Við í markaðsstofunni tökum nýju ári fagnandi og hlökkum til að efla og styrkja samstöðu meðal atvinnurekenda í bænum okkar.
Hluti af því er að setja upp öfluga dagskrá þar sem starfsfólki aðildarfyrirtækja gefst tækifæri til að sækja sér fræðslu en einnig styrkja tengslanetið, sér að kostnaðarlausu.
Nánar um námskeiðin hér að neðan.
Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar sökum sóttvarnalaga.
Skráning og fyrirvari
Mikilvægt er að skrá sig á námskeið og í fyrirtækjaheimsóknirnar með því að senda póst á msh@msh.is. Þessir viðburðir eru starfsfólki aðildarfyrirtækja að kostnaðarlausu. Einyrkjakaffið er hins vegar öllum opið.
Dagatal
Við erum búin að setja upp dagatal með öllum okkar viðburðum - endilega skelltu því inn í þitt dagatal.
Skráning í markaðsstofuna
Ef þitt fyrirtæki er ekki skráð í markaðsstofuna má gera það hér
SÖLUMÁL Á MANNAMÁLI
Námskeið þar sem farið er í helstu þætti söluferlisins. Hvað hefur breyst með auknu aðgengi að upplýsingum og hvað þýðir það fyrir sölumanninn? Hver er munurinn á því að selja og veita ráðgjöf, hvor leiðin er líklegri til árangurs? Skiptir persónuleg mörkun (branding) máli?
Hver
Helga Dögg Björgvinsdóttir, ráðgjafi og viðskiptastjóri
Hvenær og hvar
Mánudaginn 17. janúar kl. 9:00-10:30 á Kænunni.
Skráning
Skráning á msh@msh.is - skráningarfrestur er til og með 14. janúar
***
INSTAGRAM – TIPS OG TRIX
Instagram getur verið frumskógur og við ætlum að taka ykkur í létt ferðalag í gegnum hann og staldra við í því mikilvægasta. Við munum fara yfir grunnatriði eins og Story, Feed, Reels, Highlights, tögg, Gifs, uppsetningar, tengingu við Facebook, deilingar, efnissköpun, sjálf vinnuumhverfið og fleira.
Hver
Júlía Skagfjörð Sigurðardóttir og Jóhanna Guðrún Jóhannesdóttir, eigendur Mort Media en báðar eru þær menntaðir viðskipta- og markaðsfræðingar, m.a. með sérhæfingu í stafrænum miðlum. Þær hafa báðar yfir áratugareynslu í markaðs- og auglýsingamálum og hafa komið víða við.
Hvenær og hvar
Miðvikudaginn 23. mars kl. 9:00-10:30
Skráning
Skráning á msh@msh.is - skráningarfrestur er til og með 21. mars
***
SIGRAÐU SJÁLFAN ÞIG AFTUR OG AFTUR
Fyrirlestur þar sem fjallað er um hvernig hægt er að brjótast úr fari vanans, stefna hærra og sækja lengra – hvort heldur er í starfi eða einkalífi. Unnið út frá hugmyndafræði markþjálfunar og þátttakendur fá verkfæri sem auðvelda þeim til að ná markmiðum sínum og sigra sjálfan sig.
Hver
Ingvar Jónsson, stjórnunar- og markaðsfræðingur og PCC-markþjálfi
Hvenær og hvar
Þriðjudaginn 26. apríl kl. 9:00-10:30
Skráning
Skráning á msh@msh.is - skráningarfrestur er til og með 23. apríl