Fyrsti stjórnarfundur ársins

Fyrsti fundur stjórnar markaðsstofunnar á þessu ári var rafrænn og haldinn þann 6. janúar.

Helstu umræðuefnin voru dagskrá vorsins, árgjald og hvatningarverðlaunin.

Vegleg dagskrá

Mikil ánægja er með dagskrá okkar fram á vormánuði en þar má finna þrjú námskeið, þrjár fyrirtækjaheimsóknir, mánaðarlegt einyrkjakaffi sem og hvatningarverðlaunahátíð. Dagskráin verður kynnt í pósti til aðildarfélaga en einnig á samfélagsmiðlum. Ákveðið var að setja upp dagatal fyrir alla viðburðina til að hvetja fólk til að taka frá tíma í sínu dagatali.

Árgjald 2022

Stjórn markaðsstofunnar vill áfram halda úti veglegri dagskrá og hafa svigrúm til að efla og styrkja samstöðu meðal aðildarfyrirtækja. Til þess að geta haldið áfram á þessari braut ákvað stjórnin á síðasta ári að nauðsynlegt yrði að hækka árgjaldið fyrir 2022 um 5.000 kr. og verður það þá 25.000 kr. Á fundinum var farið yfir bréf sem sent verður til aðildarfélaga vegna hækkunarinnar en stjórnin hefur fulla trú á því að fyrir þessari hækkun sé fullur skilningur.

Ákveðið að senda út reikninga í lok mánaðarins og bjóða aðildarfyrirtækjum að skipta greiðslu á fleiri eindaga ef það hentar betur.

Vert er að taka fram að í aðildargjaldinu er meðal annars innifalinn aðgangur að viðburðum markaðsstofunnar sem eru frábær vettvangur til að fræðast og efla tengslanetið. Þá fá allir tækifæri á að vera fyrirtæki vikunnar sem felur í sér ákaflega vandaða og öfluga kynningu á starfsemi hvers og eins.

Hvatningarverðlaun 2022

Nokkur umræða varð um hvort gera ætti breytingar á fyrirkomulagi tilnefninga til Hvatningarverðlaunanna og nokkrar hugmyndir vöknuðu. Ákveðið að fela framkvæmdastjóra og stjórnarformanni að vinna útfærslu. Hátíðin verður haldin þann 17. febrúar næstkomandi.

Samningur

Að lokum vonar stjórnin að samningurinn við Hafnarfjarðarbær verði undirritaður á næstu dögum þar sem ekkert varð af undirskrift í desember.