Markaðsstofa Hafnarfjarðar býður einyrkjum, fyrirtækjum og stofnunum í Hafnarfirði í Jólahitting MsH, mánudaginn 2. desember 2019. Viðburðurinn fer fram í Bæjarbíó og opnar húsið kl. 18:30.
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari heldur fyrirlestur kl. 19:00 sem nefnist „Frá draumi til afreks“.
Léttar veitingar og drykkir í Mathiesenstofunni í boði MSH.
Skráning fer fram á msh@msh.is.
Viðburðurinn er opinn öllum fyrirtækjum, einyrkjum og stofnunum í Hafnarfirði. Við hlökkum til að hitta ykkur og vonumst til þess að sjá sem flesta.