Sjötta árið í röð veitum við hvatningarverðlaun til fyrirtækis sem hefur lyft upp bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum. Jafnframt veittum við viðurkenningar til fyrirtækja, félaga eða einstaklinga sem hafa með starfsemi sinni eflt atvinnulíf og bæjaranda í bænum okkar.
Verðlaunin og viðurkenningarnar eru þakklætisvottur markaðsstofunnar fyrir óeigingjarnt starf við að gera Hafnarfjörð að betra samfélagi.
Tilnefning fyrir 2021
Nú er komið að því að tilnefna fyrirtæki, félag eða einstaklinga til þessara verðlauna. Allir geta tilnefnt en nauðsynlegt er að láta röksemdarfærslu fylgja með. Stjórn markaðsstofunnar fer í kjölfarið yfir tilnefningarnar og velur verðlaunahafa úr þeim hópi.
Hægt er að senda inn tilnefningu til og með 31. janúar næstkomandi með því að smella HÉR
Listi yfir aðildarfyrirtæki markaðsstofunnar gæti komið sér vel til að fá hugmyndir.
Verðlaun- og verðlaunaafhending
Tilkynnt verður um verðlaunahafa við hátíðlega athöfn þann 10. mars næstkomandi. Þar verður jafnframt veglegt myndband um fyrirtækið sem hlýtur hvatningarverðlaunin frumsýnt.
Fyrrum verðlaunahafar
Á síðasta ári var það Listasmáskóli Heiðrúnar Helgadóttur sem fékk hvatningarverðlaunin en Ban Kúnn, Gulli Arnar, Gunnar Björn Guðmundsson og Kvennastyrkur fengu einnig viðurkenningu. Hægt er að skoða verðlaunahafa undanfarinna ára hér