Við skorum á Hafnfirðinga sem og aðra til að gera jólainnkaupin í Hafnarfirði. Hér er allt til alls þegar kemur að verslun og þjónustu og ákaflega notalegt og jólalegt að spássera um bæinn, kaupa jólagjafir og fá sér ef til vill eitthvað góðgæti í kjölfarið. Við tókum saman 13 hugmyndir að hafnfirskri jólagjöf.