Hvernig náum við árangri í markaðsstarfi og aukum virði vörumerkja

Það er margt um að vera hjá Markaðsstofunni þessa dagana. Við verðum með frábært námskeið næstkomandi þriðjudag, 21. maí, þar sem Hörður Harðarson fræðir okkur um hvernig við náum árangri í markaðsstarfi og hversu mikilvægt það er að byggja upp og viðhalda virði vörumerkja.

Hörður Harðarson er  framkvæmdastjóri Auglýsinga-, fjölmiðla-, og viðskiptalausnafyrirtækisins Entravision sem sér um fyrir Meta á Íslandi.

Hörður Harðarson hóf ferilinn árið 1999 sem vörumerkjastjóri hjá Íslenska Útvarpsfélaginu. Hann hefur starfað sem aðstoðarmaður forstjóra og framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar, framkvæmdastjóri Sólar og sem forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs Sýnar.

Hann stofnaði einnig og rak VERT markaðsstofu í rúman áratug og hefur starfað sem ráðgjafi í sölu- og markaðsmálum fyrir fjölda fyrirtækja, auk þess að hafa reglulega kennt við háskóla landsins. Hörður er með MSc í alþjóðamarkaðsfræði frá University of Strathclyde.


Áherslur í þessu námskeiði verða:

- Markaðssamskipti - Mismunandi miðlar hafa mismunandi hlutverk

Fjallað um allar þær leiðir sem fólk hefur til að hafa markaðsleg samskipti.  Hver er styrkleiki hvers miðils.  Hvernig útbúa á efni fyrir mismunandi miðla og setja saman áætlanir sem ná markaðselgum markmiðum. 

 

- Uppbygging og stjórnun vörumerkja (brand management)

Hvað er vörumerki? Hvernig býrðu til vörumerki og til hvers?  Einnig er farið yfir það hvernig sinna á vörumerki til lengri tíma og fylgjast með "heilsufari" þess.

Námskeiðið verður haldið á Kænunni og er frá kl.09:00-11:00

Frítt fyrir aðila innan MSH

Verð er 9.900kr fyrir aðra

Hlökkum til að sjá sem flest