Atli nýr inn í stjórn

Aðalfundur Markaðsstofu Hafnarfjarðar var haldinn þann 13. apríl síðastliðinn í Apótekinu í Hafnarborg.  

Á dagskrá fundarins voru almenn aðalfundarstörf. Örn H. Magnússon formaður kynnti skýrslu stjórnar sem og fjárhags- og starfsáætlun stofunnar næsta árið þar sem haldið verður áfram á sömu braut en jafnframt eru ýmsar hugmyndir uppi á borðum. Jóhannes Egilsson varaformaður fór yfir ársreikninginn.

Breytingar á stjórn

Á fundinum var kosið um tvö stjórnarsæti og sæti varamanns til tveggja ára. Núverandi varamaður, Olga Björt Þórðardóttir, ákvað að láta af störfum og var henni þakkað fyrir góð störf með blómvendi.

Framkvæmdastjóra bárust fjölmargar fyrirspurnir varðandi stjórnarsetu og greinilega mikill áhugi á að taka þátt í starfinu. Að lokum voru fjórir aðilar sem buðu sig fram. Kosningarnar fóru þannig að Atli Þór Albertsson frá fasteignasölunni Stofunni kemur nýr inn í stjórn, núverandi formaður Örn H. Magnússon heldur sæti sínu og varamaður verður Anna Jórunn Ólafsdóttir.

Við bjóðum Atla velkominn til starfa og hlökkum til að kynnast honum.

Glærur, fundarstjórn ofl.

Fundarstjóri var Örn H. Magnússon og fundarritari Bjarni Geir Lúðvíksson. Hér að neðan má skoða glærur fundarins um skýrslu stjórnar, ársreikning og starfsáætlun 2023-2024.