VON harðfiskverkun býður í heimsókn

Hafnfirska fyrirtækið VON harðfiskverkun býður starfsfólki aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar í heimsókn fimmtudaginn 10. febrúar næstkomandi kl. 9:00.

Jóhannes Egilsson, einn af eigendum fyrirtækisins, tekur á móti okkur, sýnir aðstöðuna og fræðir okkur um breyttar áherslur í starfi fyrirtækisins að undanförnu. VON er staðsett að Eyrartröð 11.

Þetta er fyrsta fyrirtækjaheimsókn markaðsstofunnar þetta árið en við teljum þær vera góðan vettvang fyrir hafnfirsk fyrirtæki til að efla og styrkja tengslanetið. Við vonumst því til að sjá sem flesta.

Skráning
Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn með því að senda póst á msh@msh.is

Er fyrirtækið þitt ekki í markaðsstofunni? Þú getur skráð það hér

Previous
Previous

Nýr samningur undirritaður

Next
Next

Sölumál á mannamáli