13 hafnfirskar jólagjafahugmyndir
Við skorum á Hafnfirðinga sem og aðra til að gera jólainnkaupin í Hafnarfirði. Hér er allt til alls þegar kemur að verslun og þjónustu og ákaflega notalegt og jólalegt að spássera um bæinn, kaupa jólagjafir og fá sér ef til vill eitthvað góðgæti í kjölfarið. Við tókum saman 13 hugmyndir að hafnfirskri jólagjöf.
Gjafabréf í axarkast er tilvalið fyrir fjölskyldur og hópa sem hafa gaman af smá keppni.
Berserkir Axarkast, Hjallahrauni 9
Ótrúlega margar fallegar gjafavörur svo sem blóm, kerti, servéttur og ýmis góðgæti.
Burkni blómabúð, Linnetstíg 3
Dekur fyrir andlit, hendur eða fætur er tilvalin gjöf. Hægt að kaupa gjafabréf en einnig úrval af snyrtivörum.
Snyrtistofan Fegurð, Linnetstíg 2
Langar þig að gleðja gæludýr um jólin? Peysur, húfur, leikföng og góðgæti í Litlu gæludýrabúðinni.
Litla gæludýrabúðin, Strandgötu 32
Fallegir lampar, ljós eða jólaljós eru tilvalin í jólapakkann.
Flúrlampar, Reykjavíkurvegi 66
Veglegar og girnilegar matarkörfur fyrir sælkera.
Matarbúðin Nándin,
Austurgötu 47
Skemmtun
Margir þrá að komast á tónleika og í leikhús um þessar mundir. Gjafakort frá Bæjarbíó eða Gaflaraleikhúsinu er því frábær jólagjöf.
Bæjarbíó & Gaflaraleikhúsið
Út að borða
Það eru fjölbreyttir og frábærir veitingastaðir í Hafnarfirði. Gefðu gjafabréf í gæðastund frá Ban Kúnn, Fjörukránni, Krydd, Kænunni, Norðurbakkanum, Rif eða VON.