13 hafnfirskar jólagjafahugmyndir

Við skorum á Hafnfirðinga sem og aðra til að gera jólainnkaupin í Hafnarfirði. Hér er allt til alls þegar kemur að verslun og þjónustu og ákaflega notalegt og jólalegt að spássera um bæinn, kaupa jólagjafir og fá sér ef til vill eitthvað góðgæti í kjölfarið. Við tókum saman 13 hugmyndir að hafnfirskri jólagjöf.

Gjafabréf í axarkast er tilvalið fyrir fjölskyldur og hópa sem hafa gaman af smá keppni.

Berserkir Axarkast, Hjallahrauni 9

Ótrúlega margar fallegar gjafavörur svo sem blóm, kerti, servéttur og ýmis góðgæti.

Burkni blómabúð, Linnetstíg 3

Dekur fyrir andlit, hendur eða fætur er tilvalin gjöf. Hægt að kaupa gjafabréf en einnig úrval af snyrtivörum.

Snyrtistofan Fegurð, Linnetstíg 2

Fullt af frábærum hárvörum sem og skeggvörum fyrir herra. Gjafabréf í klippingu eða rakstur einnig í boði.

Hárbeitt, Reykjavíkurvegi 68

Fjölbreyttar myndir tilvaldar í jólapakka fagurkera á öllum aldri. Hjá Heiðdísi má einnig finna afar fallegt dagatal fyrir nýja árið.

Heiðdís,
Norðurbakka 1

Ef það er einhver á þínum jólagjafalista sem elskar hesta þá er reiðtúr með Íshestum eða reiðnámskeið frábær gjöf.

Íshestar,
Sörlaskeið 26

Langar þig að gleðja gæludýr um jólin? Peysur, húfur, leikföng og góðgæti í Litlu gæludýrabúðinni.

Litla gæludýrabúðin, Strandgötu 32

Fallegir lampar, ljós eða jólaljós eru tilvalin í jólapakkann.

Flúrlampar, Reykjavíkurvegi 66

Hágæða koddaver, andlitsgrímur eða hárteygjur úr silki ásamt spennandi og veglegum gjafaöskjum.

Loforð,
Fornubúðum 10

Veglegar og girnilegar matarkörfur fyrir sælkera.

Matarbúðin Nándin,
Austurgötu 47

Stólar, sófar, borð, skápar og ýmislegt fleira til að fegra heimilið.

Nýform,
Strandgötu 24

b.bio+mynd2.jpg

Skemmtun

Margir þrá að komast á tónleika og í leikhús um þessar mundir. Gjafakort frá Bæjarbíó eða Gaflaraleikhúsinu er því frábær jólagjöf.

Bæjarbíó & Gaflaraleikhúsið

matur.jpg

Út að borða

Það eru fjölbreyttir og frábærir veitingastaðir í Hafnarfirði. Gefðu gjafabréf í gæðastund frá Ban Kúnn, Fjörukránni, Krydd, Kænunni, Norðurbakkanum, Rif eða VON.