Fyrirtæki ársins í Hafnarfirði - Tilnefningar
Fyrirtæki ársins í Hafnarfirði verður valið með pompi og prakt miðvikudaginn 26. mars næstkomandi í Hafnarborg.
Hvatningarverðlaun markaðsstofunnar voru fyrst afhent árið 2017 en þau verðlaun eru núna nefnd Fyrirtæki ársins í Hafnarfirði. Verðlaun og viðurkenningar eru veittar fyrirtækjum sem hafa vakið eftirtekt, lyft upp bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum. Verðlaunin eru hugsuð sem hvatning og þakklætisvottur fyrir óeigingjarnt og frábært starf við að gera Hafnarfjörð að betra samfélagi.
Dómnefnd fyrir val á fyrirtæki ársins samanstendur af þremur einstaklingum úr stjórn Markaðsstofunnar ásamt fjórum ótengdum aðilum sem koma saman og og velja úr tilnefndum fyrirtækjum, svo þín tilnefning skiptir máli.