hjónin og eigendur Stoðtækni Jón Gest Ármannsson sjúkraskósmið og Ástu Birnu Ingólfsdóttur til að kynnast rekstrinum.

Í Stoðtækni á Lækjargötunni eru skór sérsmíðaðir eftir máli, öðrum skóm breytt og þá er einnig gert við skó. Fyrirtækið tekur líka viðskiptavini í göngugreiningu og selur ýmsar vörur tengdum fótum. Við hittum hjónin og eigendur Stoðtækni Jón Gest Ármannsson sjúkraskósmið og Ástu Birnu Ingólfsdóttur til að kynnast rekstrinum.  

Fyrirtæki vikunnar

Í Stoðtækni á Lækjargötunni eru skór sérsmíðaðir eftir máli, öðrum skóm breytt og þá er einnig gert við skó.

Skósmíðin liggur í ættinni

Stoðtækni opnaði í mars árið 2006 á Lækjargötunni. „Ég kynntist bransanum strax sem unglingur þegar ég fór að vinna hjá föðurbróður mínum á Skóvinnustofu Ferdinands Róberts á Reykjavíkurveginum sem varð kveikjan að því að ég byrjaði í skósmíðanáminu árið 1989. Ég starfaði þá með afa mínum sem varð jafnframt minn meistari.  Síðar fer ég til Svíþjóðar að læra sjúkraskósmíði,“ segir Jón Gestur en langafi hans var einnig skósmiður svo þetta liggur mikið í ættinni.

Jón Gestur segir að hann hafi verið búinn að hugsa um það í nokkurn tíma að stofna sitt eigið fyrirtæki en ákvað að taka skrefið í lok árs 2005 og fann þá fljótlega húsnæðið við Lækjargötuna. Ásta bætir við að þau hafi allan tímann verið staðráðin í að vera með reksturinn í Hafnarfirði og Lækjargatan frábær staðsetning þar sem þau búa á Hverfisgötunni og börnin hafi verið í Lækjarskóla. Það er því stutt að fara og auðvelt að hlaupa til ef á þurfi að halda.

Sérsmíðaðir skór

Aðalsmerki Stoðtækni til margra ára er sérsmíði á skóm og innleggjum fyrir þá sem á því þurfa að halda. „Ég á marga viðskiptavini sem hafa verið hjá mér til fjölda ára og koma reglulega í málatöku. Ég útbý þá mót af fæti viðkomandi og smíða skó að þeirra óskum en hægt er að velja sér efni, lit, sóla og alls kyns útfærslur. Þetta geta verið leðurskór, íþróttaskór, spariskór eða sandalar allt eftir þörfum og óskum viðkomandi,“ segir Jón Gestur og ítrekar að með smíðinni reyni hann að draga úr aflöguninni eins og mikið og mögulegt er.

Ásta segir að í sérsmíðinni myndist oft langtíma og persónulegt samband og mikið af því fólki sé orðið vinir þeirra. Þá komi fólk alls staðar af landinu og á öllum aldri en yngsti viðskiptavinur hafi verið tíu mánaða þegar hann kom fyrst. Sjúkratryggingar Íslands greiði oftast fyrir sérsmíðina og Stoðtækni því með samning við stofnunina.

Bæklunarskór

Í Stoðtækni fær fólk einnig aðstoð við að panta sér svokallaða bæklunarskó. Það er samheiti yfir skóúrlausn fyrir fólk sem ekki getur nýtt sér venjulega skó sökum fötlunar sinnar eða aflögunar á fótum. Aflögunin er þó ekki það mikil að þurfi að sérsmíða skóna. „Ég tek þá mót af fæti viðkomandi og sérpanta skó eftir því. Sumir þurfa gott pláss fyrir innlegg eða auka rými í skónum nú eða bara sérstaklega stóra skó,“ segir Jón Gestur og Ásta sýnir þá sem dæmi nýpantaða skó sem eru í stærð 50, eitthvað sem ekki hægt er að kaupa í venjulegri skóbúð.

Göngugreining

Í einu herbergi í húsnæði Stoðtækni er göngubretti og ýmis önnur tæki sem nauðsynleg eru fyrir göngugreiningu. „Til mín kemur fólk sem er að kljást við ýmis konar verki í stoðkerfinu en þá má oft laga með réttum skóbúnaði. Sumir koma eftir að hafa hitt lækni en aðrir koma bara beint til mín og ég fæ sérstaklega mikið af hlaupurum sem eru ef til vill að kljást við beinhimnubólgu eða verki í hnjám. Ég get þá aðstoðað með ýmis konar styrkingum eins og innleggjum og bent fólki á mikilvægi þess að vera t.d. í skóm með góðri höggdempun,“ segir Jón Gestur og ítrekar að óþægindi niður í götu s.s. í ökklum hafi áhrif á allt stoðkerfið, þetta hangi jú allt saman.

