Hnetusmjör, piparmöndlur, döðlur og fleira

Í morgun fórum við í heimsókn til H-Berg á Grandatröð sem framleiðir vikulega meira en tonn af hnetusmjöri, flytur inn hátt í 300 tonn af salthnetum á ári, ristar möndlur og er með hátt í 200 vörutegundir á smásölu- og fyrirtækjamarkaði. Vinsælasta varan eru piparmöndlurnar en hnetusmjörið og döðlurnar seljast líka mjög vel.

Eigandi H-Berg Halldór Berg tók á móti okkur ásamt þeim Helga og Elísabetu. Við gengum um verksmiðjuna, skoðuðum pökkunarvélarnar, pokaprentarana, ristunarofnanna og margt fleira.

Takk allir sem mættu og bestu þakkir fyrir okkur til ykkar í H-Berg. Afar fræðandi og áhugaverð heimsókn.