Októberfest MSH í Ölvisholti
Fimmtudaginn 10. október - Ölvisholt - kl. 18:00 - 21:00
Við ætlum að halda okkar eigið Októberfest og heimsækja bjórsnillingana í Ölvisholti. Þar fá gestir smakkupplifun í brugghúsinu, þar sem list íslenskrar bruggunar lifnar við. Sérfræðingar munu leiða hópinn í gegnum nýju aðstöðuna og sýna ferlið við að brugga góðan bjór. Að kynningu lokinni munum við halda fjörinu áfram, fara í pub quiz, spjalla, tengjast og hafa gaman í glæsilegri aðstöðu sem Ölvisholt hefur uppá að bjóða. Kjörin upplifun fyrir einstaklinga og fyrirtæki innan MSH að koma saman og gleðjast.
Hlökkum til að sjá sem flesta - skráðu þig hér að neðan
Októberfest verður haldið í Ölvisholti, Grandatröð 4
Hlökkum til að sjá sem flest