Aðalfundur
Aðalfundur markaðsstofunnar verður haldinn 29. maí kl. 18:00 í Apótekinu í Hafnarborg. Á dagskrá eru almenn aðalfundarstörf.
Kosið verður um tvö sæti í stjórn auk varamanns. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram vinsamlegast látið vita með því að senda póst á msh@msh.is fyrir 23. maí n.k.
Kjörgengi og kosningarétt til stjórnarkjörs hafa þeir sem greitt hafa árgjald 2023, skv. 1. mgr. samþykkta/skipulagsskrá. Eitt atkvæði fylgir hverju greiddu árgjaldi.
Meginmál þegar smellt er á link:
Aðalfundur markaðsstofunnar verður haldinn þann 29. maí næstkomandi kl. 18:00 í Apótekinu í Hafnarborg.
Dagskrá
• Kosning fundarstjóra og fundarritara
• Skýrsla stjórnar 2022-2023
• Ársreikningur 2023
• Starfs- og fjárhagsáætlun 2024
• Kosning stjórnar
• Kosning skoðunarmanna reikninga
• Önnur mál
Kosning stjórnar og skoðunarmanna
Í stjórn markaðsstofunnar sitja fjórir aðilar frá fyrirtækjum í bænum og þrír fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar, auk tveggja varamanna. Á aðalfundi er kosið um aðila frá fyrirtækjum til tveggja ára. Að þessu sinni verður kosið um tvö stjórnarsæti og sæti varamanns. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram vinsamlegast látið vita með því að senda póst á msh@msh.is fyrir 23. maí n.k.
Á fundinum verða einnig kosnir tveir skoðunarmenn reikninga, áhugasamir eru einnig beðnir um að láta vita með því að senda póst á msh@msh.is.
Kjörgengi og kosningarétt til stjórnarkjörs hafa þeir sem greitt hafa árgjald 2024, skv. 1. mgr. samþykkta/skipulagsskrá. Eitt atkvæði fylgir hverju greiddu árgjaldi.