Mikilvægi flokkunar í fyrirtækjum og stofnunum

Fyrirlestur með Líf Lárusdóttir markaðsstjóra hjá Terra um mikilvægi þess að fyrirtæki flokki sinn úrgang. Líf gefur ráð um hvernig standa megi að flokkun svo að allir starfsmenn fyrirtækja séu að spila eftir sömu leikreglum.

Farið verður yfir hvað verði um efnin sem eru flokkuð og hvað ber að hafa í huga svo að flokkun skili sem mestum árangri. Líf kemur með sett sem inniheldur algengustu umbúðir og helstu vafaatriði þegar kemur að flokkum.

Hvenær og hvar
Þriðjudaginn 6. október kl. 9:00-10:30 í sal Íshesta.

Skráning

Vegna reglna um samkomur er nauðsynlegt að skrá sig á viðburðinn með því að senda tölvupóst á msh@msh.is og taka fram nafn á fyrirtæki og hver mætir. Gætt verður að öllum sóttvörnum og sætaframboð verður takmarkað.

Skráning til og með 4. október.

Losun á djúpgám.jpg