Ný stjórn markaðsstofunnar kom saman til fyrsta fundar þann 21. júní síðastliðinn. Mikil endurnýjun hefur átt sér stað þar sem allir pólitísku fulltrúarnir eru að koma nýir inn og einnig hafa tveir nýir aðilar tekið sæti í stjórn úr atvinnulífinu.
Kynning og kosið í embætti
Í upphafi fundar kynntu allir stjórnarmenn sig og eftir það var farið í það að skipta með sér embættum. Örn H. Magnússon fráfarandi varaformaður verður nú formaður. Jóhannes Egilsson sem kemur nýr inn tók við embætti varaformanns og Anna Jórunn Ólafsdóttir verður áfram gjaldkeri. Þá tók Helga Þóra Eiðsdóttir að sér starf ritara en Bjarni Lúðvíksson mun seinna á tímabilinu taka við því embætti.
Stjórn er því skipuð eftirfarandi aðilum:
Fyrir hönd fyrirtækjanna í bænum:
Örn H. Magnússon, Adelar – formaður
Jóhannes Egilsson, VON harðfiskverkun - varaformaður
Anna Jórunn Ólafsdóttir, Litlu gæludýrabúðinni - gjaldkeri
Guðný Stefánsdóttir, Ramba Store
Varamaður er Olga Björt Þórðardóttir, Björt útgáfa ehf.
Fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar:
Bjarni Lúðvíksson, Sjálfstæðisflokki
Helga Þóra Eiðsdóttir, Samfylking – ritari
Þórey Anna Matthíasdóttir, Framsóknarflokki
Varamaður er Snædís K. Bergmann, Framsóknarflokki
Starfið hingað til og framtíðarpælingar
Á fundinum var starf markaðsstofunnar hingað til kynnt stuttlega fyrir nýju stjórnarfólki en einnig talað um ýmis tækifæri sem við sjáum í framtíðinni.
Framkvæmdastjóri sagði jafnframt frá því að hún væri að vinna að dagskrá haustsins þessa dagana og væri opin fyrir hugmyndum að námskeiðum, fyrirlestrum eða tillögum að fyrirtækjaheimsóknum og hvatti stjórnarfólk til að hafa samband.
Næsti fundur
Stjórn mun hittast mánaðarlega og að öllu jöfnu fyrsta fimmtudag í mánuði kl. 10:00. Næsti fundur verður þann 11. ágúst næstkomandi.