Aðildarfyrirtækjum fjölgar

Reglulega fjölgar í hóp aðildarfyrirtækja okkar í markaðsstofunni. Það sem af er ári hafa tíu ný fyrirtæki skráð sig. Hér eru á ferðinni fjölbreytt fyrirtæki hvað varðar starfsemi og stærð en öll eiga þau það sameiginlegt að vilja efla og styrkja atvinnulíf í Hafnarfirði og gera bæinn okkar enn betri.

Fyrirtækin eru:

·         Fjarðarkaup

·         ICE Design by Thora H

·         Jolene

·         Saga Story House

·         Stúdíó Dís

·         Svart Design

·         Tíra

·         Umbúðagerðin

·         Verkfærasalan

·         Yogahúsið

Starfsfólk þessara fyrirtækja fær nú aðgang að fræðslu og fyrirtækjaheimsóknum markaðsstofunnar þeim að kostnaðarlausu. Þá er nafn fyrirtækisins jafnframt komið í pottinn góða þar sem fyrirtæki vikunnar er dregið út.

Um 100 fyrirtæki

Stór hluti aðildarfyrirtækja hafa verið með allt frá stofnfundi í október 2015. Markaðsstofa Hafnarfjarðar er eflandi og skemmtilegur félagsskapur meðal rekstraraðila sem styrkir jafnframt tengslanet og samstöðu. Yfirlit yfir aðildarfyrirtæki má skoða hér

Vertu með

Við hvetjum rekstraraðila í Hafnarfirði sem ekki eru skráðir í markaðsstofuna að gera það sem fyrst. Árgjaldið er 20.000 kr.

Skráning

MSH-kort1b.jpg