Þarf að vera skósmiður í Hafnarfirði

Það er nóg að gera í Stoðtækni við skósmíði og aðra þjónustu en þau segjast einnig taka að sér allar almennar skóviðgerðir. „Það þarf jú að vera skósmiður í Hafnarfirði og mér finnst ég þess vegna einnig þurfa að bjóða upp á þessa almennu viðgerðarþjónustu,“ segir Jón Gestur og bætir við að hér áður fyrr hafi verið þrír starfandi skósmiðir í bænum.

Ásta segir að eftirspurnin eftir skóviðgerðum hafi aukist töluvert í hruninu þegar fólk fór að verða nýtnara og þá sé það líka umhverfisvænna að láta gera við skó í staðin fyrir að kaupa alltaf nýja. Sumir skór séu þó í dag úr svo ódýrum efnum að það borgi sig varla að gera við þá.

Eitt af því sem þau hafi líka verið að gera að undanförnu sé að taka skó í gegn, hreinsa þá og pússa. „Sonur okkar fékk að birta myndir á Instagram síðu Stoðtækni þar sem hann sýndi muninn á annars vegar brúnum leðurskóm og hvítum íþróttaskóm eftir að þeir hafi verið hreinsaðir og pússaðir. Við fengum svakalega góð viðbrögð í kjölfarið og margir sem komu með skóna sína til okkar í smá yfirhalningu,“ segir Ásta og brosir. 

Áburður, mannbroddar, skór og ökklaspelkur

Í Stoðtækni er einnig hægt að kaupa ýmsar vörur sem tengjast fótum og skóm. Þar á meðal er skóáburður, hreinsiefni, mannbroddar, reimar og innlegg. „Við erum einnig með ýmsar stuðningsvörur svo sem sílikon gel fyrir tær í ýmsum útfærslum og stuðningssokka,“ segir Ásta og Jón Gestur bætir við að þau selji líka eitthvað af skóm, s.s. KB sandala sem eru íslenskir og framleiddir á Akureyri en fyrrum nemi Jóns Gests stofnaði það fyrirtæki.

Þá byrjaði Stoðtækni einnig nýverið að selja ökklaspelkur eftir að hafa tekið þátt í útboði hjá Sjúkratryggingum Íslands. „Við erum með sex gerðir af ökklaspelkum sem eru með mismunandi stífleika en ég aðstoða fólk við að velja réttu spelkuna,“ segir Jón Gestur.

Glaðir viðskiptavinir og fjölbreytni

Aðspurð um hvað sé skemmtilegast við vinnuna segir Jón Gestur að það sé að mæta glöðum viðskiptavinum og reyna að standa undir væntingum. „Persónulegu samskiptin eru gefandi og það er  skemmtileg áskorun í að reyna að aðstoða fólk eftir bestu getu. Eftir öll þessi ár finnst mér fagið líka bara enn skemmtilegt.“

Ásta segir að það sé eiginlega fjölbreytnin en hún gengur í ansi mörg störf, aðstoðar við að sauma, stendur vaktina frammi í afgreiðslunni en sjái líka um bókhaldið og önnur tilfallandi verkefni.

Heimsklassa veitingastaðir og miðbæjarstemmning

Jón Gestur er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði og fékk Ástu til að flytja hingað með sér á sínum tíma. Þegar þau eru spurð að því hvað sé best við Hafnarfjörðinn segir Jón Gestur strax að það sé svo margt sem honum finnist gott. Hafnarfjörður skarti öllu því sem til þarf fyrir góðan bæ. Það að hér sé líka enn viss smábæjarbragur sé gleðilegt. „Við erum núna líka komin með svo fína veitingastaði, raun í heimsklassa, en ég man þá tíð þegar það var ekki hægt að fara út að borða og fá sér rauðvínsglas með því hér í bæ, eitthvað sem pabbi kvartaði yfir.“

Ásta segir að hér búi gott fólk og öll þjónusta sé til staðar. „Þetta er fallegur bær og það er lúxus að geta labbað allt. Það myndast líka oft skemmtileg stemmning í miðbænum eins og um daginn þegar það var bleik kvöldopnun. Maður hitti fullt af fólki sem maður þekkir og stóð að spjalla.“

Ferðalög og vinirnir

Þegar kemur að áhugamálum segjast Jón Gestur og Ásta vera mikið útilegufólk. „Við ferðumst mest innanlands og trillum um landið með tengivagn. Það er okkar leið til að komast aðeins frá og slaka á.“

Ásta segir að þau séu líka dugleg að hitta alla yndislegu vini sína og séu ótrúlega rík þegar kemur að vinum, eitthvað sem þau eru afar þakklát fyrir.

Read More