Markaðsstefnumótunin klár

Markaðsstofan lagði fram í bæjarráði 20. maí sl. skýrslu Manhattan Marketing um heildarstefnumótun fyrir Hafnarfjörð.

Verkefnið fólst í heildstæðri markaðsstefnumótun og aðgerðaáætlun fyrir Hafnarfjörð sem spennandi staðar til þess að heimsækja, búa, starfa og reka fyrirtæki í.

Markmiðið með þessari vinnu var að við lok verkefnis lægi fyrir markaðsstefna og markaðsleg staðfærsla ásamt tillögum að aðgerða- og innleiðingaráætlun fyrir Hafnarfjarðarbæ og Markaðsstofu Hafnarfjarðar til framtíðar.

Aðgreining og vörumerkið Hafnarfjörður

ÁÞREIFANLEGIR ÞÆTTIR

•Miðbærinn með gömlu húsin

•Höfnin

•Hraun/náttúra/landslag

 

ÓÁÞREIFANLEGIR ÞÆTTIR

•Bæjarbragur/staðarandi

•Vinalegir íbúar

•Íþrótta-, lista- og menningarlíf

Á næstu dögum munum við birta ítarlegri umfjöllun um niðurstöðurnar.